Sigraðist á áfenginu með fuglaljósmyndun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. nóvember 2019 06:15 Mandarínuöndin sem kveikti ljósmyndaáhugann. Mynd/Aðalsteinn Pétur Aðalsteinn Pétur Bjarkason er rúmlega fertugur Austfirðingur, fæddur í Breiðdalnum en býr nú á Djúpavogi. Hann hefur starfað við ýmislegt, til dæmis byggingarvinnu víða á Norðurlandi. Aðalsteinn segir að áfengisneysla hafi verið mikið vandamál í mörg ár og einnig hafi hann leiðst út í fíkniefnanotkun. „Árið 2017 fór allt til fjandans, ég skildi og vinnan var að sliga mig. Á þessum tíma var áfengið kvöldmaturinn. Ég drakk mikið hvern einasta dag, “ segir hann. „Ég fann að ég réð ekki við þetta. Klukkan þrjú var ég kominn með skjálfta.“ Í stað þess að fara í meðferð ákvað Aðalsteinn að fara í sveitina til móður sinnar. Það var 4. febrúar og Aðalsteinn dvaldi þar í mánuð. Hefur hann ekki snert áfengi síðan. Eftir þá dvöl fór hann til Húsavíkur að vinna og keypti sér góða myndavél. „Þar sá ég þessar mandarínendur, sem voru nýkomnar til Húsavíkur. Ég náði að fanga þær með myndavélinni úr tveggja metra fjarlægð og eftir það hefur dellan verið óstöðvandi,“ segir hann. En endurnar voru merktar og höfðu sloppið úr safni í Bretlandi.Aðalsteinn Pétur Bjarkason.Aðalsteinn hefur síðan elt uppi fugla, bæði algenga og fágæta flækinga, og tekur einnig landslagsmyndir og fleira. Hann segir þetta hjálpa til við að halda sér á beinu brautinni. „Þegar félagarnir hringja og spyrja hvort ég vilji koma á barinn, þá fer ég frekar eitthvað út fyrir bæinn og tek myndir.“ Segist hann hafa unað af því að fylgjast með hegðun fuglanna, smáatriðum sem fæstir taka eftir. Aðspurður um fallegasta fuglinn segir Aðalsteinn ekkert toppa rjúpuna í vetrarbúningi. Af farfuglunum heillar krían hann mest. Sú var þó tíðin að hann óttaðist fugla, sem má rekja til þess þegar aligæsir réðust á hann sem barn á sveitaheimilinu. „Í dag get ég staðið í miðju kríuvarpi og myndað,“ segir hann. Á ferðum sínum segist Aðalsteinn taka eftir fjölgun flækingsfugla. „Á mánudag myndaði ég grákráku á Hornafirði og um daginn voru silkitoppur á Fáskrúðsfirði sem ég elti í þrjá tíma og tók 800 myndir.“ Aðalsteinn hefur enn ekki sett upp sýningu en hann segir að það sé á framtíðarplaninu. Hann ætli til dæmis að setja upp sýningu fyrir fólkið sem býr á dvalarheimilinu á staðnum. Auk þess að hafa barist við fíkn berst Aðalsteinn enn þá við þunglyndi og hefur meðal annars leitað aðstoðar sálfræðings. Hann segir að útiveran og ljósmyndaáhuginn hafi einnig hjálpað sér í þeirri baráttu. Hann segist einnig hafa fengið góðan stuðning við að sjá dóttur sína og vinkonu hennar, sem eru 19 ára, vinna stórt verkefni um fíkn í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem fjallað hefur verið um á sjónvarpsstöðinni N4. „Þetta byggir mig upp,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Dýr Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Aðalsteinn Pétur Bjarkason er rúmlega fertugur Austfirðingur, fæddur í Breiðdalnum en býr nú á Djúpavogi. Hann hefur starfað við ýmislegt, til dæmis byggingarvinnu víða á Norðurlandi. Aðalsteinn segir að áfengisneysla hafi verið mikið vandamál í mörg ár og einnig hafi hann leiðst út í fíkniefnanotkun. „Árið 2017 fór allt til fjandans, ég skildi og vinnan var að sliga mig. Á þessum tíma var áfengið kvöldmaturinn. Ég drakk mikið hvern einasta dag, “ segir hann. „Ég fann að ég réð ekki við þetta. Klukkan þrjú var ég kominn með skjálfta.“ Í stað þess að fara í meðferð ákvað Aðalsteinn að fara í sveitina til móður sinnar. Það var 4. febrúar og Aðalsteinn dvaldi þar í mánuð. Hefur hann ekki snert áfengi síðan. Eftir þá dvöl fór hann til Húsavíkur að vinna og keypti sér góða myndavél. „Þar sá ég þessar mandarínendur, sem voru nýkomnar til Húsavíkur. Ég náði að fanga þær með myndavélinni úr tveggja metra fjarlægð og eftir það hefur dellan verið óstöðvandi,“ segir hann. En endurnar voru merktar og höfðu sloppið úr safni í Bretlandi.Aðalsteinn Pétur Bjarkason.Aðalsteinn hefur síðan elt uppi fugla, bæði algenga og fágæta flækinga, og tekur einnig landslagsmyndir og fleira. Hann segir þetta hjálpa til við að halda sér á beinu brautinni. „Þegar félagarnir hringja og spyrja hvort ég vilji koma á barinn, þá fer ég frekar eitthvað út fyrir bæinn og tek myndir.“ Segist hann hafa unað af því að fylgjast með hegðun fuglanna, smáatriðum sem fæstir taka eftir. Aðspurður um fallegasta fuglinn segir Aðalsteinn ekkert toppa rjúpuna í vetrarbúningi. Af farfuglunum heillar krían hann mest. Sú var þó tíðin að hann óttaðist fugla, sem má rekja til þess þegar aligæsir réðust á hann sem barn á sveitaheimilinu. „Í dag get ég staðið í miðju kríuvarpi og myndað,“ segir hann. Á ferðum sínum segist Aðalsteinn taka eftir fjölgun flækingsfugla. „Á mánudag myndaði ég grákráku á Hornafirði og um daginn voru silkitoppur á Fáskrúðsfirði sem ég elti í þrjá tíma og tók 800 myndir.“ Aðalsteinn hefur enn ekki sett upp sýningu en hann segir að það sé á framtíðarplaninu. Hann ætli til dæmis að setja upp sýningu fyrir fólkið sem býr á dvalarheimilinu á staðnum. Auk þess að hafa barist við fíkn berst Aðalsteinn enn þá við þunglyndi og hefur meðal annars leitað aðstoðar sálfræðings. Hann segir að útiveran og ljósmyndaáhuginn hafi einnig hjálpað sér í þeirri baráttu. Hann segist einnig hafa fengið góðan stuðning við að sjá dóttur sína og vinkonu hennar, sem eru 19 ára, vinna stórt verkefni um fíkn í Verkmenntaskólanum á Akureyri sem fjallað hefur verið um á sjónvarpsstöðinni N4. „Þetta byggir mig upp,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Dýr Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira