150 þúsund hafa pantað nýjan rafpallbíl Tesla á tveimur dögum 23. nóvember 2019 22:45 Elon Musk drekkur í sig fagnaðarlætin eftir að Cybertruck var afhjúpaður. Getty/ FREDERIC J. BROWN Elon Musk, forstjóri Teslu, segir að fyrirtækinu hafi borist 150 þúsund pantanir á rafpallbíl fyrirtækisins sem kynntur var á fimmtudaginn. Bíllinn, sem nefnist Cybertruck, var kynntur með mikilli viðhöfn en rafpallbíllinn hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjulegt og framtíðarlegt útlit. Er hann klæddur ryðfríu stáli og líkist helst „brynvörðum framtíðarbíl,“ líkt og greinandi Guardian orðaði það er bíllinn var kynntur. Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku og er Cybertruck fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl á þeim markaði. Bendir Musk á að pantanirnar 150 þúsund hafi borist fyrirtækinu þrátt fyrir að bíllinn hafi ekkert verið formlega auglýstur.With no advertising & no paid endorsement — Elon Musk (@elonmusk) November 23, 2019 Ef marka má kynninguna á fimmtudaginn þá á ódýrasta útgáfa Cybertruck að vera sex sæta og um 6 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða, með rúmlega 3,5 tonna dráttargetu og næstum 1600 kílóa burðargetu. Hann er afturhjóladrifinn og á að geta komist rúmlega 400 kílómetra á einni hleðslu. Ódýrasta útgáfan kostar frá 39,900 bandaríkjadölum, tæplega 5 milljónum króna á gengi dagsins í dag, og er forsalan þegar hafin. Greinendur á markaði segja ljóst að kynningin hafi vakið mikla athygli þó þeir setji spurningamerki við hönnun bílsins, segja þeir óvíst hvort að hún muni höfða til fjöldans. Kynningu bílsins verður líklega helst minnst fyrir heldur vandræðlega tilraun til að sýna fram á höggþol bílsins. Eftir að hafa barið hurð hans með sleggju, án þess að nokkuð sæist á henni, var komið að rúðum bílsins. Aðstoðarmaður Musk gerði sér lítið fyrir og braut báðar rúðurnar sem hann prófaði, eftir yfirlýsingar um að þær væru óbrjótanlegar. Bílar Tesla Tengdar fréttir Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins. 22. nóvember 2019 06:56 Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Sjá meira
Elon Musk, forstjóri Teslu, segir að fyrirtækinu hafi borist 150 þúsund pantanir á rafpallbíl fyrirtækisins sem kynntur var á fimmtudaginn. Bíllinn, sem nefnist Cybertruck, var kynntur með mikilli viðhöfn en rafpallbíllinn hefur vakið mikla athygli fyrir óvenjulegt og framtíðarlegt útlit. Er hann klæddur ryðfríu stáli og líkist helst „brynvörðum framtíðarbíl,“ líkt og greinandi Guardian orðaði það er bíllinn var kynntur. Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku og er Cybertruck fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl á þeim markaði. Bendir Musk á að pantanirnar 150 þúsund hafi borist fyrirtækinu þrátt fyrir að bíllinn hafi ekkert verið formlega auglýstur.With no advertising & no paid endorsement — Elon Musk (@elonmusk) November 23, 2019 Ef marka má kynninguna á fimmtudaginn þá á ódýrasta útgáfa Cybertruck að vera sex sæta og um 6 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða, með rúmlega 3,5 tonna dráttargetu og næstum 1600 kílóa burðargetu. Hann er afturhjóladrifinn og á að geta komist rúmlega 400 kílómetra á einni hleðslu. Ódýrasta útgáfan kostar frá 39,900 bandaríkjadölum, tæplega 5 milljónum króna á gengi dagsins í dag, og er forsalan þegar hafin. Greinendur á markaði segja ljóst að kynningin hafi vakið mikla athygli þó þeir setji spurningamerki við hönnun bílsins, segja þeir óvíst hvort að hún muni höfða til fjöldans. Kynningu bílsins verður líklega helst minnst fyrir heldur vandræðlega tilraun til að sýna fram á höggþol bílsins. Eftir að hafa barið hurð hans með sleggju, án þess að nokkuð sæist á henni, var komið að rúðum bílsins. Aðstoðarmaður Musk gerði sér lítið fyrir og braut báðar rúðurnar sem hann prófaði, eftir yfirlýsingar um að þær væru óbrjótanlegar.
Bílar Tesla Tengdar fréttir Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins. 22. nóvember 2019 06:56 Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Sjá meira
Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins. 22. nóvember 2019 06:56
Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00