Er sjálfbærni – kvöð eða tækifæri? Eva Magnúsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Margir telja sig vita allan sannleikann um aldamótakynslóðina en þetta hefur verið sagt um þau: þau eru klár, hafa frumkvæði, eru verulega stafrænt þenkjandi, frumkvöðlar sem gera kröfur og vilja hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Þau klæðast frekar strigaskóm en háum hælum, elska avocado og umhverfið og eru háð Netflix. Hvað síðan er rétt af öllu ofansögðu getur verið gaman að ræða. En það ætlum við einmitt að gera á miðvikudag í Húsi atvinnulífsins. Við vitum að til að tryggja framtíðarviðskipti þurfa fyrirtæki að stunda heiðarlega viðskiptahætti og gera upplýsingamiðlun gagnsæja. Neytendur, með ungu kynslóðina í fararbroddi, taka í síauknum mæli upplýsta ákvörðun við kaup á vörum og þjónustu og velja frekar samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Fjárfestar gera að auki sífellt meiri kröfur um gagnsæjar og traustar upplýsingar á sjálfbærniþáttum og leggja áherslu á ábyrgar fjárfestingastefnur. Við ætlum að velta upp þeirri spurningu hvort sjálfbærni sé kvöð eða feli í sér tækifæri. Einnig ætlum við að svara spurningunni um það hvernig fyrirtækin geti tryggt að þau eigi samleið með ungu kynslóðinni. Við ætlum meðal annars að fjalla um breytingar í rekstrarumhverfi og upplýsingagjöf fyrirtækja þar sem leitast er við að nýta tækifæri sem felast í auknum kröfum og nýjum áherslum tengdum sjálfbærri þróun og samfélagslegri nýsköpun. Við ætlum líka að tala um fárhagslegan og ímyndarlegan ávinning fyrirtækja af sjálfbærni og fara með dæmisögum yfir ávinninginn, fjárhagslegan og ímyndarlegan sem allt tengist saman með nýrri kynslóð neytenda. Við hlökkum til að heyra reynslusögur úr atvinnulífinu þar sem Ásdís Björg Jónsdóttir, deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá Festi hf, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni ætla að segja frá því hvernig þau vinna að samfélagsábyrgð hjá sínum fyrirtækjum. Þau segja frá því hvernig þau hafa innleitt sjálfbærni í kjarnastarfsemi sinna fyrirtækja og hvernig þau standa að miðlun upplýsinga til hagaðila; þar á meðal viðskiptavina og fjárfesta. Fanney Karlsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og verkefnastjóri í Norræna húsinu verður fundarstjóri. Við störfum báðar sem ráðgjafar og höfum um nokkurra ára skeið aðstoðað fyrirtæki við stefnumótun og gerð samfélagsskýrslna og tengingu við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heims-markmiðin. Við viljum hafa áhrif á samfélag okkar og hlökkum til að sjá þig, málstofan er opin öllum og það er frítt inn.Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Podium ehf. og Viktoría Valdimarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Ábyrgum lausnum ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Upplýsingatækni Vinnumarkaður Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Margir telja sig vita allan sannleikann um aldamótakynslóðina en þetta hefur verið sagt um þau: þau eru klár, hafa frumkvæði, eru verulega stafrænt þenkjandi, frumkvöðlar sem gera kröfur og vilja hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Þau klæðast frekar strigaskóm en háum hælum, elska avocado og umhverfið og eru háð Netflix. Hvað síðan er rétt af öllu ofansögðu getur verið gaman að ræða. En það ætlum við einmitt að gera á miðvikudag í Húsi atvinnulífsins. Við vitum að til að tryggja framtíðarviðskipti þurfa fyrirtæki að stunda heiðarlega viðskiptahætti og gera upplýsingamiðlun gagnsæja. Neytendur, með ungu kynslóðina í fararbroddi, taka í síauknum mæli upplýsta ákvörðun við kaup á vörum og þjónustu og velja frekar samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Fjárfestar gera að auki sífellt meiri kröfur um gagnsæjar og traustar upplýsingar á sjálfbærniþáttum og leggja áherslu á ábyrgar fjárfestingastefnur. Við ætlum að velta upp þeirri spurningu hvort sjálfbærni sé kvöð eða feli í sér tækifæri. Einnig ætlum við að svara spurningunni um það hvernig fyrirtækin geti tryggt að þau eigi samleið með ungu kynslóðinni. Við ætlum meðal annars að fjalla um breytingar í rekstrarumhverfi og upplýsingagjöf fyrirtækja þar sem leitast er við að nýta tækifæri sem felast í auknum kröfum og nýjum áherslum tengdum sjálfbærri þróun og samfélagslegri nýsköpun. Við ætlum líka að tala um fárhagslegan og ímyndarlegan ávinning fyrirtækja af sjálfbærni og fara með dæmisögum yfir ávinninginn, fjárhagslegan og ímyndarlegan sem allt tengist saman með nýrri kynslóð neytenda. Við hlökkum til að heyra reynslusögur úr atvinnulífinu þar sem Ásdís Björg Jónsdóttir, deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá Festi hf, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni ætla að segja frá því hvernig þau vinna að samfélagsábyrgð hjá sínum fyrirtækjum. Þau segja frá því hvernig þau hafa innleitt sjálfbærni í kjarnastarfsemi sinna fyrirtækja og hvernig þau standa að miðlun upplýsinga til hagaðila; þar á meðal viðskiptavina og fjárfesta. Fanney Karlsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og verkefnastjóri í Norræna húsinu verður fundarstjóri. Við störfum báðar sem ráðgjafar og höfum um nokkurra ára skeið aðstoðað fyrirtæki við stefnumótun og gerð samfélagsskýrslna og tengingu við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heims-markmiðin. Við viljum hafa áhrif á samfélag okkar og hlökkum til að sjá þig, málstofan er opin öllum og það er frítt inn.Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Podium ehf. og Viktoría Valdimarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Ábyrgum lausnum ehf.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun