Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2019 13:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi eftir hádegi og munu talsmenn einstakra álita fá klukkustund hver til að fara yfir álit sín. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að 9,7 milljaðra halli verði á fjárlögum næsta árs en fjárlagafrumvarp hefur ekki verið afgreitt með halla undanfarin sjö ár. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir ríkissjóð taka á sig þann skell sem fylgi minni hagvexti. „Það má segja að ríkisfjármálastefnan sé hönnuð til lað veita viðspyrnu í hagkerfinu. Í hjaðnandi hagvexti kemur aðeins högg í tekjurnar. En ríkissjóður stendur sterkt og tekur þetta í raun og veru á sig,“ segir Willum. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu í morgun um 20 milljarða útgjaldaauka sem flokkurinn segir fjármagnaðar. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við í uppsveiflunni undanfarin ár. „Já tíu milljarða halli í fyrsta skipti frá 2013. Við höfðum varað við þessu, að ríkisstjórnin sinnti ekki að afla tekna í uppganginum til að mæta þeim óhjákvæmilega halla sem yrði einhvern tíma,“ segir Logi. Willum Þór segir hins vegar að áætlanir muni standa þannig að hægt verði að halda uppi öflugri þjónustu og til að mynda mikilli uppbyggingu í vegaframkvæmdum. „Gleymum ekki því að það er spáð hóflegum hagvexti enn sem komið er á næsta ári. Þannig að það er allt útlit fyrir að við náum vopnum okkar tiltölulega hratt,“ segir Willum. Þannig verði enn greiddar niður skuldir upp á um 72 milljarða á næsta ári og skuldir séu nú þegar komnar langt undir viðmiðunarmörk. Samfylkingin gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi verði 2,1 milljarði lakari vegna rekstrarafkomu útgerðanna á síðasta ári en gjaldið er tengt afkomu. „Við viljum að þeir sem eru aflögufærir borgi og þeir njóti sem þurfa. Það þýðir í rauninni að 90 prósent þjóðarinnar verði varinn fyrir fjármagnstekjuskatti. En þau tíu prósent sem fá nánast allar fjármagnstekjur borgi hærra. Auðlegðarskattur mínus íbúð. Við tölum um að það sé auðvitað galið að veiðileyfagjöld hafa lækkað svo að þau standa ekki einu sinni undir rannsóknum og eftirliti með greininni sjálfri,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi eftir hádegi og munu talsmenn einstakra álita fá klukkustund hver til að fara yfir álit sín. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að 9,7 milljaðra halli verði á fjárlögum næsta árs en fjárlagafrumvarp hefur ekki verið afgreitt með halla undanfarin sjö ár. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir ríkissjóð taka á sig þann skell sem fylgi minni hagvexti. „Það má segja að ríkisfjármálastefnan sé hönnuð til lað veita viðspyrnu í hagkerfinu. Í hjaðnandi hagvexti kemur aðeins högg í tekjurnar. En ríkissjóður stendur sterkt og tekur þetta í raun og veru á sig,“ segir Willum. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu í morgun um 20 milljarða útgjaldaauka sem flokkurinn segir fjármagnaðar. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við í uppsveiflunni undanfarin ár. „Já tíu milljarða halli í fyrsta skipti frá 2013. Við höfðum varað við þessu, að ríkisstjórnin sinnti ekki að afla tekna í uppganginum til að mæta þeim óhjákvæmilega halla sem yrði einhvern tíma,“ segir Logi. Willum Þór segir hins vegar að áætlanir muni standa þannig að hægt verði að halda uppi öflugri þjónustu og til að mynda mikilli uppbyggingu í vegaframkvæmdum. „Gleymum ekki því að það er spáð hóflegum hagvexti enn sem komið er á næsta ári. Þannig að það er allt útlit fyrir að við náum vopnum okkar tiltölulega hratt,“ segir Willum. Þannig verði enn greiddar niður skuldir upp á um 72 milljarða á næsta ári og skuldir séu nú þegar komnar langt undir viðmiðunarmörk. Samfylkingin gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi verði 2,1 milljarði lakari vegna rekstrarafkomu útgerðanna á síðasta ári en gjaldið er tengt afkomu. „Við viljum að þeir sem eru aflögufærir borgi og þeir njóti sem þurfa. Það þýðir í rauninni að 90 prósent þjóðarinnar verði varinn fyrir fjármagnstekjuskatti. En þau tíu prósent sem fá nánast allar fjármagnstekjur borgi hærra. Auðlegðarskattur mínus íbúð. Við tölum um að það sé auðvitað galið að veiðileyfagjöld hafa lækkað svo að þau standa ekki einu sinni undir rannsóknum og eftirliti með greininni sjálfri,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira