Hækkaði rána í íslenskri knattspyrnu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. nóvember 2019 19:00 Margrét Lára fagnar marki. fréttablaðið Tilkynnt var í gær að Margrét Lára Viðarsdóttir hefði lagt skóna á hilluna eftir nítján ára farsælan feril. Markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og fyrsta knattspyrnukonan sem kjörin var íþróttamaður ársins árið 2007 kveður því sviðið sem ríkjandi Íslandsmeistari eftir að hafa verið hluti af meistaraliði Vals í sumar. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill Margrétar Láru með Valsliðinu og vantaði hana aðeins eitt mark í sumar til að deila markadrottningartitlinum. Margrét vakti ung athygli og lék fyrsta leik sinn með ÍBV í efstu deild aðeins fjórtán ára gömul. Sextán ára gömul skoraði Margrét sjö mörk í ellefu leikjum en gerði enn betur næstu tvö ár þegar hún skoraði 41 mark í 26 leikjum. Það reyndust síðustu tímabil hennar í Vestmannaeyjum því hún samdi við Val haustið 2004. Með Margréti í fremstu víglínu varð Valsliðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð, árin 2006-2008, og skoraði Margrét alls 104 mörk í 48 leikjum á þessum þremur árum. Á atvinnumannsferlinum fór Margrét fyrst til Duisburg í Þýskalandi átti síðar eftir að leika fyrir Turbine Potsdam sem var þá eitt sterkasta félagslið Evrópu en henni tókst ekki að sýna sitt rétta andlit í Þýskalandi. Í Svíþjóð stoppaði Margrét stutt hjá Linköpings en lék undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur í fimm ár hjá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún varð markadrottning árið 2011. Með kvennalandsliðinu braut Margrét Lára ísinn strax í fyrsta leik undir stjórn Helenu Ólafsdóttur í 4-1 sigri á Ungverjalandi. Það tók Margréti aðeins fjórar mínútur að komast á blað eftir að hafa komið inn á sem varamaður og gaf það tóninn fyrir landsliðsferil Margrétar. Sjö sinnum tókst henni að skora þrennu eða meira í leikjum Íslands og skoraði hún alls 79 mörk, það síðasta í 6-0 sigri á Lettlandi á dögunum í leik sem reyndist hennar síðasti fyrir landsliðið. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Tilkynnt var í gær að Margrét Lára Viðarsdóttir hefði lagt skóna á hilluna eftir nítján ára farsælan feril. Markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og fyrsta knattspyrnukonan sem kjörin var íþróttamaður ársins árið 2007 kveður því sviðið sem ríkjandi Íslandsmeistari eftir að hafa verið hluti af meistaraliði Vals í sumar. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill Margrétar Láru með Valsliðinu og vantaði hana aðeins eitt mark í sumar til að deila markadrottningartitlinum. Margrét vakti ung athygli og lék fyrsta leik sinn með ÍBV í efstu deild aðeins fjórtán ára gömul. Sextán ára gömul skoraði Margrét sjö mörk í ellefu leikjum en gerði enn betur næstu tvö ár þegar hún skoraði 41 mark í 26 leikjum. Það reyndust síðustu tímabil hennar í Vestmannaeyjum því hún samdi við Val haustið 2004. Með Margréti í fremstu víglínu varð Valsliðið Íslandsmeistari þrjú ár í röð, árin 2006-2008, og skoraði Margrét alls 104 mörk í 48 leikjum á þessum þremur árum. Á atvinnumannsferlinum fór Margrét fyrst til Duisburg í Þýskalandi átti síðar eftir að leika fyrir Turbine Potsdam sem var þá eitt sterkasta félagslið Evrópu en henni tókst ekki að sýna sitt rétta andlit í Þýskalandi. Í Svíþjóð stoppaði Margrét stutt hjá Linköpings en lék undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur í fimm ár hjá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún varð markadrottning árið 2011. Með kvennalandsliðinu braut Margrét Lára ísinn strax í fyrsta leik undir stjórn Helenu Ólafsdóttur í 4-1 sigri á Ungverjalandi. Það tók Margréti aðeins fjórar mínútur að komast á blað eftir að hafa komið inn á sem varamaður og gaf það tóninn fyrir landsliðsferil Margrétar. Sjö sinnum tókst henni að skora þrennu eða meira í leikjum Íslands og skoraði hún alls 79 mörk, það síðasta í 6-0 sigri á Lettlandi á dögunum í leik sem reyndist hennar síðasti fyrir landsliðið.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira