„Besta leiðin til þess að minnka mengun er að leggja bílnum“ Sylvía Hall skrifar 26. nóvember 2019 21:47 Líf segir Reykjavíkurborg vilja nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum þar sem sveitarfélögum er heimilt að takmarka eða banna bílaumferð á dögum þar sem mengun fer yfir heilsufarsmörk. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, segir óviðunandi að Reykjavíkurborg lendi í því að fara yfir heilsuverndarmörk í loftgæðum. Borgaryfirvöld vilji nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum sem heimila sveitastjórnum að takmarka eða banna umferð um stundarsakir þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er á að svo verði. Hingað til hafa borgaryfirvöld aðeins getað beint tilmælum til fólks að varast það að fara út þegar loftgæði eru slæm, þá sérstaklega fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma eða heilsubrest. Þá séu fjölmörg dæmi um það að leikskólar geti ekki sent börn út í útiveru vegna þess að loftgæði eru slæm. „Mér finnst það galið að við séum að menga andrúmsloftið þannig að fólk getur ekki verið úti og notið þessa stilltu og fallegu daga,“ sagði Líf í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir vandamálið þó ekki bundið við Reykjavíkurborg þar sem fólk ferðist jafnt og þétt um höfuðborgarsvæðið alla daga. Hún hafi því sett á fót starfshóp sem muni vinna að því að kanna hvernig hægt sé að nýta umrædda heimild í lögum og fækka mengunardögum og verður sú vinna unnin í samráði við lykilaðila á borð við Vegagerðina, lögreglu, umhverfisstofnun og Strætó. „Við þurfum að ná öllum þessum aðilum saman svo við getum samræmt verklag og aðgerðir.“Líf segir vandamálið ekki einskorðast við Reykjavík þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðist á milli bæjarfélaga alla daga. Vísir/VilhelmMikilvægt að líta til orkuskipta í almenningssamgöngum Tveir mælar mæla loftgæði í Reykjavík, annar á Grensásvegi og hinn í Húsdýragarðinum. Jafnframt á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar tvö færanlega mæla sem mæla loftgæði á hverjum tíma. Aðspurð hvort það valdi skekkju að annar mælirinn, sá sem stendur við Grensásveg, sé ómarktækur sökum mikils umferðarþunga á því svæði segir Líf svo ekki vera. „Mælirinn í Húsdýragarðinum er þá nokkurskonar núllstaða við þann mæli til þess að þá meta loftgæðin því við viljum líka mæla mengun á þeim stöðum þar sem bílar keyra ótt og títt, eins og við Miklubrautina eða Hringbraut eða Kringlumýrabrautina.“ Í svari við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, kom fram að hver kílómetra sem ekinn er á þyngri bílum er á við mörg þúsund ekinna kílómetra með fólksbíl með tilliti til álags á vegi. Þannig slíti og mengar einn strætisvagn á við 7.500 fólksbíla. Líf segir þó almenningssamgöngur alltaf vera vistvænni kost umfram einkabílinn þó það þurfi að líta til orkuskipta í þeim efnum. Almenningsvagnar þurfi að vera umhverfisvænir og borgarlínan muni koma þar sterk inn. „Þetta er allt stóra myndin en núna þurfum við að horfast í augu við það að andrúmsloftið okkar er mengað og besta leiðin til þess að minnka þá mengun er að leggja bílnum.“Viðtalið við Líf má heyra í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Líf Magneudóttir, formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkur, segir óviðunandi að Reykjavíkurborg lendi í því að fara yfir heilsuverndarmörk í loftgæðum. Borgaryfirvöld vilji nýta sér heimildir í nýjum umferðarlögum sem heimila sveitastjórnum að takmarka eða banna umferð um stundarsakir þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er á að svo verði. Hingað til hafa borgaryfirvöld aðeins getað beint tilmælum til fólks að varast það að fara út þegar loftgæði eru slæm, þá sérstaklega fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma eða heilsubrest. Þá séu fjölmörg dæmi um það að leikskólar geti ekki sent börn út í útiveru vegna þess að loftgæði eru slæm. „Mér finnst það galið að við séum að menga andrúmsloftið þannig að fólk getur ekki verið úti og notið þessa stilltu og fallegu daga,“ sagði Líf í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir vandamálið þó ekki bundið við Reykjavíkurborg þar sem fólk ferðist jafnt og þétt um höfuðborgarsvæðið alla daga. Hún hafi því sett á fót starfshóp sem muni vinna að því að kanna hvernig hægt sé að nýta umrædda heimild í lögum og fækka mengunardögum og verður sú vinna unnin í samráði við lykilaðila á borð við Vegagerðina, lögreglu, umhverfisstofnun og Strætó. „Við þurfum að ná öllum þessum aðilum saman svo við getum samræmt verklag og aðgerðir.“Líf segir vandamálið ekki einskorðast við Reykjavík þar sem íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðist á milli bæjarfélaga alla daga. Vísir/VilhelmMikilvægt að líta til orkuskipta í almenningssamgöngum Tveir mælar mæla loftgæði í Reykjavík, annar á Grensásvegi og hinn í Húsdýragarðinum. Jafnframt á Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar tvö færanlega mæla sem mæla loftgæði á hverjum tíma. Aðspurð hvort það valdi skekkju að annar mælirinn, sá sem stendur við Grensásveg, sé ómarktækur sökum mikils umferðarþunga á því svæði segir Líf svo ekki vera. „Mælirinn í Húsdýragarðinum er þá nokkurskonar núllstaða við þann mæli til þess að þá meta loftgæðin því við viljum líka mæla mengun á þeim stöðum þar sem bílar keyra ótt og títt, eins og við Miklubrautina eða Hringbraut eða Kringlumýrabrautina.“ Í svari við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, kom fram að hver kílómetra sem ekinn er á þyngri bílum er á við mörg þúsund ekinna kílómetra með fólksbíl með tilliti til álags á vegi. Þannig slíti og mengar einn strætisvagn á við 7.500 fólksbíla. Líf segir þó almenningssamgöngur alltaf vera vistvænni kost umfram einkabílinn þó það þurfi að líta til orkuskipta í þeim efnum. Almenningsvagnar þurfi að vera umhverfisvænir og borgarlínan muni koma þar sterk inn. „Þetta er allt stóra myndin en núna þurfum við að horfast í augu við það að andrúmsloftið okkar er mengað og besta leiðin til þess að minnka þá mengun er að leggja bílnum.“Viðtalið við Líf má heyra í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Rútur og vörubílar éta upp vegina Stærri bílar margfalt meira vandamál en fólksbílar. 26. nóvember 2019 10:11
Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24