Hagi mætir á Laugardalsvöll rúmum 20 árum eftir að pabbi hans fór illa með okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2019 14:01 Hagi-feðgarnir eru báðir númer tíu. vísir/getty Gheorghe Hagi, besti fótboltamaður Rúmeníu, fór illa með Ísland þegar liðin mættust í undankeppni HM 1998. Rúmenía vann báða leikina 4-0 og Hagi skoraði þrjú af átta mörkum Rúmena í leikjunum tveimur. Á þessum tíma voru Rúmenar með eitt besta lið heims.Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 26. mars á næsta ári. Það verður fyrsti leikur liðanna síðan 1997. Einn af bestu ungu leikmönnum Rúmeníu er Ianis Hagi, sonur áðurnefnds Gheorghes Hagi. Strákurinn fæddist 22. október 1998 í Istanbúl þar sem faðir hans lék með Galatasary.Ianis Hagi er ein skærasta stjarna rúmenska landsliðsins.vísir/gettyIanis Hagi er framliggjandi miðjumaður eins og pabbi sinn og leikur í treyju númer tíu hjá landsliðinu eins og hann. Hagi yngri hóf ferilinn hjá Viitorul Constanța, félagi sem Gheorghe Hagi stofnaði 2009. Hagi hefur þjálfað Viitorul Constanța síðan 2014. Þess má geta að Gheorghe Popescu, fyrrverandi samherji Hagis í rúmenska landsliðinu og hjá Barcelona, er stjórnarformaður félagsins. Hagi yngri fór til Fiorentina þar sem hann fékk fá tækifæri. Hann sneri aftur til Viitorul Constanța 2018 en fór svo til Genk í Belgíu í sumar. Hann hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ianis Hagi hefur leikið tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu og verður væntanlega í rúmenska liðinu sem kemur til Íslands í lok mars á næsta ári. Hann var í lykilhlutverki í rúmenska U-21 árs landsliðinu sem komst í undanúrslit á EM í sumar.Gheorghe Hagi í leik gegn Argentínu á HM 1994. Þar komst Rúmeníu í 8-liða úrslit.vísir/gettySvo gæti reyndar farið að Hagi-feðgarnir verði báðir á Laugardalsvellinum. Rúmenía er án landsliðsþjálfara og Gheorghe Hagi hefur verið orðaður við stöðuna. Hann stýrði rúmenska landsliðinu í fjórum leikjum 2001. Gheorghe Hagi, sem var stundum kallaður Maradona Karpatafjallanna, lék 124 landsleiki á árunum 1983-2000 og skoraði 35 mörk. Hann er markahæsti landsliðsmaður Rúmeníu ásamt Adrian Mutu. Hagi lék með rúmenska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum. Hagi er einn fárra leikmanna sem hafa bæði leikið með Barcelona og Real Madrid. Síðustu ár ferilsins lék hann með Galatasary þar sem hann varð fjórum sinnum tyrkneskur meistari og vann Evrópukeppni félagsliða 2000. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Gheorghe Hagi, besti fótboltamaður Rúmeníu, fór illa með Ísland þegar liðin mættust í undankeppni HM 1998. Rúmenía vann báða leikina 4-0 og Hagi skoraði þrjú af átta mörkum Rúmena í leikjunum tveimur. Á þessum tíma voru Rúmenar með eitt besta lið heims.Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 26. mars á næsta ári. Það verður fyrsti leikur liðanna síðan 1997. Einn af bestu ungu leikmönnum Rúmeníu er Ianis Hagi, sonur áðurnefnds Gheorghes Hagi. Strákurinn fæddist 22. október 1998 í Istanbúl þar sem faðir hans lék með Galatasary.Ianis Hagi er ein skærasta stjarna rúmenska landsliðsins.vísir/gettyIanis Hagi er framliggjandi miðjumaður eins og pabbi sinn og leikur í treyju númer tíu hjá landsliðinu eins og hann. Hagi yngri hóf ferilinn hjá Viitorul Constanța, félagi sem Gheorghe Hagi stofnaði 2009. Hagi hefur þjálfað Viitorul Constanța síðan 2014. Þess má geta að Gheorghe Popescu, fyrrverandi samherji Hagis í rúmenska landsliðinu og hjá Barcelona, er stjórnarformaður félagsins. Hagi yngri fór til Fiorentina þar sem hann fékk fá tækifæri. Hann sneri aftur til Viitorul Constanța 2018 en fór svo til Genk í Belgíu í sumar. Hann hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ianis Hagi hefur leikið tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu og verður væntanlega í rúmenska liðinu sem kemur til Íslands í lok mars á næsta ári. Hann var í lykilhlutverki í rúmenska U-21 árs landsliðinu sem komst í undanúrslit á EM í sumar.Gheorghe Hagi í leik gegn Argentínu á HM 1994. Þar komst Rúmeníu í 8-liða úrslit.vísir/gettySvo gæti reyndar farið að Hagi-feðgarnir verði báðir á Laugardalsvellinum. Rúmenía er án landsliðsþjálfara og Gheorghe Hagi hefur verið orðaður við stöðuna. Hann stýrði rúmenska landsliðinu í fjórum leikjum 2001. Gheorghe Hagi, sem var stundum kallaður Maradona Karpatafjallanna, lék 124 landsleiki á árunum 1983-2000 og skoraði 35 mörk. Hann er markahæsti landsliðsmaður Rúmeníu ásamt Adrian Mutu. Hagi lék með rúmenska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum. Hagi er einn fárra leikmanna sem hafa bæði leikið með Barcelona og Real Madrid. Síðustu ár ferilsins lék hann með Galatasary þar sem hann varð fjórum sinnum tyrkneskur meistari og vann Evrópukeppni félagsliða 2000.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15
Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41
Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti