Alrangt að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 13:40 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir. Upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að misskilnings gæti í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna en hún fór á flug eftir að þingmaður Pírata fékk svar við fyrirspurn sinni um meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Það sé af og frá að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla líkt og haldið hefur verið fram víða á samfélagsmiðlum. Björn Leví Gunnarsson, þingamaður Pírata, fékk á dögunum svar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn sinni um meðal annars meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Spurt var um heildarfjölda ökutækja í hverjum ökutækjaflokki, um áætlaða meðalþyngd ökutækja, svo og um heildarfjölda ekinna kílómetra í hverjum flokki. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir.Misskilnings hefur gætt í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna.visir/vilhelm„Þær eru í rauninni ekki í takti við neinn raunveurleika að tala um að strætó mengi á við 7.500 fólksbíla. Ef þetta væri rétt þá væri hver strætisvagn að eyða meiru en stærstu skemmtiferðaskip heims. Nýr díselvagn hjá okkur eyðir á bilinu 35-40 lítrum á hundraði og það er á við fjóra til fimm fólksbíla en ekki 7.500 og þar að auki tekur vagninn hátt í 75-80 farþega. Þannig að nýtingin er miklu betri heldur en á einkabílnum og kolefnissporið því minna“. Miðað við hvernig nýtingin er á einkabílnum í dag, svona um ein manneskja í hverjum bíl, þá yrði umferðin ansi þung og mengunin meiri ef þessir strætófarþegar myndu allir hætta að taka strætó og fara að keyra.En er mengunin ekki breytileg eftir árgerð strætisvagnanna?„Jú. Við erum með nokkra eldri bíla sem eru stærri. Þetta eru vagnar sem eru settir nokkra hringi á dag og það yfir annatíma. Þeir eru settir á stórar leiðir hjá okkur þar sem þeir eru í rauninni allir troðfullir, þetta eru leiðir 1 og 6 til dæmis.“ Spurður að því hvers vegna hann teldi að rangfærslur hafi farið á flug segir Guðmundur Heiðar: „Það er góð spurning og erfitt að segja. Fluttar voru fréttir af því að þungir bílar eyði upp malbikinu meira en fólksbílar og síðan einhvern veginn yfirfærist það á að strætó sé að eyða malbikinu og að menga á við 7.500 fólksbíla og margir hafa bara gripið þessa tölu á lofti, því miður. Þannig getur það gerst,“ útskýrir Guðmundur Heiðar. Ýmsir setji sig upp á móti hinni svokölluðu aðför að einkabílnum og grípi því á lofti vafasamar fullyrðingar til að réttlæta notkun á einkabílnum. „Strætó er umhverfisvænni kostur og því fleiri sem við fáum í strætó þeim mun meira getum við minnkað loftmengun.“ Guðmundur Heiðar segir að rafvæðing strætisvagnaflotans gangi afar vel. „Við fengum náttúrulega þessa fjórtán rafvagna á síðasta ári. Þeir hafa verið í fullri notkun á þessu ári og við sjáum fram á að geta dregið verulega úr olíueyðslu á þessu ári. Ef við tökum saman ágúst og júlí á þessu ári erum við að spara okkur um 40.000 lítra á olíu miðað við á árinu í fyrra,“ segir Guðmundur.Fréttin var uppfærð kl. 14.24. Loftslagsmál Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Strætó bs. segir að misskilnings gæti í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna en hún fór á flug eftir að þingmaður Pírata fékk svar við fyrirspurn sinni um meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Það sé af og frá að olíuknúinn strætisvagn mengi á við 7.500 fólksbíla líkt og haldið hefur verið fram víða á samfélagsmiðlum. Björn Leví Gunnarsson, þingamaður Pírata, fékk á dögunum svar frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn sinni um meðal annars meðalkolefnisspor hvers ökutækjaflokks. Spurt var um heildarfjölda ökutækja í hverjum ökutækjaflokki, um áætlaða meðalþyngd ökutækja, svo og um heildarfjölda ekinna kílómetra í hverjum flokki. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó Bs. segir að ýmsar rangfærslur séu uppi um umhverfisáhrif af olíuknúnum strætisvögnum sem gæti skýrst af rangtúlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir.Misskilnings hefur gætt í umræðu um umhverfisáhrif strætisvagna.visir/vilhelm„Þær eru í rauninni ekki í takti við neinn raunveurleika að tala um að strætó mengi á við 7.500 fólksbíla. Ef þetta væri rétt þá væri hver strætisvagn að eyða meiru en stærstu skemmtiferðaskip heims. Nýr díselvagn hjá okkur eyðir á bilinu 35-40 lítrum á hundraði og það er á við fjóra til fimm fólksbíla en ekki 7.500 og þar að auki tekur vagninn hátt í 75-80 farþega. Þannig að nýtingin er miklu betri heldur en á einkabílnum og kolefnissporið því minna“. Miðað við hvernig nýtingin er á einkabílnum í dag, svona um ein manneskja í hverjum bíl, þá yrði umferðin ansi þung og mengunin meiri ef þessir strætófarþegar myndu allir hætta að taka strætó og fara að keyra.En er mengunin ekki breytileg eftir árgerð strætisvagnanna?„Jú. Við erum með nokkra eldri bíla sem eru stærri. Þetta eru vagnar sem eru settir nokkra hringi á dag og það yfir annatíma. Þeir eru settir á stórar leiðir hjá okkur þar sem þeir eru í rauninni allir troðfullir, þetta eru leiðir 1 og 6 til dæmis.“ Spurður að því hvers vegna hann teldi að rangfærslur hafi farið á flug segir Guðmundur Heiðar: „Það er góð spurning og erfitt að segja. Fluttar voru fréttir af því að þungir bílar eyði upp malbikinu meira en fólksbílar og síðan einhvern veginn yfirfærist það á að strætó sé að eyða malbikinu og að menga á við 7.500 fólksbíla og margir hafa bara gripið þessa tölu á lofti, því miður. Þannig getur það gerst,“ útskýrir Guðmundur Heiðar. Ýmsir setji sig upp á móti hinni svokölluðu aðför að einkabílnum og grípi því á lofti vafasamar fullyrðingar til að réttlæta notkun á einkabílnum. „Strætó er umhverfisvænni kostur og því fleiri sem við fáum í strætó þeim mun meira getum við minnkað loftmengun.“ Guðmundur Heiðar segir að rafvæðing strætisvagnaflotans gangi afar vel. „Við fengum náttúrulega þessa fjórtán rafvagna á síðasta ári. Þeir hafa verið í fullri notkun á þessu ári og við sjáum fram á að geta dregið verulega úr olíueyðslu á þessu ári. Ef við tökum saman ágúst og júlí á þessu ári erum við að spara okkur um 40.000 lítra á olíu miðað við á árinu í fyrra,“ segir Guðmundur.Fréttin var uppfærð kl. 14.24.
Loftslagsmál Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11