„Það var engum bannað að vera þarna“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2019 12:52 Frá fundinum í Laugardalshöll. Vísir/Frikki Viðvera meðlima úr stjórnarskrárfélaginu hafði engin áhrif fund um endurskoðunar stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll um liðna helgi. Þetta segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar sem segir meðlimi félagsins hafa dreift frumvarpi þeirra um breytingar á stjórnarskránni til þátttakenda fundarins. Fundurinn er liður í vinnu stjórnvalda í að breyta stjórnarskránni. Þátttakendur voru valdir handahófskennt og þurftu að svara könnun um sex efnisþætti sem varða stjórnarskrána, embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðarfrumkvæði, landsdóm og ákæruvald Alþingis, kjördæmaskipan og framsal valdheimilda. Eftir að umræður höfðu farið fram voru þátttakendur látnir svara könnuninni aftur. Er ætlunin að sjá hvort viðhorf þátttakenda til þessara efnisþátta breytist eftir að hafa tekið þátt í rökræðum. Má búast við frumniðurstöðu á næstu vikum en skýrslan lítur ekki dagsins ljóss fyrr en á nýju ári.Morgunblaðið greinir frá því í dag að meðlimir Stjórnarskrárfélagsins hafi fengið að fylgjast með fundinum og dreifa upplýsingum til þeirra sem sátu fundinn. Fengu þeir einnig að vera viðstaddir á fundinum sjálfum en máttu þó ekki taka þátt í umræðunum. Þeir gátu hins vegar talað við fólk þegar það tók sér hlé og stóð upp frá borðunum þar sem umræðurnar fóru fram. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Félagsvísindastofnunar, segir þetta ekki hafa haft áhrif á fundinn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræðunum nema þeim sem voru valdir í úrtakið,“ segir Guðbjörg Andrea. Hún segir ósköp eðlilegt að ræða tillögur stjórnlagaráðs í tengslum við þessa vinnu. „Það var auðvitað verið að fjalla um heilmikið af tillögum sem eru úr þeim tillögum líka. Ég held að það hafi ekki verið nein óeðlileg áhrif.“ Einn úr úrtakinu kvartaði þó í fjölmiðlum að honum hefði verið bannað að ræða tillögur stjórnarskrárfélagsins. „Það hefur verið einhver misskilningur. Við heyrðum að það var einhver umræða í gangi þannig að við tókum það alveg sérstaklega fram að það væri ekkert að því að ræða þessar tillögur. Enda tengist það beint endurskoðun á stjórnarskrá.“ Reykjavík Stjórnarskrá Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Viðvera meðlima úr stjórnarskrárfélaginu hafði engin áhrif fund um endurskoðunar stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll um liðna helgi. Þetta segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar sem segir meðlimi félagsins hafa dreift frumvarpi þeirra um breytingar á stjórnarskránni til þátttakenda fundarins. Fundurinn er liður í vinnu stjórnvalda í að breyta stjórnarskránni. Þátttakendur voru valdir handahófskennt og þurftu að svara könnun um sex efnisþætti sem varða stjórnarskrána, embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðarfrumkvæði, landsdóm og ákæruvald Alþingis, kjördæmaskipan og framsal valdheimilda. Eftir að umræður höfðu farið fram voru þátttakendur látnir svara könnuninni aftur. Er ætlunin að sjá hvort viðhorf þátttakenda til þessara efnisþátta breytist eftir að hafa tekið þátt í rökræðum. Má búast við frumniðurstöðu á næstu vikum en skýrslan lítur ekki dagsins ljóss fyrr en á nýju ári.Morgunblaðið greinir frá því í dag að meðlimir Stjórnarskrárfélagsins hafi fengið að fylgjast með fundinum og dreifa upplýsingum til þeirra sem sátu fundinn. Fengu þeir einnig að vera viðstaddir á fundinum sjálfum en máttu þó ekki taka þátt í umræðunum. Þeir gátu hins vegar talað við fólk þegar það tók sér hlé og stóð upp frá borðunum þar sem umræðurnar fóru fram. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Félagsvísindastofnunar, segir þetta ekki hafa haft áhrif á fundinn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræðunum nema þeim sem voru valdir í úrtakið,“ segir Guðbjörg Andrea. Hún segir ósköp eðlilegt að ræða tillögur stjórnlagaráðs í tengslum við þessa vinnu. „Það var auðvitað verið að fjalla um heilmikið af tillögum sem eru úr þeim tillögum líka. Ég held að það hafi ekki verið nein óeðlileg áhrif.“ Einn úr úrtakinu kvartaði þó í fjölmiðlum að honum hefði verið bannað að ræða tillögur stjórnarskrárfélagsins. „Það hefur verið einhver misskilningur. Við heyrðum að það var einhver umræða í gangi þannig að við tókum það alveg sérstaklega fram að það væri ekkert að því að ræða þessar tillögur. Enda tengist það beint endurskoðun á stjórnarskrá.“
Reykjavík Stjórnarskrá Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira