NATO ekki heiladautt en þarf að aðlagast breyttum aðstæðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. nóvember 2019 19:00 Sir Stuart Peach, formaður hermálanefndar NATO. Vísir/Baldur Atlantshafsbandalagið er ekki heiladautt en þarf að aðlagast breyttum aðstæðum. Þetta segir formaður hermálanefndar bandalagsins. Emmanuel Macron Frakklandsforseti vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann sagði í viðtali við The Economist að Atlantshafsbandalagið, NATO, væri við það að verða heiladautt. Forsetinn sagði Evópuríki ekki lengur getað treyst á að Bandaríkin verndi sig. Evrópa þurfi þess í stað að skapa sér stöðu sem samheldið heimsafl. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og sögðust margir vera ósammála, til að mynda Angela Merkel Þýskalandskanslari. Hinn breski Stuart Peach, formaður hermálanefndar NATO, var ræðumaður á hádegisfundi Varðbergs í Norræna húsinu í dag. Hann sagði að nú, sjötíu árum frá stofnun NATO, ynni bandalagið stöðugt að því að aðlagast nýjum ógnum og breyttu umhverfi. Þörf væri á samstöðu þvert yfir Atlantshafið. „NATO heldur áfram að aðlagasig að heiminum, það er mitt svar [við ummælum Macrons]. Hluti af þessu aðlögunarferli er að þakka bandamönnum okkar í Bandaríkjunum og Kanada fyrir sitt fjölbreytta framlag,“ segir Peach. Peach segir þátttöku Íslands í NATO mikilvæga svo hægt sé að tryggja öryggi á Norður-Atlantshafi. „Smá einstaklingsframlög Íslendinga til Atlantshafsbandalagsverkefna eru afar mikilvæg. Við munum halda áfram að vinna með íslenskum yfirvöldum að því að aðlaga okkur nýjum ógnum og áskorunum.“ NATO Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Atlantshafsbandalagið er ekki heiladautt en þarf að aðlagast breyttum aðstæðum. Þetta segir formaður hermálanefndar bandalagsins. Emmanuel Macron Frakklandsforseti vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann sagði í viðtali við The Economist að Atlantshafsbandalagið, NATO, væri við það að verða heiladautt. Forsetinn sagði Evópuríki ekki lengur getað treyst á að Bandaríkin verndi sig. Evrópa þurfi þess í stað að skapa sér stöðu sem samheldið heimsafl. Ummælin féllu í grýttan jarðveg og sögðust margir vera ósammála, til að mynda Angela Merkel Þýskalandskanslari. Hinn breski Stuart Peach, formaður hermálanefndar NATO, var ræðumaður á hádegisfundi Varðbergs í Norræna húsinu í dag. Hann sagði að nú, sjötíu árum frá stofnun NATO, ynni bandalagið stöðugt að því að aðlagast nýjum ógnum og breyttu umhverfi. Þörf væri á samstöðu þvert yfir Atlantshafið. „NATO heldur áfram að aðlagasig að heiminum, það er mitt svar [við ummælum Macrons]. Hluti af þessu aðlögunarferli er að þakka bandamönnum okkar í Bandaríkjunum og Kanada fyrir sitt fjölbreytta framlag,“ segir Peach. Peach segir þátttöku Íslands í NATO mikilvæga svo hægt sé að tryggja öryggi á Norður-Atlantshafi. „Smá einstaklingsframlög Íslendinga til Atlantshafsbandalagsverkefna eru afar mikilvæg. Við munum halda áfram að vinna með íslenskum yfirvöldum að því að aðlaga okkur nýjum ógnum og áskorunum.“
NATO Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira