Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 20:00 Eftir að kostnaður við langtímaveikinda varð gríðarlega hár meðal kennara í Borgarholtsskóla ákvað Ársæll Guðmundsson, skólameistari, að leita nýrra leiða. „Veikindi og áreiti vegna snjallsíma var orðið gríðarlegt - og kvíði og þunglyndi og þá skoðuðum við stjórnendur hvort innhverf íhugun gæti hjálpað til,“ segir hann. Þannig að 2017 fóru allir stjórnendur á námskeið í innhverfri íhugun, stunduðu hana heila önn og ákváðu í framhaldi að bjóða öllum kennurum á námskeið. „Og það sem gerðist er að kostnaður vegna langtímaveikinda starfsfólks lækkaði um tvo þriðju. Við erum að tala um tugi milljóna,“ segir hann.Úr 49 milljónum í 15 milljónir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir andrúmsloftið í skólanum betra.vísir/egillKostnaðurinn fór nánar tiltekið úr 49 milljónum á ári niður í fimmtán milljónir og telja stjórnendur hugleiðsluna eiga stærstan þátt í því. Einnig hefur komið fram í könnunum og viðtölum að fólki líði almennt mjög vel í starfi. „Að kosta einhverju til, til þess að styrkja einstaklinga í starfi sínu og betri lífsgæði, líða betur og ná smá hugarró, það er peningum mjög vel varið.“ Ársæll segir að árangurinn hafi verið hvatning til að breiða út boðskapinn. „Við ákváðum 2018 að breyta menningunni í skólanum öllum. Að hugleiðsla í sama hvaða formi, yrði partur af Borgarholtsskóla. Að það sé sjálfsagður hlutur að stunda hugleiðslu.“Telma og Sindri segja slökunina róa hugann og auka einbeitinguna.Sjá betri námsárangur Og nú stunda allir nýnemar á framhaldsskólabraut Borgarholtsskóla slökun eða hugleiðslu í skólanum. Tveir nemendur sem rætt var við sögðu gott að byrja daginn í rólegheitum. „Það er rosalega gott að núlla sig í byrjun dags,“ segir Telma Rós. „Maður er rólegri í tímum og maður fær betri einbeitingu.“ Sindri Freyr tekur undir orð Telmu. „Já, maður er einbeittari og ekki eins ofvirkur.“ Kennarar sjá einnig betri námsárangur. „Við teljum okkur sjá árangur af þessu. Þeim gengur betur og þau segja að þetta sé þægilegt, þau fá aukakraft. Eru kannski þreytt þegar þau mæta í skólann en eru endurnærð eftir slökun,“ segir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undirbúnings og sérnáms í skólanum. Börn og uppeldi Heilsa Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Eftir að kostnaður við langtímaveikinda varð gríðarlega hár meðal kennara í Borgarholtsskóla ákvað Ársæll Guðmundsson, skólameistari, að leita nýrra leiða. „Veikindi og áreiti vegna snjallsíma var orðið gríðarlegt - og kvíði og þunglyndi og þá skoðuðum við stjórnendur hvort innhverf íhugun gæti hjálpað til,“ segir hann. Þannig að 2017 fóru allir stjórnendur á námskeið í innhverfri íhugun, stunduðu hana heila önn og ákváðu í framhaldi að bjóða öllum kennurum á námskeið. „Og það sem gerðist er að kostnaður vegna langtímaveikinda starfsfólks lækkaði um tvo þriðju. Við erum að tala um tugi milljóna,“ segir hann.Úr 49 milljónum í 15 milljónir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir andrúmsloftið í skólanum betra.vísir/egillKostnaðurinn fór nánar tiltekið úr 49 milljónum á ári niður í fimmtán milljónir og telja stjórnendur hugleiðsluna eiga stærstan þátt í því. Einnig hefur komið fram í könnunum og viðtölum að fólki líði almennt mjög vel í starfi. „Að kosta einhverju til, til þess að styrkja einstaklinga í starfi sínu og betri lífsgæði, líða betur og ná smá hugarró, það er peningum mjög vel varið.“ Ársæll segir að árangurinn hafi verið hvatning til að breiða út boðskapinn. „Við ákváðum 2018 að breyta menningunni í skólanum öllum. Að hugleiðsla í sama hvaða formi, yrði partur af Borgarholtsskóla. Að það sé sjálfsagður hlutur að stunda hugleiðslu.“Telma og Sindri segja slökunina róa hugann og auka einbeitinguna.Sjá betri námsárangur Og nú stunda allir nýnemar á framhaldsskólabraut Borgarholtsskóla slökun eða hugleiðslu í skólanum. Tveir nemendur sem rætt var við sögðu gott að byrja daginn í rólegheitum. „Það er rosalega gott að núlla sig í byrjun dags,“ segir Telma Rós. „Maður er rólegri í tímum og maður fær betri einbeitingu.“ Sindri Freyr tekur undir orð Telmu. „Já, maður er einbeittari og ekki eins ofvirkur.“ Kennarar sjá einnig betri námsárangur. „Við teljum okkur sjá árangur af þessu. Þeim gengur betur og þau segja að þetta sé þægilegt, þau fá aukakraft. Eru kannski þreytt þegar þau mæta í skólann en eru endurnærð eftir slökun,“ segir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undirbúnings og sérnáms í skólanum.
Börn og uppeldi Heilsa Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira