Segir sættir hafa tekist milli mannauðsstjóra og starfsmanna hjá Vinnueftirlitinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:03 Ummæli aðkeypts mannauðsráðgjafa um starfsmenn vinnuvéladeildar ollu mikilli reiði. Fréttablaðið/Anton Brink Hanna S. Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um stofnunina og óánægju starfsmanna þar undanfarna mánuði. Hefur meðal annars verið fjallað kvartanir starfsmanna vegna framkomu starfandi mannauðsstjóra sem kom frá ráðgjafafyrirtækinu Attentus. Var hann látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna kvörtuðu undan framkomu mannauðsstjórans en Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Kvörtuðu þeir undan ummælum sem mannauðsstjórinn á að hafa látið falla þegar trúnaðarmaður starfsmanna í vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins sagði honum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á mannauðsstjórinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Í tilkynningu Hönnu segir að mál sem varða samskipti innan Vinnueftirlitsins sem urðu í mars síðastliðnum þar sem ákveðins misskilnings gætti milli aðila hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Segir hún að Vinnueftirlitið vilji koma því á framfæri að vel hafi verið farið yfir málið með aðilum, meðal annars með utanaðkomandi fagaðilum, og hafi mannauðsstjóri og núverandi starfsmenn stofnunarinnar sem komu að málinu með beinum hætti náð sáttum sín á milli. „Það er vilji allra aðila, bæði mannauðsstjórans og viðkomandi starfsmanna Vinnueftirlitsins, að málið hafi engin neikvæð áhrif til framtíðar. Er litið svo á að málinu sé þar með lokið,“ segir í tilkynningunni. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. 11. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Hanna S. Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um stofnunina og óánægju starfsmanna þar undanfarna mánuði. Hefur meðal annars verið fjallað kvartanir starfsmanna vegna framkomu starfandi mannauðsstjóra sem kom frá ráðgjafafyrirtækinu Attentus. Var hann látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna kvörtuðu undan framkomu mannauðsstjórans en Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Kvörtuðu þeir undan ummælum sem mannauðsstjórinn á að hafa látið falla þegar trúnaðarmaður starfsmanna í vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins sagði honum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á mannauðsstjórinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Í tilkynningu Hönnu segir að mál sem varða samskipti innan Vinnueftirlitsins sem urðu í mars síðastliðnum þar sem ákveðins misskilnings gætti milli aðila hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Segir hún að Vinnueftirlitið vilji koma því á framfæri að vel hafi verið farið yfir málið með aðilum, meðal annars með utanaðkomandi fagaðilum, og hafi mannauðsstjóri og núverandi starfsmenn stofnunarinnar sem komu að málinu með beinum hætti náð sáttum sín á milli. „Það er vilji allra aðila, bæði mannauðsstjórans og viðkomandi starfsmanna Vinnueftirlitsins, að málið hafi engin neikvæð áhrif til framtíðar. Er litið svo á að málinu sé þar með lokið,“ segir í tilkynningunni.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. 11. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15
Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30
Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. 11. nóvember 2019 06:15