Spöruðu tugi milljóna í veikindakostnað með því að hugleiða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 20:00 Eftir að kostnaður við langtímaveikinda varð gríðarlega hár meðal kennara í Borgarholtsskóla ákvað Ársæll Guðmundsson, skólameistari, að leita nýrra leiða. „Veikindi og áreiti vegna snjallsíma var orðið gríðarlegt - og kvíði og þunglyndi og þá skoðuðum við stjórnendur hvort innhverf íhugun gæti hjálpað til,“ segir hann. Þannig að 2017 fóru allir stjórnendur á námskeið í innhverfri íhugun, stunduðu hana heila önn og ákváðu í framhaldi að bjóða öllum kennurum á námskeið. „Og það sem gerðist er að kostnaður vegna langtímaveikinda starfsfólks lækkaði um tvo þriðju. Við erum að tala um tugi milljóna,“ segir hann.Úr 49 milljónum í 15 milljónir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir andrúmsloftið í skólanum betra.vísir/egillKostnaðurinn fór nánar tiltekið úr 49 milljónum á ári niður í fimmtán milljónir og telja stjórnendur hugleiðsluna eiga stærstan þátt í því. Einnig hefur komið fram í könnunum og viðtölum að fólki líði almennt mjög vel í starfi. „Að kosta einhverju til, til þess að styrkja einstaklinga í starfi sínu og betri lífsgæði, líða betur og ná smá hugarró, það er peningum mjög vel varið.“ Ársæll segir að árangurinn hafi verið hvatning til að breiða út boðskapinn. „Við ákváðum 2018 að breyta menningunni í skólanum öllum. Að hugleiðsla í sama hvaða formi, yrði partur af Borgarholtsskóla. Að það sé sjálfsagður hlutur að stunda hugleiðslu.“Telma og Sindri segja slökunina róa hugann og auka einbeitinguna.Sjá betri námsárangur Og nú stunda allir nýnemar á framhaldsskólabraut Borgarholtsskóla slökun eða hugleiðslu í skólanum. Tveir nemendur sem rætt var við sögðu gott að byrja daginn í rólegheitum. „Það er rosalega gott að núlla sig í byrjun dags,“ segir Telma Rós. „Maður er rólegri í tímum og maður fær betri einbeitingu.“ Sindri Freyr tekur undir orð Telmu. „Já, maður er einbeittari og ekki eins ofvirkur.“ Kennarar sjá einnig betri námsárangur. „Við teljum okkur sjá árangur af þessu. Þeim gengur betur og þau segja að þetta sé þægilegt, þau fá aukakraft. Eru kannski þreytt þegar þau mæta í skólann en eru endurnærð eftir slökun,“ segir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undirbúnings og sérnáms í skólanum. Börn og uppeldi Heilsa Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Eftir að kostnaður við langtímaveikinda varð gríðarlega hár meðal kennara í Borgarholtsskóla ákvað Ársæll Guðmundsson, skólameistari, að leita nýrra leiða. „Veikindi og áreiti vegna snjallsíma var orðið gríðarlegt - og kvíði og þunglyndi og þá skoðuðum við stjórnendur hvort innhverf íhugun gæti hjálpað til,“ segir hann. Þannig að 2017 fóru allir stjórnendur á námskeið í innhverfri íhugun, stunduðu hana heila önn og ákváðu í framhaldi að bjóða öllum kennurum á námskeið. „Og það sem gerðist er að kostnaður vegna langtímaveikinda starfsfólks lækkaði um tvo þriðju. Við erum að tala um tugi milljóna,“ segir hann.Úr 49 milljónum í 15 milljónir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, segir andrúmsloftið í skólanum betra.vísir/egillKostnaðurinn fór nánar tiltekið úr 49 milljónum á ári niður í fimmtán milljónir og telja stjórnendur hugleiðsluna eiga stærstan þátt í því. Einnig hefur komið fram í könnunum og viðtölum að fólki líði almennt mjög vel í starfi. „Að kosta einhverju til, til þess að styrkja einstaklinga í starfi sínu og betri lífsgæði, líða betur og ná smá hugarró, það er peningum mjög vel varið.“ Ársæll segir að árangurinn hafi verið hvatning til að breiða út boðskapinn. „Við ákváðum 2018 að breyta menningunni í skólanum öllum. Að hugleiðsla í sama hvaða formi, yrði partur af Borgarholtsskóla. Að það sé sjálfsagður hlutur að stunda hugleiðslu.“Telma og Sindri segja slökunina róa hugann og auka einbeitinguna.Sjá betri námsárangur Og nú stunda allir nýnemar á framhaldsskólabraut Borgarholtsskóla slökun eða hugleiðslu í skólanum. Tveir nemendur sem rætt var við sögðu gott að byrja daginn í rólegheitum. „Það er rosalega gott að núlla sig í byrjun dags,“ segir Telma Rós. „Maður er rólegri í tímum og maður fær betri einbeitingu.“ Sindri Freyr tekur undir orð Telmu. „Já, maður er einbeittari og ekki eins ofvirkur.“ Kennarar sjá einnig betri námsárangur. „Við teljum okkur sjá árangur af þessu. Þeim gengur betur og þau segja að þetta sé þægilegt, þau fá aukakraft. Eru kannski þreytt þegar þau mæta í skólann en eru endurnærð eftir slökun,“ segir Hrönn Harðardóttir, sviðsstjóri undirbúnings og sérnáms í skólanum.
Börn og uppeldi Heilsa Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira