Dæmi um að brotið hafi verið á rétti au-pair stúlkna hér á landi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 18:45 Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pairleyfum á síðustu árum sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem fólkið dvelur. Útlendingastofnun sér um útgáfu dvalarleyfa á grundvelli vistráðninga en það eru leyfi fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til að koma hingað til lands sem au-pair.Vísir/HafsteinnÁ síðustu árum hefur umsóknum um slík leyfi fjölgað hratt. Þannig bárust á síðasta ári 129 umsóknir. Frá byrjun þessa árs og fram í september hafa borist 79 umsóknir. Af þeim leyfum sem hafa verið gefin út hafa 75 leyfi verið gefin út til Filippseyinga. „Það sem við heyrum er það að þetta séu svona orð frá orði berist á milli manna að það sé gott að vera hér og þessi hópur leitar þá hingað í kjölfarið en þessar ráðningar virðast að mestu leyti fara fram í gegnum svona samfélagsmiðla eða einstaklinga sem að þekkja til hvers annars,“ segir Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar. Þorsteinn segir að í flestum tilfellum gangi allt vel en þó séu dæmi um að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem hingað hafa komið. „Það eru þá mál þar sem viðkomandi er hugsanlega að vinna of mikið eða er ekki með réttan aðbúnað. Til dæmis hann fær ekki herbergi eins og hann á að fá samkvæmt reglugerðinni. Heldur þarf kannski að deila herbergi með börnum. Það getur verið það að hann fái ekki sína frídaga og það eru helst þannig mál sem að hafa komið upp en svo náttúrlega er þetta í ljósi þessara aðstæðna er þetta mjög jaðarsettur hópur, og getur hugsanlega, getur verið auðvelt að lenda í einhverskonar misbeitingu,“ segir Þorsteinn. Ef grunur er um brot hefur Útlendingastofnun tæki til að nýta sér. „Útlendingastofnun hefur heimildir til þess að óska eftir því við lögreglu að þeir fari að kanna aðstæður, sem við gerum ekki kerfisbundið en ef við fáum ábendingar um það að það sé eitthvað óeðlilegt í gangi þá bregðumst við við að sjálfsögðu,“ segir Þorsteinn og að þessar heimildir hafi verið nýttar og lögregla farið inn á heimili fólks til að skoða aðstæður. Filippseyjar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pairleyfum á síðustu árum sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem fólkið dvelur. Útlendingastofnun sér um útgáfu dvalarleyfa á grundvelli vistráðninga en það eru leyfi fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til að koma hingað til lands sem au-pair.Vísir/HafsteinnÁ síðustu árum hefur umsóknum um slík leyfi fjölgað hratt. Þannig bárust á síðasta ári 129 umsóknir. Frá byrjun þessa árs og fram í september hafa borist 79 umsóknir. Af þeim leyfum sem hafa verið gefin út hafa 75 leyfi verið gefin út til Filippseyinga. „Það sem við heyrum er það að þetta séu svona orð frá orði berist á milli manna að það sé gott að vera hér og þessi hópur leitar þá hingað í kjölfarið en þessar ráðningar virðast að mestu leyti fara fram í gegnum svona samfélagsmiðla eða einstaklinga sem að þekkja til hvers annars,“ segir Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar. Þorsteinn segir að í flestum tilfellum gangi allt vel en þó séu dæmi um að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem hingað hafa komið. „Það eru þá mál þar sem viðkomandi er hugsanlega að vinna of mikið eða er ekki með réttan aðbúnað. Til dæmis hann fær ekki herbergi eins og hann á að fá samkvæmt reglugerðinni. Heldur þarf kannski að deila herbergi með börnum. Það getur verið það að hann fái ekki sína frídaga og það eru helst þannig mál sem að hafa komið upp en svo náttúrlega er þetta í ljósi þessara aðstæðna er þetta mjög jaðarsettur hópur, og getur hugsanlega, getur verið auðvelt að lenda í einhverskonar misbeitingu,“ segir Þorsteinn. Ef grunur er um brot hefur Útlendingastofnun tæki til að nýta sér. „Útlendingastofnun hefur heimildir til þess að óska eftir því við lögreglu að þeir fari að kanna aðstæður, sem við gerum ekki kerfisbundið en ef við fáum ábendingar um það að það sé eitthvað óeðlilegt í gangi þá bregðumst við við að sjálfsögðu,“ segir Þorsteinn og að þessar heimildir hafi verið nýttar og lögregla farið inn á heimili fólks til að skoða aðstæður.
Filippseyjar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent