Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 17:00 Sadio Mane og Virgil Van Dijk fagna marki. Getty/Laurence Griffiths/ Evrópumeistar Liverpool eru í snúinni stöðu eftir 1-1 jafntefli við Napolí í gærkvöldi í Meistaradeildinni. Arnar Björnsson fór yfir leik Liverpool og ítalska félagsins á Anfield. Liverpool gat tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri en þarf nú að fara í leik upp á líf eða dauða í lokaumferðinni eftir þetta 1-1 jafntefli við Napoli. Napolí náði forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn, Giovanni Di Lorenzo sendi boltann fram völlinn og Dries Mertens slapp í gegn og skoraði framhjá Allison í marki Liverpool. Liverpool sótti stíft, átti 14 marktilraunir gegn fjórum hjá Napoli. Roberto Firmino var nálægt því að jafna metin þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik en Kalidou Koulibaly bjargaði á marklínu. Firmino fékk annað tækifæri 5 mínútum síðar, skallaði sendingu Alex Oxlade-Chamberlain framhjá. Napolí hélt áfram að verjast en á 65. mínútu tók James Milner hornspyrnu, boltinn sveif á kollinn á Dejan Lovren og Króatinn skoraði 1. mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 11. stoðsending Milners í meistaradeildinni á þremur síðustu leiktíðum, enginn hefur gert betur í keppninni en baráttujaxlinn Milner. 1-1 urðu úrslitin og fyrir lokaumferðina er Liverpool í 1. sæti með 10 stig, Napolí 9 og Salzburg 7. Liðin þrjú berjast um tvö efstu sætin í E-riðli. Í lokaumferðinni 10. desember spilar Napoli á heimavelli við Genk sem hefur aðeins náð í eitt stig úr leikjunum fimm. Salzburg vann Genk 4-1 í Belgíu, þar skoraði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland síðasta markið og varð fyrsti táningurinn sem skorar í fimm fyrstu umferðum riðlakeppninnar. Markið í gærkvöldi var hans áttunda í meistaradeildinni. Liverpool vann leik liðanna á Anfield 4-3 í byrjun október. Liverpool komst í 3-0 í þeim leik en Salzburg jafnaði en Mohamed Salah skoraði sigurmarkið. Liverpool dugar jafntefli en mörkin þrjú sem Salzburg skoraði á Anfield gætu reynst austurríska liðinu dýrmæt. Salzburg gæti skotið Evrópumeistarana út úr keppni. Til að svo verði þarf Salzburg fá á sig færri en þrjú mörk, gangi það eftir verða liðin jöfn að stigum en Salzburg myndi þá komast í 16-liða úrslit á markamun. Gera má ráð fyrir því að Napoli vinni Genk í Napolí. Belgarnir hafa fengið á sig 16 mörk í leikjunum fimm. Arnar Björnsson fer yfir leikinn hér fyrir neðan og þar má sjá viðtal við Jürgen Klopp.Klippa: Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Evrópumeistar Liverpool eru í snúinni stöðu eftir 1-1 jafntefli við Napolí í gærkvöldi í Meistaradeildinni. Arnar Björnsson fór yfir leik Liverpool og ítalska félagsins á Anfield. Liverpool gat tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar með sigri en þarf nú að fara í leik upp á líf eða dauða í lokaumferðinni eftir þetta 1-1 jafntefli við Napoli. Napolí náði forystunni um miðjan fyrri hálfleikinn, Giovanni Di Lorenzo sendi boltann fram völlinn og Dries Mertens slapp í gegn og skoraði framhjá Allison í marki Liverpool. Liverpool sótti stíft, átti 14 marktilraunir gegn fjórum hjá Napoli. Roberto Firmino var nálægt því að jafna metin þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik en Kalidou Koulibaly bjargaði á marklínu. Firmino fékk annað tækifæri 5 mínútum síðar, skallaði sendingu Alex Oxlade-Chamberlain framhjá. Napolí hélt áfram að verjast en á 65. mínútu tók James Milner hornspyrnu, boltinn sveif á kollinn á Dejan Lovren og Króatinn skoraði 1. mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 11. stoðsending Milners í meistaradeildinni á þremur síðustu leiktíðum, enginn hefur gert betur í keppninni en baráttujaxlinn Milner. 1-1 urðu úrslitin og fyrir lokaumferðina er Liverpool í 1. sæti með 10 stig, Napolí 9 og Salzburg 7. Liðin þrjú berjast um tvö efstu sætin í E-riðli. Í lokaumferðinni 10. desember spilar Napoli á heimavelli við Genk sem hefur aðeins náð í eitt stig úr leikjunum fimm. Salzburg vann Genk 4-1 í Belgíu, þar skoraði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland síðasta markið og varð fyrsti táningurinn sem skorar í fimm fyrstu umferðum riðlakeppninnar. Markið í gærkvöldi var hans áttunda í meistaradeildinni. Liverpool vann leik liðanna á Anfield 4-3 í byrjun október. Liverpool komst í 3-0 í þeim leik en Salzburg jafnaði en Mohamed Salah skoraði sigurmarkið. Liverpool dugar jafntefli en mörkin þrjú sem Salzburg skoraði á Anfield gætu reynst austurríska liðinu dýrmæt. Salzburg gæti skotið Evrópumeistarana út úr keppni. Til að svo verði þarf Salzburg fá á sig færri en þrjú mörk, gangi það eftir verða liðin jöfn að stigum en Salzburg myndi þá komast í 16-liða úrslit á markamun. Gera má ráð fyrir því að Napoli vinni Genk í Napolí. Belgarnir hafa fengið á sig 16 mörk í leikjunum fimm. Arnar Björnsson fer yfir leikinn hér fyrir neðan og þar má sjá viðtal við Jürgen Klopp.Klippa: Sportpakkinn: Salzburg gæti skotið Evrópumeistara Liverpool út úr keppni
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira