Heinaste kyrrsett í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 12:12 Togarinn Heinaste var á sínum tíma að stórum hluta í eigu Samherja. Nú á Samherji hlut í félaginu sem á togaranum. Togarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, félags sem íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur af dómara að kröfu yfirvalda í Namibíu. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá og vísar til úrskurðar dómara. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, var handtekinn í fyrradag og leiddur fyrir dómara í gær. Hann er laus úr haldi. Talið er að kyrrsetningin hafi verið gerð til að framkvæma leit í skipinu. Arngrímur sagðist í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær hafna því að hafa gerst sekur um brot en hann er sakaður um að hafa veitt innan lögsögu Namibíu. Vegabréf hans er í umsjá lögreglu og er honum meinað að yfirgefa landið. Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, sagði í viðtali við Vísi í gær að vel væri haldið utan um Arngrím. Síðustu daga hafa fjórir skipstjórar verið handteknir vegna svipaðra mála þar í landi. Mikill ólga hefur verið í Namibíu vegna ásakana á hendur ráðamanna þar í landi um að hafa þegið mútur frá Samherja. Að mati Björgólfs má leiða líkur að því að það hafi haft áhrif á umfjöllun þar í landi um mál Arngríms. „Það má eflaust leiða líkur að því, án þess að ég kunni að meta það, að þessi umfjöllun hafi þarna einhver áhrif,“ segir Björgólfur. Arnrgrímur sagði í yfirlýsingunni í gær að hann hefði aldrei á sínum 34 ára skipstjóraferli verið sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Málið sé honum mikil vonbrigði. Eftir því sem hann kemst næst er slíkum málum í Namibíu lokið með sektargreiðslu. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 „Gamall félagi sem ég þekki til margra ára“ Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. 21. nóvember 2019 19:45 „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Togarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, félags sem íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur af dómara að kröfu yfirvalda í Namibíu. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá og vísar til úrskurðar dómara. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, var handtekinn í fyrradag og leiddur fyrir dómara í gær. Hann er laus úr haldi. Talið er að kyrrsetningin hafi verið gerð til að framkvæma leit í skipinu. Arngrímur sagðist í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær hafna því að hafa gerst sekur um brot en hann er sakaður um að hafa veitt innan lögsögu Namibíu. Vegabréf hans er í umsjá lögreglu og er honum meinað að yfirgefa landið. Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, sagði í viðtali við Vísi í gær að vel væri haldið utan um Arngrím. Síðustu daga hafa fjórir skipstjórar verið handteknir vegna svipaðra mála þar í landi. Mikill ólga hefur verið í Namibíu vegna ásakana á hendur ráðamanna þar í landi um að hafa þegið mútur frá Samherja. Að mati Björgólfs má leiða líkur að því að það hafi haft áhrif á umfjöllun þar í landi um mál Arngríms. „Það má eflaust leiða líkur að því, án þess að ég kunni að meta það, að þessi umfjöllun hafi þarna einhver áhrif,“ segir Björgólfur. Arnrgrímur sagði í yfirlýsingunni í gær að hann hefði aldrei á sínum 34 ára skipstjóraferli verið sakaður um að hafa brotið af sér í starfi. Málið sé honum mikil vonbrigði. Eftir því sem hann kemst næst er slíkum málum í Namibíu lokið með sektargreiðslu.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15 „Gamall félagi sem ég þekki til margra ára“ Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. 21. nóvember 2019 19:45 „Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37
Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar. 21. nóvember 2019 12:15
„Gamall félagi sem ég þekki til margra ára“ Forstjóri Samherja segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. 21. nóvember 2019 19:45
„Þessi veiðiferð átti að vera sú síðasta á ferlinum“ Arngrímur Brynjólfsson segist aldrei hafa verið sakaður um álíka brot á 49 ára ferli sínum sem sjómaður. 21. nóvember 2019 15:40