Er sjálfbærni – kvöð eða tækifæri? Eva Magnúsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Margir telja sig vita allan sannleikann um aldamótakynslóðina en þetta hefur verið sagt um þau: þau eru klár, hafa frumkvæði, eru verulega stafrænt þenkjandi, frumkvöðlar sem gera kröfur og vilja hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Þau klæðast frekar strigaskóm en háum hælum, elska avocado og umhverfið og eru háð Netflix. Hvað síðan er rétt af öllu ofansögðu getur verið gaman að ræða. En það ætlum við einmitt að gera á miðvikudag í Húsi atvinnulífsins. Við vitum að til að tryggja framtíðarviðskipti þurfa fyrirtæki að stunda heiðarlega viðskiptahætti og gera upplýsingamiðlun gagnsæja. Neytendur, með ungu kynslóðina í fararbroddi, taka í síauknum mæli upplýsta ákvörðun við kaup á vörum og þjónustu og velja frekar samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Fjárfestar gera að auki sífellt meiri kröfur um gagnsæjar og traustar upplýsingar á sjálfbærniþáttum og leggja áherslu á ábyrgar fjárfestingastefnur. Við ætlum að velta upp þeirri spurningu hvort sjálfbærni sé kvöð eða feli í sér tækifæri. Einnig ætlum við að svara spurningunni um það hvernig fyrirtækin geti tryggt að þau eigi samleið með ungu kynslóðinni. Við ætlum meðal annars að fjalla um breytingar í rekstrarumhverfi og upplýsingagjöf fyrirtækja þar sem leitast er við að nýta tækifæri sem felast í auknum kröfum og nýjum áherslum tengdum sjálfbærri þróun og samfélagslegri nýsköpun. Við ætlum líka að tala um fárhagslegan og ímyndarlegan ávinning fyrirtækja af sjálfbærni og fara með dæmisögum yfir ávinninginn, fjárhagslegan og ímyndarlegan sem allt tengist saman með nýrri kynslóð neytenda. Við hlökkum til að heyra reynslusögur úr atvinnulífinu þar sem Ásdís Björg Jónsdóttir, deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá Festi hf, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni ætla að segja frá því hvernig þau vinna að samfélagsábyrgð hjá sínum fyrirtækjum. Þau segja frá því hvernig þau hafa innleitt sjálfbærni í kjarnastarfsemi sinna fyrirtækja og hvernig þau standa að miðlun upplýsinga til hagaðila; þar á meðal viðskiptavina og fjárfesta. Fanney Karlsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og verkefnastjóri í Norræna húsinu verður fundarstjóri. Við störfum báðar sem ráðgjafar og höfum um nokkurra ára skeið aðstoðað fyrirtæki við stefnumótun og gerð samfélagsskýrslna og tengingu við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heims-markmiðin. Við viljum hafa áhrif á samfélag okkar og hlökkum til að sjá þig, málstofan er opin öllum og það er frítt inn.Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Podium ehf. og Viktoría Valdimarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Ábyrgum lausnum ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Upplýsingatækni Vinnumarkaður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Margir telja sig vita allan sannleikann um aldamótakynslóðina en þetta hefur verið sagt um þau: þau eru klár, hafa frumkvæði, eru verulega stafrænt þenkjandi, frumkvöðlar sem gera kröfur og vilja hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Þau klæðast frekar strigaskóm en háum hælum, elska avocado og umhverfið og eru háð Netflix. Hvað síðan er rétt af öllu ofansögðu getur verið gaman að ræða. En það ætlum við einmitt að gera á miðvikudag í Húsi atvinnulífsins. Við vitum að til að tryggja framtíðarviðskipti þurfa fyrirtæki að stunda heiðarlega viðskiptahætti og gera upplýsingamiðlun gagnsæja. Neytendur, með ungu kynslóðina í fararbroddi, taka í síauknum mæli upplýsta ákvörðun við kaup á vörum og þjónustu og velja frekar samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Fjárfestar gera að auki sífellt meiri kröfur um gagnsæjar og traustar upplýsingar á sjálfbærniþáttum og leggja áherslu á ábyrgar fjárfestingastefnur. Við ætlum að velta upp þeirri spurningu hvort sjálfbærni sé kvöð eða feli í sér tækifæri. Einnig ætlum við að svara spurningunni um það hvernig fyrirtækin geti tryggt að þau eigi samleið með ungu kynslóðinni. Við ætlum meðal annars að fjalla um breytingar í rekstrarumhverfi og upplýsingagjöf fyrirtækja þar sem leitast er við að nýta tækifæri sem felast í auknum kröfum og nýjum áherslum tengdum sjálfbærri þróun og samfélagslegri nýsköpun. Við ætlum líka að tala um fárhagslegan og ímyndarlegan ávinning fyrirtækja af sjálfbærni og fara með dæmisögum yfir ávinninginn, fjárhagslegan og ímyndarlegan sem allt tengist saman með nýrri kynslóð neytenda. Við hlökkum til að heyra reynslusögur úr atvinnulífinu þar sem Ásdís Björg Jónsdóttir, deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá Festi hf, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni ætla að segja frá því hvernig þau vinna að samfélagsábyrgð hjá sínum fyrirtækjum. Þau segja frá því hvernig þau hafa innleitt sjálfbærni í kjarnastarfsemi sinna fyrirtækja og hvernig þau standa að miðlun upplýsinga til hagaðila; þar á meðal viðskiptavina og fjárfesta. Fanney Karlsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og verkefnastjóri í Norræna húsinu verður fundarstjóri. Við störfum báðar sem ráðgjafar og höfum um nokkurra ára skeið aðstoðað fyrirtæki við stefnumótun og gerð samfélagsskýrslna og tengingu við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heims-markmiðin. Við viljum hafa áhrif á samfélag okkar og hlökkum til að sjá þig, málstofan er opin öllum og það er frítt inn.Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Podium ehf. og Viktoría Valdimarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Ábyrgum lausnum ehf.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar