Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2019 10:43 Frá Kópavogi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta. Dómur í málinu féll þann 21. nóvember en tekist var á um hvort aflýsing veðskuldabréfs á fasteign væri gjafagerningur eða ekki. RÚV greindi fyrst frá. Þrotabú Sælindar ehf. höfðaði mál á hendur Guðmundi og eiginkonu hans Lindu Jörundsdóttur. Áttu þau hvort sinn 50 prósent eignarhlut í Sælind ehf. Þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og Lindu í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar.Guðmundur Gísli Geirdal hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014.Mynd/KópavogsbærSælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist skiptastjóri þess að Guðmundur og Linda greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og Linda myndi greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í síðustu viku og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur Gísli er sem fyrr segir bæjarfulltrúi í Kópavogi og í samtali við RÚV segist hann ekki telja að málið hafi áhrif á hans störf í bæjarstjórn. Hann hyggist áfrýja málinu enda telji hann að þau hjónin hafi staðið rétt að málum í tengslum við veðskuldabréfið. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta. Dómur í málinu féll þann 21. nóvember en tekist var á um hvort aflýsing veðskuldabréfs á fasteign væri gjafagerningur eða ekki. RÚV greindi fyrst frá. Þrotabú Sælindar ehf. höfðaði mál á hendur Guðmundi og eiginkonu hans Lindu Jörundsdóttur. Áttu þau hvort sinn 50 prósent eignarhlut í Sælind ehf. Þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og Lindu í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar.Guðmundur Gísli Geirdal hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014.Mynd/KópavogsbærSælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist skiptastjóri þess að Guðmundur og Linda greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og Linda myndi greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í síðustu viku og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur Gísli er sem fyrr segir bæjarfulltrúi í Kópavogi og í samtali við RÚV segist hann ekki telja að málið hafi áhrif á hans störf í bæjarstjórn. Hann hyggist áfrýja málinu enda telji hann að þau hjónin hafi staðið rétt að málum í tengslum við veðskuldabréfið.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira