Gagnrýndur fyrir seinagang með fæðingarorlofsfrumvarp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. nóvember 2019 06:30 Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra, er með frumvarp um lengingu fæðingarorlofs. Fréttablaðið/Eyþór Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barnamálaráðherra, um lengingu fæðingarorlofs var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tíu árið 2010 og tólf mánuði ári síðar. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið verður tilhögunin á endanum sú að móðir fær rétt til fimm mánaða orlofs, faðir fimm og tveir mánuðir verða sameiginlegir. Um lengingu orlofsins ríkir nokkur pólitísk sátt. Hún var tekin fram í stjórnarsáttmálanum, nýtur stuðnings margra stjórnarandstöðuþingmanna og hún var ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum, sem undirritaðir voru í vor. Hins vegar ríkir ekki einhugur um hvernig skiptingin eigi að vera. Hafa meðal annars BSRB, BHM og Kvenréttindafélag Íslands bent á að reynslan sýni að sameiginlegi hlutinn, sem nú er þrír mánuðir, sé í langflestum tilfellum nýttur af móður. Samtökin eru hlynnt lengingu orlofsins, en vilja að skiptingin sé sex mánuðir fyrir móður og sex fyrir föður. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ráðherra harðlega fyrir hversu seint frumvarpið kemur til meðferðar þingsins, en að öllu óbreyttu á það að taka gildi 1. janúar næstkomandi.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Ernir„Við fögnum lengingu innilega og höfum alltaf talað fyrir því,“ segir Helga Vala og bendir á að ríkisstjórn vinstriflokka, sem sat árin 2009 til 2013, hafði tekið ákvörðun um það. Hægri stjórnin sem við tók hvarf hins vegar frá því. Helga segir hins vegar að skoðanir séu mjög skiptar um útfærsluna og harmar hversu stuttan tíma þingið fái til að afgreiða málið. „Annars vegar er það sjónarmiðið að festa mánuðina á báða foreldra. Síðan hitt sjónarmiðið að fæðingarorlofið eigi að vera fyrir barnið, og verið sé að mismuna þeim börnum sem eiga aðeins eitt foreldri,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða gaumgæfilega, því við viljum ekki fara til baka því að oftar en ekki er það móðirin sem tekur orlofið. Hún dettur þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði og faðirinn fær takmarkaðri rétt til að annast barnið sitt.“ Búa þurfi til þannig kerfi að gætt sé að ítrustu hagsmunum barnsins, þar á meðal með tilliti til samvista með báðum foreldrum. Eftir þriggja vikna umsagnarferli kæmi frumvarpið úr þinginu 17. desember en þá verður búið að fresta þingi fram yfir jól. „Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboðleg,“ segir Helga. „Það er ekkert nýtt í þessu máli síðan í vor. Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fæðingarorlof Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags og barnamálaráðherra, um lengingu fæðingarorlofs var tekið til umræðu á Alþingi í gær. Samkvæmt því verður orlofið lengt úr níu mánuðum í tíu árið 2010 og tólf mánuði ári síðar. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið verður tilhögunin á endanum sú að móðir fær rétt til fimm mánaða orlofs, faðir fimm og tveir mánuðir verða sameiginlegir. Um lengingu orlofsins ríkir nokkur pólitísk sátt. Hún var tekin fram í stjórnarsáttmálanum, nýtur stuðnings margra stjórnarandstöðuþingmanna og hún var ein af forsendunum fyrir lífskjarasamningunum, sem undirritaðir voru í vor. Hins vegar ríkir ekki einhugur um hvernig skiptingin eigi að vera. Hafa meðal annars BSRB, BHM og Kvenréttindafélag Íslands bent á að reynslan sýni að sameiginlegi hlutinn, sem nú er þrír mánuðir, sé í langflestum tilfellum nýttur af móður. Samtökin eru hlynnt lengingu orlofsins, en vilja að skiptingin sé sex mánuðir fyrir móður og sex fyrir föður. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ráðherra harðlega fyrir hversu seint frumvarpið kemur til meðferðar þingsins, en að öllu óbreyttu á það að taka gildi 1. janúar næstkomandi.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Ernir„Við fögnum lengingu innilega og höfum alltaf talað fyrir því,“ segir Helga Vala og bendir á að ríkisstjórn vinstriflokka, sem sat árin 2009 til 2013, hafði tekið ákvörðun um það. Hægri stjórnin sem við tók hvarf hins vegar frá því. Helga segir hins vegar að skoðanir séu mjög skiptar um útfærsluna og harmar hversu stuttan tíma þingið fái til að afgreiða málið. „Annars vegar er það sjónarmiðið að festa mánuðina á báða foreldra. Síðan hitt sjónarmiðið að fæðingarorlofið eigi að vera fyrir barnið, og verið sé að mismuna þeim börnum sem eiga aðeins eitt foreldri,“ segir hún. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða gaumgæfilega, því við viljum ekki fara til baka því að oftar en ekki er það móðirin sem tekur orlofið. Hún dettur þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði og faðirinn fær takmarkaðri rétt til að annast barnið sitt.“ Búa þurfi til þannig kerfi að gætt sé að ítrustu hagsmunum barnsins, þar á meðal með tilliti til samvista með báðum foreldrum. Eftir þriggja vikna umsagnarferli kæmi frumvarpið úr þinginu 17. desember en þá verður búið að fresta þingi fram yfir jól. „Þessi vinnubrögð eru fullkomlega óboðleg,“ segir Helga. „Það er ekkert nýtt í þessu máli síðan í vor. Því miður hafa ráðherrar þessarar ríkisstjórnar verið að koma seint fram með mál inn í þingið þannig að þau verða ekki unnin með fullnægjandi hætti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fæðingarorlof Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent