Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2019 22:15 Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. Algjört hrun hefur orðið í humarstofninum við strendur Íslands. Á þessu ári var kvótinn aðeins einn tíundi af því sem var fyrir tæpum áratug. Þá segja veiðimenn margir hverjir síðustu verktíð hafa verið hörmulega. Þetta hefur orðið til þess að ekki aðeins er lítið til af humri heldur kostar hann meira en áður.Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg.MYND/Sigurjón„Almennt séð er mjög lítið til af humri í landinu. Bara humarveiðarnar eru litlar, það er sem sagt léleg veiði og í framhaldi af lélegri veiði þá verður humarverðið miklu dýrara,“segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg. „Kílóverðið er í kringum fjórtán þúsund krónur,“ segir Geir Már og að verðið hafi hækkað um þrjátíu til fjörutíu prósent á fáeinum árum.Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska.MYND/Egill„Við erum með humar en aðallega danskan og svo þessi íslenski sem við erum með er svakalega dýr,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska. Þá segist hún eiga von á að einhverjir eigi eftir að láta það hafa áhrif á sig hvað humarinn kostar mikið. „Askjan, sem er náttúrulega tvö komma tvö kíló, er á um fimmtíu þúsund kall. Þannig að þetta er ekki lengur fyrir hvern sem er,“ segir Guðbjörg Glóð.Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar FúsaMYND/Sigurjón„Ég er með tvær af stóru stærðunum. Ég er með fimm sjö humarinn og hann er fjórtán og níu og svo er með sjö níu humar, sem að hefur verið stærstur hingað til, og hann er á þrettán og níu hjá mér,“ segir Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar Fúsa. Þá segir hann töluvert minna til af humri nú en áður og að það hafi verið erfitt fyrir fisksala að fá hann. Neytendur Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. Algjört hrun hefur orðið í humarstofninum við strendur Íslands. Á þessu ári var kvótinn aðeins einn tíundi af því sem var fyrir tæpum áratug. Þá segja veiðimenn margir hverjir síðustu verktíð hafa verið hörmulega. Þetta hefur orðið til þess að ekki aðeins er lítið til af humri heldur kostar hann meira en áður.Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg.MYND/Sigurjón„Almennt séð er mjög lítið til af humri í landinu. Bara humarveiðarnar eru litlar, það er sem sagt léleg veiði og í framhaldi af lélegri veiði þá verður humarverðið miklu dýrara,“segir Geir Már Vilhjálmsson eigandi fiskbúðarinnar Hafberg. „Kílóverðið er í kringum fjórtán þúsund krónur,“ segir Geir Már og að verðið hafi hækkað um þrjátíu til fjörutíu prósent á fáeinum árum.Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska.MYND/Egill„Við erum með humar en aðallega danskan og svo þessi íslenski sem við erum með er svakalega dýr,“ segir Guðbjörg Glóð Logadóttir eigandi Fylgifiska. Þá segist hún eiga von á að einhverjir eigi eftir að láta það hafa áhrif á sig hvað humarinn kostar mikið. „Askjan, sem er náttúrulega tvö komma tvö kíló, er á um fimmtíu þúsund kall. Þannig að þetta er ekki lengur fyrir hvern sem er,“ segir Guðbjörg Glóð.Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar FúsaMYND/Sigurjón„Ég er með tvær af stóru stærðunum. Ég er með fimm sjö humarinn og hann er fjórtán og níu og svo er með sjö níu humar, sem að hefur verið stærstur hingað til, og hann er á þrettán og níu hjá mér,“ segir Sigfús Sigurðsson eigandi Fiskbúðar Fúsa. Þá segir hann töluvert minna til af humri nú en áður og að það hafi verið erfitt fyrir fisksala að fá hann.
Neytendur Sjávarútvegur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira