Hjón deildu titlinum Eiður Þór Árnason skrifar 28. nóvember 2019 19:40 Hjónin Bjarney Harðardóttir og Helgi Rúnar Óskarsson hafa staðið fyrir endurskipulagningu á rekstri 66°Norður. ÍMARK Hjónin Bjarney Harðardóttir og Helgi Rúnar Óskarsson, eigendur 66°Norður, hlutu í kvöld verðlaunin Markaðsmaður ársins á Íslensku markaðsverðlaununum. Verðlaunin voru afhent í Gamla bíói við hátíðlega athöfn og er þetta í annað sinn frá því að verðlaunin voru fyrst veitt árið 1981 sem hjón deila þeim. Verðlaunin eru veitt af ÍMARK, samtökum íslensks markaðsfólks og eru ætluð þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á líðandi ári, er segir í tilkynningu frá ÍMARK. Þar kemur fram að Sjóklæðagerð Íslands hafi verið stofnuð á 66. breiddargráðu á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1926 af Hans Kristjánssyni sem ferðaðist til Noregs til að læra að sauma sjóföt. Tæp níu ár eru frá því að Helgi og Bjarney komu að félaginu. Í fyrra fengu þau bandarískan fjárfestingarsjóð til að koma með aukið fjármagn inn í félagið. Einnig naut það þekkingar og reynslu sjóðsins af því að byggja upp virt vörumerki í fatageiranum. Í kjölfarið var öll starfsemi fyrirtækisins endurskipulögð með það að markmiði að styrkja innviði þess svo það væri betur í stakk búið til að vaxa enn frekar á erlendri grundu. Mikil vinna er sögð hafa verið lögð í hönnun og vöruþróun fyrirtækisins en vörur 66°Norður hafa verið í boði í mörgum af virtustu verslunum heims í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan, er fram kemur í tilkynningunni. Vörur félagsins einnig sagðar hafa fengið einróma lof í erlendum fjölmiðlum víða um heim.Uppfært klukkan 21:15. Fréttin var leiðrétt í ljósi þess að sú fullyrðing að Bjarney og Helgi hafi verið fyrstu hjónin til að deila verðlaununum, eins og því var haldið fram í tilkynningu ÍMARK, reyndist röng. Hjónin Bjössi og Hafdís í World Class deildu einnig titilinum árið 2006. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Hjónin Bjarney Harðardóttir og Helgi Rúnar Óskarsson, eigendur 66°Norður, hlutu í kvöld verðlaunin Markaðsmaður ársins á Íslensku markaðsverðlaununum. Verðlaunin voru afhent í Gamla bíói við hátíðlega athöfn og er þetta í annað sinn frá því að verðlaunin voru fyrst veitt árið 1981 sem hjón deila þeim. Verðlaunin eru veitt af ÍMARK, samtökum íslensks markaðsfólks og eru ætluð þeim einstaklingi sem þykir hafa sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á líðandi ári, er segir í tilkynningu frá ÍMARK. Þar kemur fram að Sjóklæðagerð Íslands hafi verið stofnuð á 66. breiddargráðu á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1926 af Hans Kristjánssyni sem ferðaðist til Noregs til að læra að sauma sjóföt. Tæp níu ár eru frá því að Helgi og Bjarney komu að félaginu. Í fyrra fengu þau bandarískan fjárfestingarsjóð til að koma með aukið fjármagn inn í félagið. Einnig naut það þekkingar og reynslu sjóðsins af því að byggja upp virt vörumerki í fatageiranum. Í kjölfarið var öll starfsemi fyrirtækisins endurskipulögð með það að markmiði að styrkja innviði þess svo það væri betur í stakk búið til að vaxa enn frekar á erlendri grundu. Mikil vinna er sögð hafa verið lögð í hönnun og vöruþróun fyrirtækisins en vörur 66°Norður hafa verið í boði í mörgum af virtustu verslunum heims í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan, er fram kemur í tilkynningunni. Vörur félagsins einnig sagðar hafa fengið einróma lof í erlendum fjölmiðlum víða um heim.Uppfært klukkan 21:15. Fréttin var leiðrétt í ljósi þess að sú fullyrðing að Bjarney og Helgi hafi verið fyrstu hjónin til að deila verðlaununum, eins og því var haldið fram í tilkynningu ÍMARK, reyndist röng. Hjónin Bjössi og Hafdís í World Class deildu einnig titilinum árið 2006.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira