Enski boltinn

Leiðir United kapp­hlaupið um Sancho í bar­áttunni við Liver­pool, Real og Barcelona?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sancho er að öllum líkindum á leið burt frá Dortmund næsta sumar.
Sancho er að öllum líkindum á leið burt frá Dortmund næsta sumar. vísir/getty
Manchester United hefur trú á því að þeir séu að vinna vinna kapphlaupið um Jadon Sancho, vængmann Borussia Dortmund.

Sancho, sem fór á kostum hjá Dortmund á síðustu leiktíð, er sagður vera hugsa sér til hreyfings en þessi nítján ára gamli Englendingur ólst upp hjá Watford og Manchester City.

Hann náði ekki að brjótast í gegn hjá City og fór því til Dortmund árið 2017 þar sem hann var frábær í fyrra. Nú eru mörg stærstu lið Evrópu vera horfa hýru auga til hans.

Manchester United vill meina að þeir leiði kapphlaupið um Sancho, samkvæmt heimildum Telegraph, en grannarnir í Liverpool sem og grannarnir á Spáni, Real Madrid og Barcelona, eru einnig vilja fá Sancho.





Dortmund mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld á útivelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×