Ungmenni mótmæltu svörtum föstudegi á Glerártorgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2019 22:15 Ungmenni á Akureyri gengu fylktu liði að Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi í dag til að mótmæla óþarfa neyslu á hinum svokallaða svarta föstudegi. Unga fólkið hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Undanfarna föstudaga hafa ungmenni á Akureyri komið saman á Ráðhústorgi, til að taka þátt í alheimsverkfalli vegna loftslagsbreytinga. Á því var engin breyting í dag Krafist er aðgerða í loftslagsmálum og fyrir mótmælendum á Akureyri fer hin fjórtán ára gamla Þorbjörg Þóroddsdóttir. Hún hefur mætt á hver einuststu föstudagsmótmæli enda er áhyggjufull yfir framtíðinni, verði ekkert gert til að stemma í stigu við loftslagsbreytingar. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að við deyjum öll. Mér finnst oft eins og það sé litið á það sem gerist sé að nokkrar plöntur deyji en þetta er miklu alvarlega en það. Vatnið súrnar og við höfum ekkert að borða. Við munum bara öll deyja út ef við gerum ekkert í þessu.“Finnst þér vera á ykkur hlustað? „Ekki nógu mikið.“Þorbjörg Þóroddsdóttir krefst aðgerða í loftslagsmálum.Vísir/Tryggvi.Frá Ráðhústorgi var gengið yfir á Glerártorg þar sem óþarfa neyslu á svörtum föstudegi var mótmælt. Með því vildu mótmælendur standa fyrir vitundarvakningu á skaðsemi mikillar neyslu á umhverfið. „Þetta er ein af grunnrótum loftslagsvandanum í dag. Það er neysla Vesturlandabúa þannig að það er til mikils að mótmæla þessu,“ segir Harpa Barkardóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.Haldið þið að þessi skilaboð nái til þeirra sem eru að versla hérna í dag? „Já, það held ég. Fólk tók vel eftir okkur þarna inni.“ Skilaboð mótmælenda á tilboðsdeginum mikla voru afar skýr.„Þetta er bara neysluveisla sem við ættum öll að sniðganga.“ Akureyri Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Ungmenni á Akureyri gengu fylktu liði að Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi í dag til að mótmæla óþarfa neyslu á hinum svokallaða svarta föstudegi. Unga fólkið hefur miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Undanfarna föstudaga hafa ungmenni á Akureyri komið saman á Ráðhústorgi, til að taka þátt í alheimsverkfalli vegna loftslagsbreytinga. Á því var engin breyting í dag Krafist er aðgerða í loftslagsmálum og fyrir mótmælendum á Akureyri fer hin fjórtán ára gamla Þorbjörg Þóroddsdóttir. Hún hefur mætt á hver einuststu föstudagsmótmæli enda er áhyggjufull yfir framtíðinni, verði ekkert gert til að stemma í stigu við loftslagsbreytingar. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að við deyjum öll. Mér finnst oft eins og það sé litið á það sem gerist sé að nokkrar plöntur deyji en þetta er miklu alvarlega en það. Vatnið súrnar og við höfum ekkert að borða. Við munum bara öll deyja út ef við gerum ekkert í þessu.“Finnst þér vera á ykkur hlustað? „Ekki nógu mikið.“Þorbjörg Þóroddsdóttir krefst aðgerða í loftslagsmálum.Vísir/Tryggvi.Frá Ráðhústorgi var gengið yfir á Glerártorg þar sem óþarfa neyslu á svörtum föstudegi var mótmælt. Með því vildu mótmælendur standa fyrir vitundarvakningu á skaðsemi mikillar neyslu á umhverfið. „Þetta er ein af grunnrótum loftslagsvandanum í dag. Það er neysla Vesturlandabúa þannig að það er til mikils að mótmæla þessu,“ segir Harpa Barkardóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.Haldið þið að þessi skilaboð nái til þeirra sem eru að versla hérna í dag? „Já, það held ég. Fólk tók vel eftir okkur þarna inni.“ Skilaboð mótmælenda á tilboðsdeginum mikla voru afar skýr.„Þetta er bara neysluveisla sem við ættum öll að sniðganga.“
Akureyri Loftslagsmál Neytendur Tengdar fréttir Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00 Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00 Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Verslunin sem hafnar svörtum föstudegi Eigendur verslunarinnar Vistveru við Bústaðaveg ætla ekki að taka þátt í hinum svokallaða "svarta föstudegi“, þvert á þá þróun sem virðist hafa orðið meðal verslana á íslenskum markaði. 28. nóvember 2019 16:00
Loftslagsverkfall: „Við verðum hérna alla föstudaga þar til gripið er til aðgerða“ Fjöldi íslenskra stúdenta komu saman á Austurvelli í hádeginu í dag í fyrsta loftslagsverkfalli ungmenna hér á landi. Skilboðin voru skýr: stjórnvöld þurfa að bregast stax við neyðarástandi í loftlagsmálum. Framtíð þeirra sé í húfi. 22. febrúar 2019 19:00
Gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir aðgerðarleysi Umhverfisaðgerðarsinninn Greta Thunberg gagnrýndi leiðtoga Evrópusambandsins fyrir að hafa haldið þrjár neyðarfundi til að ræða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en engan tileinkaðan þeirri ógn sem steðjar að vegna loftslagsbreytinga. 16. apríl 2019 17:03