Varar við framsetningu íslenskra verslana í aðdraganda svarts fössara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2019 13:42 Arnar tók eftir því að skápur sem auglýstur var á 289.990 krónur með miklum afslætti á vef fyrirtækisins í morgun kostaði það sama fyrir helgi. Árvökull Akureyringur segir AB varahluti svipta neytendur rétti sínum til að taka upplýsta ákvörðun við kaup með auglýsingum sínum um vörur á tilboði. Verkfæraskápar eru auglýstir með miklum afslætti en athygli vekur að afslátturinn er af verði sem er mun hærra en skáparnir kostuðu nýlega í versluninni. Neytendur og verslanir bíða mörg hver í ofvæni eftir komandi föstudegi, hinum svonefnda Svarta föstudegi þar sem neytendur eiga að geta gert kjarakaup í anda „Black Friday“ í Bandaríkjunum, dagsins eftir Þakkagjörðahátíðina. Arnar Einarsson, viðskipafræðingur á Akureyri, vekur athygli á því á Facebook-síðunni „Vertu á verði - eftirlit með verðlagi“ að AB varahlutir auglýsi verkfæraskáp til sölu með 50% afslætti. Hann kostar nú 244.940 krónur á vefsíðu verslunarinnar sem er 50% af uppsettu verði, 489.879 krónum. „Black Friday forpöntun aðeins!“ stendur með auglýsingunni á vef AB varahluta. „Til ykkar allra sem ætla að reyna að gera góð kaup á „Black Friday“ eða álíka útsölu, ekki trúa „fullu verði“ í hálfa sekúndu,“ segir Arnar. Hins vegar var uppsett verð á þessum skáp 387.832 krónur fyrir helgi en var þá til sölu með um 20% afslætti. „Elska, elska, elska hvað íslenskar verslanir eru heiðarlegar,“ segir Arnar með færslu sinni.Skápur auglýstur til sölu á 244.940 krónur í morgun.Hann bendir á annað svipað dæmi þar sem önnur tegund af verkfæraskáp er auglýstur til sölu með rúmlega 30% afslætti. Kostar nú með afslætti 289.990 krónur en uppsett verð sé 455.073 krónur. Hins vegar var uppsett verð á sama verkfæraskáp nýlega 289.990 krónur. Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu segir um útsölur og tilboð að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna útsölu þar sem selt er á lækkuðu verði nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Arnar segist í samtali við Vísi hafa fengið þau svör hjá þjónustufulltrúa AB varahluta á Facebook að í öðru tilfellinu hefði innkaupsverð á skápnum skyndilega hækkað en í hinu hefði fyrra verð verið tilboðsverð. Segir enga tilraun til blekkingar Loftur Guðni Matthíasson, framkvæmdastjóri AB varahluta, segir enga tilraun gerða til að blekkja neytendur. Fyrirtækið sé með 29 þúsund vörur á skrá og ætli að bjóða upp á frábær verð í kringum svartan föstudag. Hann segir Audi limited verkfæraskápinn hafa verið á tilboði á síðunni á 289.990 krónur. Upphaflega verðið hafi hreinlega ekki verið sýnilegt á heimasíðunni. Við uppfærslu á vefnum í tengslum við útsöluna hafi upphaflega verðinu verið bætt inn svo þetta líti illa út. Eftir ábendingar í morgun hafi svo verðið verið lækkað enn meira og skápurinn kosti í kringum 250 þúsund krónur. „Ef þetta væri lagervara myndi ég skilja áhyggjurnar. En það eru tveir skápar eftir og bara verið að reyna að losa þá,“ segir Loftur. Hvað hinn skápinn varði þá sé um sérpöntun að ræða. Varan hafi komið til AB varahluta á sínum tíma á tilboðsverði að utan. Nú hafi komið ný sending þar sem varan kostaði mun meira við innkaup. Engu að síður sé hún á miklum afslætti eins og fjöldi annarra hluta í þessari viku.Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Árvökull Akureyringur segir AB varahluti svipta neytendur rétti sínum til að taka upplýsta ákvörðun við kaup með auglýsingum sínum um vörur á tilboði. Verkfæraskápar eru auglýstir með miklum afslætti en athygli vekur að afslátturinn er af verði sem er mun hærra en skáparnir kostuðu nýlega í versluninni. Neytendur og verslanir bíða mörg hver í ofvæni eftir komandi föstudegi, hinum svonefnda Svarta föstudegi þar sem neytendur eiga að geta gert kjarakaup í anda „Black Friday“ í Bandaríkjunum, dagsins eftir Þakkagjörðahátíðina. Arnar Einarsson, viðskipafræðingur á Akureyri, vekur athygli á því á Facebook-síðunni „Vertu á verði - eftirlit með verðlagi“ að AB varahlutir auglýsi verkfæraskáp til sölu með 50% afslætti. Hann kostar nú 244.940 krónur á vefsíðu verslunarinnar sem er 50% af uppsettu verði, 489.879 krónum. „Black Friday forpöntun aðeins!“ stendur með auglýsingunni á vef AB varahluta. „Til ykkar allra sem ætla að reyna að gera góð kaup á „Black Friday“ eða álíka útsölu, ekki trúa „fullu verði“ í hálfa sekúndu,“ segir Arnar. Hins vegar var uppsett verð á þessum skáp 387.832 krónur fyrir helgi en var þá til sölu með um 20% afslætti. „Elska, elska, elska hvað íslenskar verslanir eru heiðarlegar,“ segir Arnar með færslu sinni.Skápur auglýstur til sölu á 244.940 krónur í morgun.Hann bendir á annað svipað dæmi þar sem önnur tegund af verkfæraskáp er auglýstur til sölu með rúmlega 30% afslætti. Kostar nú með afslætti 289.990 krónur en uppsett verð sé 455.073 krónur. Hins vegar var uppsett verð á sama verkfæraskáp nýlega 289.990 krónur. Í lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu segir um útsölur og tilboð að óheimilt sé að auglýsa eða tilkynna útsölu þar sem selt er á lækkuðu verði nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Tilgangurinn með lagagreininni er að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir og að þeir geti áttað sig á verðmuninum. Arnar segist í samtali við Vísi hafa fengið þau svör hjá þjónustufulltrúa AB varahluta á Facebook að í öðru tilfellinu hefði innkaupsverð á skápnum skyndilega hækkað en í hinu hefði fyrra verð verið tilboðsverð. Segir enga tilraun til blekkingar Loftur Guðni Matthíasson, framkvæmdastjóri AB varahluta, segir enga tilraun gerða til að blekkja neytendur. Fyrirtækið sé með 29 þúsund vörur á skrá og ætli að bjóða upp á frábær verð í kringum svartan föstudag. Hann segir Audi limited verkfæraskápinn hafa verið á tilboði á síðunni á 289.990 krónur. Upphaflega verðið hafi hreinlega ekki verið sýnilegt á heimasíðunni. Við uppfærslu á vefnum í tengslum við útsöluna hafi upphaflega verðinu verið bætt inn svo þetta líti illa út. Eftir ábendingar í morgun hafi svo verðið verið lækkað enn meira og skápurinn kosti í kringum 250 þúsund krónur. „Ef þetta væri lagervara myndi ég skilja áhyggjurnar. En það eru tveir skápar eftir og bara verið að reyna að losa þá,“ segir Loftur. Hvað hinn skápinn varði þá sé um sérpöntun að ræða. Varan hafi komið til AB varahluta á sínum tíma á tilboðsverði að utan. Nú hafi komið ný sending þar sem varan kostaði mun meira við innkaup. Engu að síður sé hún á miklum afslætti eins og fjöldi annarra hluta í þessari viku.Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira