Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2019 22:15 Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. Algjört hrun hefur orðið í humarstofninum við strendur Íslands. Á þessu ári var kvótinn aðeins einn tíundi af því sem var fyrir tæpum áratug. Þá segja veiðimenn margir hverjir síðustu verktíð hafa verið hörmulega. Þetta hefur orðið til þess að ekki aðeins er lítið til af humri heldur kostar hann meira en áður.Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg.MYND/Sigurjón„Almennt séð er mjög lítið til af humri í landinu. Bara humarveiðarnar eru litlar, það er sem sagt léleg veiði og í framhaldi af lélegri veiði þá verður humarverðið miklu dýrara,“segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg. „Kílóverðið er í kringum fjórtán þúsund krónur,“ segir Geir Már og að verðið hafi hækkað um þrjátíu til fjörutíu prósent á fáeinum árum.Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska.MYND/Egill„Við erum með humar en aðallega danskan og svo þessi íslenski sem við erum með er svakalega dýr,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska. Þá segist hún eiga von á að einhverjir eigi eftir að láta það hafa áhrif á sig hvað humarinn kostar mikið. „Askjan, sem er náttúrulega tvö komma tvö kíló, er á um fimmtíu þúsund kall. Þannig að þetta er ekki lengur fyrir hvern sem er,“ segir Guðbjörg Glóð.Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar FúsaMYND/Sigurjón„Ég er með tvær af stóru stærðunum. Ég er með fimm sjö humarinn og hann er fjórtán og níu og svo er með sjö níu humar, sem að hefur verið stærstur hingað til, og hann er á þrettán og níu hjá mér,“ segir Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar Fúsa. Þá segir hann töluvert minna til af humri nú en áður og að það hafi verið erfitt fyrir fisksala að fá hann. Neytendur Sjávarútvegur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira
Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. Algjört hrun hefur orðið í humarstofninum við strendur Íslands. Á þessu ári var kvótinn aðeins einn tíundi af því sem var fyrir tæpum áratug. Þá segja veiðimenn margir hverjir síðustu verktíð hafa verið hörmulega. Þetta hefur orðið til þess að ekki aðeins er lítið til af humri heldur kostar hann meira en áður.Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg.MYND/Sigurjón„Almennt séð er mjög lítið til af humri í landinu. Bara humarveiðarnar eru litlar, það er sem sagt léleg veiði og í framhaldi af lélegri veiði þá verður humarverðið miklu dýrara,“segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg. „Kílóverðið er í kringum fjórtán þúsund krónur,“ segir Geir Már og að verðið hafi hækkað um þrjátíu til fjörutíu prósent á fáeinum árum.Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska.MYND/Egill„Við erum með humar en aðallega danskan og svo þessi íslenski sem við erum með er svakalega dýr,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska. Þá segist hún eiga von á að einhverjir eigi eftir að láta það hafa áhrif á sig hvað humarinn kostar mikið. „Askjan, sem er náttúrulega tvö komma tvö kíló, er á um fimmtíu þúsund kall. Þannig að þetta er ekki lengur fyrir hvern sem er,“ segir Guðbjörg Glóð.Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar FúsaMYND/Sigurjón„Ég er með tvær af stóru stærðunum. Ég er með fimm sjö humarinn og hann er fjórtán og níu og svo er með sjö níu humar, sem að hefur verið stærstur hingað til, og hann er á þrettán og níu hjá mér,“ segir Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar Fúsa. Þá segir hann töluvert minna til af humri nú en áður og að það hafi verið erfitt fyrir fisksala að fá hann.
Neytendur Sjávarútvegur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Sjá meira