
Enda hitti hún heldur betur á réttu samsetninguna. Á annað hundrað uppskriftir bárust í keppnina að þessu sinni, dómnefnd valdi tuttugu þeirra úr til frekari smökkunar og féll fyrir Mæru-lyst.
Guðný mælir með því að baka fullan kökubauk og láta hann standa á stofuborðinu alla aðventuna. Þeir sem vilja spreyta sig á Mæru-lyst fyrir jólin geta fylgt uppskriftinni hér fyrir neðan.
Mæru-lyst
150 g lint smjör
100 g dökkur púðursykur
100 g hrásykur
1 egg
200 g Kornax hveiti
1 tsk vínsteins lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
2 tsk gróft malað hafsalt rifinn börkur af einni appelsínu
150 g Síríus karamellukurl.
Hrærið smjör, púðursykur og hrásykur vel saman. Bætið við eggi, appelsínuberki og vanilludropum og hrærið vel. Sigtið saman hveiti, vínsteins lyftiduft og matarsóda og bætið við ásamt karamellukurli og hafsalti og hrærið varlega saman við.
Setjið á bökunarplötu með lítilli teskeið, kökurnar renna dálítið út. Bakið við 180°C í 7-10 mín.
Skraut ofan á
1 poki hvítir súkkulaðidropar (um 150 g)
ca 75 g Síríus karamellukurl
Bræðið súkkulaðidropana í vatnsbaði og setjið yfir kökurnar. Stráið karamellukurli yfir.
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Lífland