Fabinho sýndi nýja hlið á sér Hjörvar Ólafsson skrifar 11. nóvember 2019 10:00 Fabinho glaður í bragði í gær. vísir/getty Enski boltinn Brasilíski varnartengiliðurinn Fabinho kom Liverpool á bragðið þegar liðið sigraði Manchester City með þremur mörkum gegn einu í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Fabinho kom til Liverpool frá Monaco fyrir síðustu leiktíð en Jürgen Klopp gaf sér góðan tíma til þess að venja Brasilíumanninn við hraðann á Englandi. Eftir aðlögunartímann óx honum ásmegin með hverjum leiknum sem hann spilaði og í dag er hann orðinn eitt af fyrstu nöfnum á blaði þegar Klopp velur byrjunarlið sitt. Auk þess að skora huggulegt mark í leiknum gegn Manchester City var hann óþreytandi við að brjóta niður sóknir Manchester City. Pep Linders, aðstoðarmaður Klopps, lýsti nýlega yfir dálæti sínu á Fabinho en þar sagði hann að leikskilningur hans væri mikill og brasilíski landsliðsmaðurinn væri góður í að koma skikki á hlutina þegar óreiða væri á spili liðsins. Fabinho ólst upp hjá Fluminese í heimalandi sínu og færði sig svo um set til Rio Ave. Eftir einungis mánaðar veru hjá Rio Ave söðlaði hann um og gekk til liðs við Real Madrid þar sem hann spilaði með varaliðinu og einn leik með aðalliðinu. Þegar ljóst var að hann myndi ekki fá brautargengi hjá Real Madrid hélt hann í herbúðir Monaco þar sem hann sprakk út.Jardim tók heillavænlega ákvörðun fyrir Fabinho Auk þess að geta leikið sem varnartengiliður getur hann hæglega leyst stöðu miðvarðar en framan af ferli sínum spilaði hann sem hægri bakvörður. Það var svo Leonardo Jardim þjálfari hans hjá Monaco sem færði Fabinho inn á svæðið með góðum árangri. Fabinho sér líklega ekki eftir því þar sem hann er að spila sem djúpur miðjumaður hjá Liverpool sem er ríkjandi meistari í Meistaradeild Evrópu og með níu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fabinho varð franskur meistari með Monaco vorið 2017 en á því keppnistímabili fór liðið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem Juventus sló liðið úr leik. Frammistaða Fabinho með Monaco vakti athygli liða í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði kost á því að ganga til liðs við Manchester United og Arsenal en liðsfélagi hans hjá brasilíska landsliðinu, Roberto Firmino, náði að sannfæra Fabinho um að koma til Liverpool. Firmino sendi Fabinho skilaboð þar sem hann sagði að Klopp væri kröfuharður stjóri sem myndi sjá til þess að hann myndi ná miklum framförum. Þar reyndist Firmino klárlega sannspár. Þá hefur það líklega átt sinn þátt í ákvörðun Fabinhos að á sama tíma gekk samlandi hans og samherji í brasilíska landsliðinu, Alisson Becker, til liðs við Liverpool. Fabinho hefur aðlagast vel hjá Liverpool og er hvers manns hugljúfi. Gott orð fer af honum hjá leikmönnum sem hann spilar með, stuðningsmönnum og fjölmiðlamönnum. Hann hefur fengið nokkur gælunöfn innan leikmannahópsins en Virgil van Dijk kallar hann Inspector Gadget þar sem langar lappir eru alltaf fyrir sóknaraðgerðum andstæðinganna.Lykilmaður í leikstíl Liverpool Hann fékk það hlutverk að leysa Emre Can, sem fór til Juventus, af hólmi en tilkynnt var um komu hans tveimur dögum eftir tap Liverpool á móti Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Klopp sagði þá í viðtali við sjónvarpsstöð Liverpool að félagið væri bæði að fá hágæða leikmann inn á miðsvæðið hjá sér sem og frábæra persónu sem myndi smita frá sér með þægilegri nærveru utan vallar. Ein af ástæðum þess að Liverpool hefur einungis fengið á sig níu mörk í deildinni á yfirstandandi leiktíð er spilamennska Fabinhos sem bindur saman vörn og miðju liðsins. Leikstíll Liverpool gengur meðal annars út á það að fara hátt upp með bakverðina og þá er mikilvægt að hafa öflugan varnartengilið til þess að aðstoða miðverði liðsins í varnarleiknum. Liverpool spilar af mikilli ákefð og vill pressa andstæðinga sína hátt á vellinum og Klopp veitir leikmönnum sínum frjálsræði í því að sækja þegar það á við. Fabinho er hins vegar akkerið sem er oftar en ekki á réttum stað til þess að hindra skyndisóknir liðanna sem Liverpool leikur við. Þegar Fabinho vinnur boltann er hann afar góður í að skila boltanum frá sér og hann er miðpunktur í uppspili Liverpool. Hann gerir leikmenn í kringum sig betri bæði með því að sinna varnarvinnunni á fullkominn hátt og sem tengiliður í spili. Fabinho skilaði til að mynda 30 af þeim 36 sendingum sem hann framkvæmdi á samherja sinni í sigrinum gegn Manchester City í gær. Fabinho líður greinilega mjög vel á heimavelli Liverpool, Anfield, en liðið hefur borið sigurorð í öllum þeim 17 deildarleikjum þar sem hann hefur verið í byrjunarliði þar. Flestir fjölmiðlar sem fjölluðu um sigur Liverpool á móti Manchester City í gær voru á því að Fabinho hefði verið besti leikmaðurinn í leiknum. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira
Enski boltinn Brasilíski varnartengiliðurinn Fabinho kom Liverpool á bragðið þegar liðið sigraði Manchester City með þremur mörkum gegn einu í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla. Fabinho kom til Liverpool frá Monaco fyrir síðustu leiktíð en Jürgen Klopp gaf sér góðan tíma til þess að venja Brasilíumanninn við hraðann á Englandi. Eftir aðlögunartímann óx honum ásmegin með hverjum leiknum sem hann spilaði og í dag er hann orðinn eitt af fyrstu nöfnum á blaði þegar Klopp velur byrjunarlið sitt. Auk þess að skora huggulegt mark í leiknum gegn Manchester City var hann óþreytandi við að brjóta niður sóknir Manchester City. Pep Linders, aðstoðarmaður Klopps, lýsti nýlega yfir dálæti sínu á Fabinho en þar sagði hann að leikskilningur hans væri mikill og brasilíski landsliðsmaðurinn væri góður í að koma skikki á hlutina þegar óreiða væri á spili liðsins. Fabinho ólst upp hjá Fluminese í heimalandi sínu og færði sig svo um set til Rio Ave. Eftir einungis mánaðar veru hjá Rio Ave söðlaði hann um og gekk til liðs við Real Madrid þar sem hann spilaði með varaliðinu og einn leik með aðalliðinu. Þegar ljóst var að hann myndi ekki fá brautargengi hjá Real Madrid hélt hann í herbúðir Monaco þar sem hann sprakk út.Jardim tók heillavænlega ákvörðun fyrir Fabinho Auk þess að geta leikið sem varnartengiliður getur hann hæglega leyst stöðu miðvarðar en framan af ferli sínum spilaði hann sem hægri bakvörður. Það var svo Leonardo Jardim þjálfari hans hjá Monaco sem færði Fabinho inn á svæðið með góðum árangri. Fabinho sér líklega ekki eftir því þar sem hann er að spila sem djúpur miðjumaður hjá Liverpool sem er ríkjandi meistari í Meistaradeild Evrópu og með níu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fabinho varð franskur meistari með Monaco vorið 2017 en á því keppnistímabili fór liðið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem Juventus sló liðið úr leik. Frammistaða Fabinho með Monaco vakti athygli liða í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði kost á því að ganga til liðs við Manchester United og Arsenal en liðsfélagi hans hjá brasilíska landsliðinu, Roberto Firmino, náði að sannfæra Fabinho um að koma til Liverpool. Firmino sendi Fabinho skilaboð þar sem hann sagði að Klopp væri kröfuharður stjóri sem myndi sjá til þess að hann myndi ná miklum framförum. Þar reyndist Firmino klárlega sannspár. Þá hefur það líklega átt sinn þátt í ákvörðun Fabinhos að á sama tíma gekk samlandi hans og samherji í brasilíska landsliðinu, Alisson Becker, til liðs við Liverpool. Fabinho hefur aðlagast vel hjá Liverpool og er hvers manns hugljúfi. Gott orð fer af honum hjá leikmönnum sem hann spilar með, stuðningsmönnum og fjölmiðlamönnum. Hann hefur fengið nokkur gælunöfn innan leikmannahópsins en Virgil van Dijk kallar hann Inspector Gadget þar sem langar lappir eru alltaf fyrir sóknaraðgerðum andstæðinganna.Lykilmaður í leikstíl Liverpool Hann fékk það hlutverk að leysa Emre Can, sem fór til Juventus, af hólmi en tilkynnt var um komu hans tveimur dögum eftir tap Liverpool á móti Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Klopp sagði þá í viðtali við sjónvarpsstöð Liverpool að félagið væri bæði að fá hágæða leikmann inn á miðsvæðið hjá sér sem og frábæra persónu sem myndi smita frá sér með þægilegri nærveru utan vallar. Ein af ástæðum þess að Liverpool hefur einungis fengið á sig níu mörk í deildinni á yfirstandandi leiktíð er spilamennska Fabinhos sem bindur saman vörn og miðju liðsins. Leikstíll Liverpool gengur meðal annars út á það að fara hátt upp með bakverðina og þá er mikilvægt að hafa öflugan varnartengilið til þess að aðstoða miðverði liðsins í varnarleiknum. Liverpool spilar af mikilli ákefð og vill pressa andstæðinga sína hátt á vellinum og Klopp veitir leikmönnum sínum frjálsræði í því að sækja þegar það á við. Fabinho er hins vegar akkerið sem er oftar en ekki á réttum stað til þess að hindra skyndisóknir liðanna sem Liverpool leikur við. Þegar Fabinho vinnur boltann er hann afar góður í að skila boltanum frá sér og hann er miðpunktur í uppspili Liverpool. Hann gerir leikmenn í kringum sig betri bæði með því að sinna varnarvinnunni á fullkominn hátt og sem tengiliður í spili. Fabinho skilaði til að mynda 30 af þeim 36 sendingum sem hann framkvæmdi á samherja sinni í sigrinum gegn Manchester City í gær. Fabinho líður greinilega mjög vel á heimavelli Liverpool, Anfield, en liðið hefur borið sigurorð í öllum þeim 17 deildarleikjum þar sem hann hefur verið í byrjunarliði þar. Flestir fjölmiðlar sem fjölluðu um sigur Liverpool á móti Manchester City í gær voru á því að Fabinho hefði verið besti leikmaðurinn í leiknum.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira