Kenna lestur með nýrri tækni í grunnskólunum í Breiðholti Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. nóvember 2019 07:15 Nemendur eru paraðir saman og lesa upp fyrir hvert annað þegar notuð er PALS lestrarkennsla. „Skólastarfið er þróunarstarf og við erum sífellt að leita leiða til að auka árangur nemenda okkar,“ segir Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla. Skólinn skrifaði nýlega undir starfssamning um innleiðingu nýrrar kennsluaðferðar í lestri ásamt fjórum öðrum grunnskólum hverfisins, Ölduselsskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Aðferðin, PALS, hentar að sögn Lovísu Guðrúnar vel í kennslu fjölbreyttra nemendahópa. „Nemendur vinna saman í pörum og eru paraðir saman út frá lestrarfærni þannig að allir fá lesefni við hæfi sem er lykilforsenda þess að árangur náist,“ segir Lovísa. „Nemendur vinna tveir og tveir saman eftir fyrirfram ákveðnu ferli. PALS-aðferðin eða Pör að læra saman, einkennist af skýrri uppbyggingu kennslustunda þar sem áhersla er á virkni nemenda allan tímann,“ segir hún og bætir við að aðferðin geti veitt nemendum öryggi því hún felur í sér að börnin viti hvernig kennslustundin er uppbyggð.PALS-lestrartæknin hentar einkar vel þar sem er fjölbreyttur hópur nemenda.„Nemendur vita alltaf hvað kemur næst í vinnuferlinu. Það að vita ekki hvað á að gera næst getur orsakað óöryggi hjá sumum nemendum,“ segir hún. Kennslan fer þannig fram að þeir nemendur sem paraðir eru saman lesa til skiptis upp hvor fyrir annan og eru leiðréttir af félaga sínum ef þeir lesa rangt orð eða hljóð. Reglulegt hrós er einnig hluti af aðferðinni og er gefið samhliða lestrinum til að hvetja nemendur áfram. Hulda Karen Daníelsdóttir átti frumkvæði að innleiðingu PALS á Íslandi og segir hún rannsóknir benda til þess að flestir nemendur sem noti aðferðina sýni meiri framfarir í námi en þeir sem ekki nota hana. Hulda Karen gefur grunnskólum í Breiðholti námskeiðin sem kennararnir sækja í námstækninni en skólarnir greiða sjálfir fyrir námsefnið sem notað er. Hún segir PALS gagnast vel alls staðar en að Breiðholtið sé góður staður til að byrja á. „Ástæðan fyrir gjöfinni er fyrst og fremst sú að í grunnskólunum í Breiðholtinu stundar einstaklega fjölbreyttur nemendahópur nám og PALS, sem er raunprófuð aðferð, nýtist sérlega vel við þannig aðstæður,“ segir Hulda. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
„Skólastarfið er þróunarstarf og við erum sífellt að leita leiða til að auka árangur nemenda okkar,“ segir Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla. Skólinn skrifaði nýlega undir starfssamning um innleiðingu nýrrar kennsluaðferðar í lestri ásamt fjórum öðrum grunnskólum hverfisins, Ölduselsskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Aðferðin, PALS, hentar að sögn Lovísu Guðrúnar vel í kennslu fjölbreyttra nemendahópa. „Nemendur vinna saman í pörum og eru paraðir saman út frá lestrarfærni þannig að allir fá lesefni við hæfi sem er lykilforsenda þess að árangur náist,“ segir Lovísa. „Nemendur vinna tveir og tveir saman eftir fyrirfram ákveðnu ferli. PALS-aðferðin eða Pör að læra saman, einkennist af skýrri uppbyggingu kennslustunda þar sem áhersla er á virkni nemenda allan tímann,“ segir hún og bætir við að aðferðin geti veitt nemendum öryggi því hún felur í sér að börnin viti hvernig kennslustundin er uppbyggð.PALS-lestrartæknin hentar einkar vel þar sem er fjölbreyttur hópur nemenda.„Nemendur vita alltaf hvað kemur næst í vinnuferlinu. Það að vita ekki hvað á að gera næst getur orsakað óöryggi hjá sumum nemendum,“ segir hún. Kennslan fer þannig fram að þeir nemendur sem paraðir eru saman lesa til skiptis upp hvor fyrir annan og eru leiðréttir af félaga sínum ef þeir lesa rangt orð eða hljóð. Reglulegt hrós er einnig hluti af aðferðinni og er gefið samhliða lestrinum til að hvetja nemendur áfram. Hulda Karen Daníelsdóttir átti frumkvæði að innleiðingu PALS á Íslandi og segir hún rannsóknir benda til þess að flestir nemendur sem noti aðferðina sýni meiri framfarir í námi en þeir sem ekki nota hana. Hulda Karen gefur grunnskólum í Breiðholti námskeiðin sem kennararnir sækja í námstækninni en skólarnir greiða sjálfir fyrir námsefnið sem notað er. Hún segir PALS gagnast vel alls staðar en að Breiðholtið sé góður staður til að byrja á. „Ástæðan fyrir gjöfinni er fyrst og fremst sú að í grunnskólunum í Breiðholtinu stundar einstaklega fjölbreyttur nemendahópur nám og PALS, sem er raunprófuð aðferð, nýtist sérlega vel við þannig aðstæður,“ segir Hulda.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira