Nýr sprettharður prestur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 11:00 Bryndís í hlaupagallanum en brátt skiptir hún honum út fyrir hempu. Hafnfirðingurinn Bryndís Svavarsdóttir verður sextíu og þriggja ára eftir nokkra daga en lætur það hvorki hindra sig í að sinna prestþjónustu í fyrsta sinn né hlaupa maraþon. Hún er stödd í Singapúr þegar ég næ sambandi við hana, fram undan er 252. maraþonhlaup hennar. Ég sendi Bryndísi spurningar í tölvupósti og spyr fyrst hvort hún hafi lengi látið sig dreyma um að verða prestur. „Það má segja að ég hafi fyrst fengið áhuga á guðfræði í kringum 1995. Þá fór ég að sækja „frjálsu“ kirkjurnar, það er að segja kirkjur utan þjóðkirkjunnar. Um aldamótin 2000 fór mig að langa til að læra guðfræði og fyrst hafði ég í huga skóla í Bandaríkjunum en af því að ég var enn með börn heima, ákvað ég að byrja í Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég í júní 2012 og hef síðan verið í barna- og æskulýðsstarfi í ýmsum kirkjum.“ Bryndís gerir ekki mikið úr guðrækni í æsku, þó hafi þeim systkinum verið kenndar bænir og skólinn verið með Biblíufræðslu. Engin tengsl kveðst hún hafa við Patreksfjörð, þangað hafi hún ekki komið enn en prestakallið nái yfir átta sóknir, Bíldudals-, Breiðuvíkur-, Brjánslækjar-, Haga-, Patreksfjarðar-, Sauðlauksdals- og Saurbæjarsókn. „Ég verð ekki eini presturinn þar, Kristján Arason er starfandi þar núna og við munum sinna prestakallinu saman,“ segir hún og kveðst hlakka til að takast á við starfið. „Það verður spennandi og góð reynsla en ráðningin er tímabundin og gildir til 31. maí 2020.“ Þá vil ég vita hvað hún sé að gera í Singapúr. „Ég flaug frá Singapúr í morgun til Penang og í alvöru hélt ég að ég væri í sama landinu, enda sama eyjan, en Penang fylgir Malasíu. Ég mun hlaupa maraþon hérna aðfaranótt sunnudags og eftir viku mun ég hlaupa annað í Singapúr … svo er það bara Patró …“ Hún kveðst ekki hafa verið á þessum slóðum áður en samt vera búin að hlaupa í nokkrum Asíulöndum. „Næsta hlaup verður númer 252 hjá mér!“ Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Vesturbyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Hafnfirðingurinn Bryndís Svavarsdóttir verður sextíu og þriggja ára eftir nokkra daga en lætur það hvorki hindra sig í að sinna prestþjónustu í fyrsta sinn né hlaupa maraþon. Hún er stödd í Singapúr þegar ég næ sambandi við hana, fram undan er 252. maraþonhlaup hennar. Ég sendi Bryndísi spurningar í tölvupósti og spyr fyrst hvort hún hafi lengi látið sig dreyma um að verða prestur. „Það má segja að ég hafi fyrst fengið áhuga á guðfræði í kringum 1995. Þá fór ég að sækja „frjálsu“ kirkjurnar, það er að segja kirkjur utan þjóðkirkjunnar. Um aldamótin 2000 fór mig að langa til að læra guðfræði og fyrst hafði ég í huga skóla í Bandaríkjunum en af því að ég var enn með börn heima, ákvað ég að byrja í Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég í júní 2012 og hef síðan verið í barna- og æskulýðsstarfi í ýmsum kirkjum.“ Bryndís gerir ekki mikið úr guðrækni í æsku, þó hafi þeim systkinum verið kenndar bænir og skólinn verið með Biblíufræðslu. Engin tengsl kveðst hún hafa við Patreksfjörð, þangað hafi hún ekki komið enn en prestakallið nái yfir átta sóknir, Bíldudals-, Breiðuvíkur-, Brjánslækjar-, Haga-, Patreksfjarðar-, Sauðlauksdals- og Saurbæjarsókn. „Ég verð ekki eini presturinn þar, Kristján Arason er starfandi þar núna og við munum sinna prestakallinu saman,“ segir hún og kveðst hlakka til að takast á við starfið. „Það verður spennandi og góð reynsla en ráðningin er tímabundin og gildir til 31. maí 2020.“ Þá vil ég vita hvað hún sé að gera í Singapúr. „Ég flaug frá Singapúr í morgun til Penang og í alvöru hélt ég að ég væri í sama landinu, enda sama eyjan, en Penang fylgir Malasíu. Ég mun hlaupa maraþon hérna aðfaranótt sunnudags og eftir viku mun ég hlaupa annað í Singapúr … svo er það bara Patró …“ Hún kveðst ekki hafa verið á þessum slóðum áður en samt vera búin að hlaupa í nokkrum Asíulöndum. „Næsta hlaup verður númer 252 hjá mér!“
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Vesturbyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira