Á YouTube-síðunni Lost LeBlanc er búið að taka saman lista yfir 30 skemmtilega hluti sem hægt er að dunda sér við í New York.
Þar kemur meðal annars fram að gaman sé að ganga yfir Brooklyn brúnna, ganga um hverfið fallega Greenwich Village þar sem þættirnir Friends eiga að gerast, borða góðan mat um alla borg, fara upp á efstu hæð í byggingunni frægu Rockefeller Center þar sem besta útsýni borgarinnar er og margt fleira.