Kirkjugarðar í vanda: Treystir sér ekki til að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi Hrund Þórsdóttir skrifar 2. desember 2019 07:00 Árið 2005 gerðu ríkið og kirkjugarðaráð samning um greiðslur sem áttu að standa straum af kostnaði við lögbundin verkefni kirkjugarða. Í kjölfar efnahagshrunsins lækkaði ríkið einingaverð í gjaldalíkani samningsins og skar þannig niður fjárframlög til kirkjugarðanna. Á árunum 2009 til 2018 vantaði um þrjá komma fjóra milljarða króna að nafnvirði upp á að framlög til kirkjugarða væru í samræmi við samninginn. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir gögn hafa verið lögð fyrir fjárlaganefnd, Alþingi og bæði fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið, sem er fagráðuneyti kirkjugarða, í von um skilning á stöðunni og aukin fjárframlög en það hafi lítil áhrif haft. „Þeir telja að rúmlega 40% skerðing eigi að gilda hjá okkur þótt þetta hafi verið leiðrétt hjá mörgum öðrum stofnunum hjá ríkinu,“ segir Þórsteinn. Hann segir samningsstöðu kirkjugarðanna svo veika að ekki hefði haft þýðingu að segja upp samningnum. Þá hafi kirkjugarðaráð skoðað að höfða mál vegna samningsbrota en það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs. „Bygging nýrrar bálstofu og nýs líkhúss er ekki lengur á færi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis vegna stanslauss niðurskurðar í rúm tíu ár. Á því verkefni þurfa ríki og sveitarfélög að taka með KGRP og það á næstu árum. Margar viðvaranir hafa verið gefnar en ráðamenn, þ.e. ráðherrar og ríkisstjórnir, með fjármálaráðuneytið í fararbroddi, hafa jafnan daufheyrst við þeim viðvörunum,” segir Þórsteinn.Aðstandendur óánægðir með aðbúnað kirkjugarða Verulega hefur verið dregið úr viðhaldi mannvirkja, sem liggja víða undir skemmdum. Erfitt hefur reynst að greiða jarðverktökum eðlilega þóknun fyrir störf þeirra í þágu garðanna og sumarstarfsfólki Kirkjugarða Reykjavíkur hefur fækkað úr 160 í 60. Þá hefur ekki verið hægt að hrinda í framkvæmd áformum um byggingu líkhúss og athafnarýmis við Gufuneskirkjugarð.Hafið þið orðið vör við óánægju hjá aðstandendum við aðbúnað í kirkjugörðunum? „Já það hefur borið á því, við höfum fengið kvartanir.“ Þórsteinn segir að verði ekki brugðist við þurfi að skera enn frekar niður og þá liggi beint við að hætta þjónustu sem ekki sé hluti af lögbundnum verkefnum kirkjugarða, þar á meðal rekstri líkhúsa og athafnarýma vegna útfara. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni.“Bálstofan í Fossvogi, sú eina á landinu, er 72 ára og verði líkbrennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman.visir/SigurjónLíkbrennsluofnar gætu fallið saman Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu. Hún er 72 ára gömul og verði brennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman. Líkhúsið, sem þjónar í raun landinu öllu og tekur við um 90% landsmanna eftir andlát, er litlu yngra. Starfsemi bálstofu og líkhúss er nú rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu.Hvað myndi gerast ef þessum þjónustuþáttum í Fossvogi yrði lokað? „Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda því að þá væri ekki hægt að brenna hér á landi og yrði að flytja lík til útlanda,“ segir Þórsteinn. Meðal tillagna sem lagðar voru fyrir Sigríði Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, árið 2017, var að heimila kirkjugörðum með lagabreytingu að innheimta gjöld vegna reksturs líkhúsa og athafnarýma. Þórsteinn segir að gjaldið, sem tekið yrði af dánarbúum, yrði hóflegt, eða um 30 þúsund fyrir notkun líkhúsa og um 15 þúsund fyrir leigu á kirkju vegna útfarar. „Þannig að þetta yrðu ekki háar upphæðir í hlutfalli við kostnað við útfarir, en þessu hefur þó verið hafnað,“ segir Þórsteinn. Ekki náðist í dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Árið 2005 gerðu ríkið og kirkjugarðaráð samning um greiðslur sem áttu að standa straum af kostnaði við lögbundin verkefni kirkjugarða. Í kjölfar efnahagshrunsins lækkaði ríkið einingaverð í gjaldalíkani samningsins og skar þannig niður fjárframlög til kirkjugarðanna. Á árunum 2009 til 2018 vantaði um þrjá komma fjóra milljarða króna að nafnvirði upp á að framlög til kirkjugarða væru í samræmi við samninginn. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir gögn hafa verið lögð fyrir fjárlaganefnd, Alþingi og bæði fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið, sem er fagráðuneyti kirkjugarða, í von um skilning á stöðunni og aukin fjárframlög en það hafi lítil áhrif haft. „Þeir telja að rúmlega 40% skerðing eigi að gilda hjá okkur þótt þetta hafi verið leiðrétt hjá mörgum öðrum stofnunum hjá ríkinu,“ segir Þórsteinn. Hann segir samningsstöðu kirkjugarðanna svo veika að ekki hefði haft þýðingu að segja upp samningnum. Þá hafi kirkjugarðaráð skoðað að höfða mál vegna samningsbrota en það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs. „Bygging nýrrar bálstofu og nýs líkhúss er ekki lengur á færi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis vegna stanslauss niðurskurðar í rúm tíu ár. Á því verkefni þurfa ríki og sveitarfélög að taka með KGRP og það á næstu árum. Margar viðvaranir hafa verið gefnar en ráðamenn, þ.e. ráðherrar og ríkisstjórnir, með fjármálaráðuneytið í fararbroddi, hafa jafnan daufheyrst við þeim viðvörunum,” segir Þórsteinn.Aðstandendur óánægðir með aðbúnað kirkjugarða Verulega hefur verið dregið úr viðhaldi mannvirkja, sem liggja víða undir skemmdum. Erfitt hefur reynst að greiða jarðverktökum eðlilega þóknun fyrir störf þeirra í þágu garðanna og sumarstarfsfólki Kirkjugarða Reykjavíkur hefur fækkað úr 160 í 60. Þá hefur ekki verið hægt að hrinda í framkvæmd áformum um byggingu líkhúss og athafnarýmis við Gufuneskirkjugarð.Hafið þið orðið vör við óánægju hjá aðstandendum við aðbúnað í kirkjugörðunum? „Já það hefur borið á því, við höfum fengið kvartanir.“ Þórsteinn segir að verði ekki brugðist við þurfi að skera enn frekar niður og þá liggi beint við að hætta þjónustu sem ekki sé hluti af lögbundnum verkefnum kirkjugarða, þar á meðal rekstri líkhúsa og athafnarýma vegna útfara. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni.“Bálstofan í Fossvogi, sú eina á landinu, er 72 ára og verði líkbrennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman.visir/SigurjónLíkbrennsluofnar gætu fallið saman Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu. Hún er 72 ára gömul og verði brennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman. Líkhúsið, sem þjónar í raun landinu öllu og tekur við um 90% landsmanna eftir andlát, er litlu yngra. Starfsemi bálstofu og líkhúss er nú rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu.Hvað myndi gerast ef þessum þjónustuþáttum í Fossvogi yrði lokað? „Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda því að þá væri ekki hægt að brenna hér á landi og yrði að flytja lík til útlanda,“ segir Þórsteinn. Meðal tillagna sem lagðar voru fyrir Sigríði Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, árið 2017, var að heimila kirkjugörðum með lagabreytingu að innheimta gjöld vegna reksturs líkhúsa og athafnarýma. Þórsteinn segir að gjaldið, sem tekið yrði af dánarbúum, yrði hóflegt, eða um 30 þúsund fyrir notkun líkhúsa og um 15 þúsund fyrir leigu á kirkju vegna útfarar. „Þannig að þetta yrðu ekki háar upphæðir í hlutfalli við kostnað við útfarir, en þessu hefur þó verið hafnað,“ segir Þórsteinn. Ekki náðist í dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira