Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 20:30 Kelduskóla Korpu verður lokað nái tillagan fram að ganga. Fréttablaðið/Ernir Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. Skóla- og frístundaráð mun á fundi sínum á morgun taka afstöðu til tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt nokkurri andstöðu en foreldrar ætla í fyrramálið að aka bílum sínum um götur hverfisins til að sýna fram á hve mikið umferð og mengun muni aukast, nái tillagan fram að ganga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði skólastjóri Vættaskóla að fyrirhugaðar breytingar séu bæði djarfar og tímabærar. Þær byggi á vel ígrunduðu mati fagfólks og kvaðst vona að þær nái fram að ganga. Þá hafa fulltrúar meirihluta skóla- og frístundaráðs sagt samgöngubætur vera grundvallarforsendu fyrir því að breytingarnar verði að veruleika. Stór hluti foreldra og nemenda hefur verið á öðru máli og lýst miklum efasemdum um áformin. Fyrrverandi formaður nemendaráðs Kelduskóla Korpu skrifaði til að mynda grein sem birtist á Vísi í dag þar sem áformunum er mótmælt. Þá hafa 7. bekkingar í skólanum sent borgarstjóra bréf þar sem segir meðal annars að þeim finnist ekki sanngjarnt að til standi að loka skólanum á þeim forsendum að nemendur séu of fáir. „Við höfum verið læra um barnasáttmálann og í honum stendur að það eigi að hlusta á skoðanir barna og taka þeim alvarlega. Okkur líður vel í skólanum og okkur þykir vænt um skólann okkar,“ segir meðal annars í bréfi barnanna til borgarstjóra. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45 Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54 Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. Skóla- og frístundaráð mun á fundi sínum á morgun taka afstöðu til tillögu meirihlutans sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt nokkurri andstöðu en foreldrar ætla í fyrramálið að aka bílum sínum um götur hverfisins til að sýna fram á hve mikið umferð og mengun muni aukast, nái tillagan fram að ganga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði skólastjóri Vættaskóla að fyrirhugaðar breytingar séu bæði djarfar og tímabærar. Þær byggi á vel ígrunduðu mati fagfólks og kvaðst vona að þær nái fram að ganga. Þá hafa fulltrúar meirihluta skóla- og frístundaráðs sagt samgöngubætur vera grundvallarforsendu fyrir því að breytingarnar verði að veruleika. Stór hluti foreldra og nemenda hefur verið á öðru máli og lýst miklum efasemdum um áformin. Fyrrverandi formaður nemendaráðs Kelduskóla Korpu skrifaði til að mynda grein sem birtist á Vísi í dag þar sem áformunum er mótmælt. Þá hafa 7. bekkingar í skólanum sent borgarstjóra bréf þar sem segir meðal annars að þeim finnist ekki sanngjarnt að til standi að loka skólanum á þeim forsendum að nemendur séu of fáir. „Við höfum verið læra um barnasáttmálann og í honum stendur að það eigi að hlusta á skoðanir barna og taka þeim alvarlega. Okkur líður vel í skólanum og okkur þykir vænt um skólann okkar,“ segir meðal annars í bréfi barnanna til borgarstjóra.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45 Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54 Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
Stofnun unglingaskóla lykilatriði í þessum breytingum Faðir í Grafarvogi segir að ekkert hafi verið fjallað um faglegan þátt í kringum lokun Kelduskóla Korpu. 28. október 2019 23:45
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 22. október 2019 12:54
Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Meirihlutinn í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur samþykkti tillögu um breytt skólahald í norðanverðum Grafarvogi, mun skólahald í Korpuskóla leggjast af. 23. október 2019 06:30
Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36