Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2019 10:28 Vinkonurnar Ásdís Rán og Ruja Ignatova sem er einhver alræmdasta fjársvikakona sögunnar. Hún er horfin sporlaust af yfirborði jarðar. fbl/stefán/flickr/onecoin Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, kemur óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára. Að sögn DV, sem greinir frá þessu í helgarblaði sínu, teygir málið sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af FBI. Að sögn DV er um að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja. Heimildir DV herma að reynt hafi verið að koma OneCoin í sölu hérlendis en án árangurs. Þetta framtak var keyrt áfram af Ruja Ignatova, hún skipulagði ýmsa atburði þessu tengt en sú sem skipulagði veislur, var kynnir í þeim flestum var svo starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins, nefnilega Ásdís Rán. Hún ræðir við DV og segist ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017. Hún viti ekki hvort Ruja sé dáin eða hvað. Og Ásdís Rán á erfitt með að trúa því að um sé að ræða fjársvikamyllu. „Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð,“ segir Ásdís Rán en vill ekki ansa því hvort hún sjálf hafi fjárfest í þessu vafasama uppátæki. Erlendir miðlar hafa fjallað um málið. Þannig er til dæmis sagt af því á Guardian undir fyrirsögninni „The missing cryptoqueen: the hunt for a multi-billion-dollar scam artist“. Er þar vísað til Ruja Inatova. Í lauslegri þýðingu: Hin horfna rafmyntadrottning: leitin að margra billjóna dollara svikahrappi. Þar er spurt hvað í ósköpunum varð til þess að skynsamt fólk sturtaði óheyrilegum fjármunum í svo vafasöm tiltæki og er rætt við fórnarlömb. Búlgaría Rafmyntir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, kemur óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára. Að sögn DV, sem greinir frá þessu í helgarblaði sínu, teygir málið sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af FBI. Að sögn DV er um að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja. Heimildir DV herma að reynt hafi verið að koma OneCoin í sölu hérlendis en án árangurs. Þetta framtak var keyrt áfram af Ruja Ignatova, hún skipulagði ýmsa atburði þessu tengt en sú sem skipulagði veislur, var kynnir í þeim flestum var svo starfsmaður OneCoin og andlit fyrirtækisins, nefnilega Ásdís Rán. Hún ræðir við DV og segist ekkert hafa starfað fyrir fyrirtækið frá því vinkona hennar hvarf árið 2017. Hún viti ekki hvort Ruja sé dáin eða hvað. Og Ásdís Rán á erfitt með að trúa því að um sé að ræða fjársvikamyllu. „Þetta er bara blásið upp eins og Bitcoin á sínum tíma. Það er alveg á línunni hvort þetta sé löglegt eða ólöglegt, en því hefur verið haldið fram að þetta sé löglegt og það má alveg deila um það. Það sama á við um mörg píramídafyrirtæki yfirhöfuð,“ segir Ásdís Rán en vill ekki ansa því hvort hún sjálf hafi fjárfest í þessu vafasama uppátæki. Erlendir miðlar hafa fjallað um málið. Þannig er til dæmis sagt af því á Guardian undir fyrirsögninni „The missing cryptoqueen: the hunt for a multi-billion-dollar scam artist“. Er þar vísað til Ruja Inatova. Í lauslegri þýðingu: Hin horfna rafmyntadrottning: leitin að margra billjóna dollara svikahrappi. Þar er spurt hvað í ósköpunum varð til þess að skynsamt fólk sturtaði óheyrilegum fjármunum í svo vafasöm tiltæki og er rætt við fórnarlömb.
Búlgaría Rafmyntir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira