Saga norskra jólatrjáa á Íslandi nálgast endi Björn Þorfinnsson skrifar 28. nóvember 2019 06:30 Óslóartréð eru komið ofan úr Heiðmörk á Austurvöll. Fréttablaðið/Anton Sú var tíðin að hin ýmsu sveitarfélög landsins fengu glæsilegt jólatré að gjöf frá norskum vinabæjum sínum og voru ljósin á þeim tendruð með viðhöfn í byrjun hátíðahaldsins. Sá siður er smátt og smátt að leggjast af. Segja má að þessi þróun hafi byrjað þegar Reykjavíkurborg og Ósló ákváðu í sameiningu árið 2016, af umhverfisástæðum, að leggja af þann sið að norska höfuðborgin sendi Reykvíkingum tré að gjöf. Í dag er jólatré borgarinnar hoggið í Heiðmörk þó að enn verði tréð kallað Óslóartréð. Í október sagði Fréttablaðið frá því að sams konar vinagjöf milli Garðabæjar og norska bæjarins Asker hefði af umhverfisástæðum verið lögð niður. Asker hafði þá gefið Garðbæingum íburðarmikið tré í 49 ár þar til sveitarfélögin ákváðu í sameiningu að leggja siðinn af. Á laugardaginn verða ljósin á vinabæjarjólatré frá Kristiansand tendruð í 58. sinn í Reykjanesbæ. Í tilkynningu um viðburðinn kemur þó fram að þetta sé í hinsta sinn sem gjöfin berst. Ástæðan er sú að Kristiansand sameinaðist á þessu ári tveimur nágrannasveitarfélögum. Í kjölfarið var alþjóðlegt samstarf hins nýja sveitarfélags endurskoðað og formlegu vinabæjarsamstarfi við Reykjanesbæ og nokkra aðra vinabæi slitið. Þó er tekið fram að enn sé hlýtt á milli bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar og Kristiansand. Í Stykkishólmi er einnig löng hefð fyrir því að jólatré berist að gjöf frá vinabænum Drammen í Noregi. Sú hugmynd kom frá bæjaryfirvöldum í Stykkishólmi að fara að fordæmi annarra og leggja siðinn af vegna umhverfisástæðna. Þegar erindið barst til yfirvalda í Drammen hafði tré fyrir Hólmara þegar verið fellt. Niðurstaðan varð því sú að siðurinn verður lagður af á næsta ári. Það fer því að verða sjaldgæfara að Íslendingar í jólaskapi geti fundið ljúfa angan af norskum barrtrjám. Enn virðast þó jólatré berast frá öðrum löndum. Þannig munu Akureyringar brátt tendra ljós á glæsilegu jólatré frá vinabænum Randers í Danmörku og sama munu Hafnfirðingar gera fljótlega þegar jólatré frá Cuxhaven í Þýskalandi verður vígt. Birtist í Fréttablaðinu Jól Noregur Umhverfismál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Sú var tíðin að hin ýmsu sveitarfélög landsins fengu glæsilegt jólatré að gjöf frá norskum vinabæjum sínum og voru ljósin á þeim tendruð með viðhöfn í byrjun hátíðahaldsins. Sá siður er smátt og smátt að leggjast af. Segja má að þessi þróun hafi byrjað þegar Reykjavíkurborg og Ósló ákváðu í sameiningu árið 2016, af umhverfisástæðum, að leggja af þann sið að norska höfuðborgin sendi Reykvíkingum tré að gjöf. Í dag er jólatré borgarinnar hoggið í Heiðmörk þó að enn verði tréð kallað Óslóartréð. Í október sagði Fréttablaðið frá því að sams konar vinagjöf milli Garðabæjar og norska bæjarins Asker hefði af umhverfisástæðum verið lögð niður. Asker hafði þá gefið Garðbæingum íburðarmikið tré í 49 ár þar til sveitarfélögin ákváðu í sameiningu að leggja siðinn af. Á laugardaginn verða ljósin á vinabæjarjólatré frá Kristiansand tendruð í 58. sinn í Reykjanesbæ. Í tilkynningu um viðburðinn kemur þó fram að þetta sé í hinsta sinn sem gjöfin berst. Ástæðan er sú að Kristiansand sameinaðist á þessu ári tveimur nágrannasveitarfélögum. Í kjölfarið var alþjóðlegt samstarf hins nýja sveitarfélags endurskoðað og formlegu vinabæjarsamstarfi við Reykjanesbæ og nokkra aðra vinabæi slitið. Þó er tekið fram að enn sé hlýtt á milli bæjaryfirvalda Reykjanesbæjar og Kristiansand. Í Stykkishólmi er einnig löng hefð fyrir því að jólatré berist að gjöf frá vinabænum Drammen í Noregi. Sú hugmynd kom frá bæjaryfirvöldum í Stykkishólmi að fara að fordæmi annarra og leggja siðinn af vegna umhverfisástæðna. Þegar erindið barst til yfirvalda í Drammen hafði tré fyrir Hólmara þegar verið fellt. Niðurstaðan varð því sú að siðurinn verður lagður af á næsta ári. Það fer því að verða sjaldgæfara að Íslendingar í jólaskapi geti fundið ljúfa angan af norskum barrtrjám. Enn virðast þó jólatré berast frá öðrum löndum. Þannig munu Akureyringar brátt tendra ljós á glæsilegu jólatré frá vinabænum Randers í Danmörku og sama munu Hafnfirðingar gera fljótlega þegar jólatré frá Cuxhaven í Þýskalandi verður vígt.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Noregur Umhverfismál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira