Fögnuðu 30 ára afmæli Barnasáttmálans Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2019 20:00 Alþjóðadagur barna er í dag og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fagnar þrjátíu ára afmæli. Þessu var fagnað með ýmsum viðburðum í dag. Fréttastofan fékk efnilegan fréttamann, Ingunni Sif Isorenu Þórðardóttur, til liðs við sig við vinnslu fréttarinnar. Í tilurð Barnasáttmálans er kveðið á um að mannréttindi eigi að tryggja öllum mönnum rétt til þess að njóta mannlegrar reisnar. Sáttmálinn markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna og felur hann í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna.Ingunn Sig Isorena Þórðardóttir gekk til liðs við fréttastofuna í dag og vann frétt um afmæli Barnasáttmálans í tilefni dagsins.Vísir/Jóhann K.30 ár frá samþykkt Barnasáttmálans en aðeins sex ár frá því hann var lögfestur hér á landi Barnasáttmálinn var tilbúinn til undirritunar og fullgildingar hjá Sameinuðu þjóðunum þennan dag árið 1989. Á Íslandi var barnasáttmálinn fullgildur árið 1992 en aðeins eru sex ár síðan hann var lögfestur. Í tilefni afmælis sáttmálans var efnt til hátíðahalda víða um land þar sem tímamótunum var fagnað.Rúmlega tvöhundruð börn tóku þátt í réttindagöngu í miðborginni í dag.Vísir/FriðrikBörn fóru í kröfugöngu Í Grafarvogi, miðborginni og í Vesturbæ fóru börn í réttindagöngu og í Vesturbæ Reykjavíkur hlutu skólar viðurkenningu Unicef sem réttindaskólar og réttindafrístund, þeir fyrstu á Íslandi. Í afmælisdagskránni í Kópavogi er áhersla lögð á umhverfis- og loftslagsmál, frið, réttindi og þátttöku barna í samfélaginu. Vitið þið hvað stendur í barnasáttmálanum sem þið eigið að hafa rétt á? „Tjá sig, bara fá menntun og að við eigum að fá að segja okkar skoðun,“ sögðu Hulda Sigrún og Dunja Sól í samtali við fréttastofu.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi við hátíðahöldin í dag.Vísir/Jóhann K.Bæjarstjóri Kópavogs segir mikilvægt að börn fái að taka þátt í samfélaginu Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir Barnasáttmálann mikilvægan og að áríðandi sé að börn fá að koma að ákvörðunum til dæmis í stjórnkerfinu. „Börn þurfa að njóta virðingar, réttlætis og jafnræðis. Við þurfum að virða lýðræðið gagnvart börnunum. Fá þau til þess að taka þátt á ákvörðunum með okkur, þannig að í rauninni held ég að hann hafi allt til að bera sem getur sagt að hann sé frábær,“ segir Ármann. Börn og uppeldi Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi heildstæðari stefnu í málefnum barna Sex ár eru liðin síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi en enn hefur sáttmálinn ekki verið innleiddur. Ísland hefur fengið athugasemd frá Sameinuðu þjóðunum um að hafa enga heildstæða stefnumótun. 28. febrúar 2019 08:00 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna innleiddur í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 22. maí 2018 22:05 Afmæli Barnasáttmálans: Miklar framfarir en nýjar ógnir Enn er þörf á brýnum umbótum í þágu fátæskustu barna þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 18. nóvember 2019 16:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Alþjóðadagur barna er í dag og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fagnar þrjátíu ára afmæli. Þessu var fagnað með ýmsum viðburðum í dag. Fréttastofan fékk efnilegan fréttamann, Ingunni Sif Isorenu Þórðardóttur, til liðs við sig við vinnslu fréttarinnar. Í tilurð Barnasáttmálans er kveðið á um að mannréttindi eigi að tryggja öllum mönnum rétt til þess að njóta mannlegrar reisnar. Sáttmálinn markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna og felur hann í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna.Ingunn Sig Isorena Þórðardóttir gekk til liðs við fréttastofuna í dag og vann frétt um afmæli Barnasáttmálans í tilefni dagsins.Vísir/Jóhann K.30 ár frá samþykkt Barnasáttmálans en aðeins sex ár frá því hann var lögfestur hér á landi Barnasáttmálinn var tilbúinn til undirritunar og fullgildingar hjá Sameinuðu þjóðunum þennan dag árið 1989. Á Íslandi var barnasáttmálinn fullgildur árið 1992 en aðeins eru sex ár síðan hann var lögfestur. Í tilefni afmælis sáttmálans var efnt til hátíðahalda víða um land þar sem tímamótunum var fagnað.Rúmlega tvöhundruð börn tóku þátt í réttindagöngu í miðborginni í dag.Vísir/FriðrikBörn fóru í kröfugöngu Í Grafarvogi, miðborginni og í Vesturbæ fóru börn í réttindagöngu og í Vesturbæ Reykjavíkur hlutu skólar viðurkenningu Unicef sem réttindaskólar og réttindafrístund, þeir fyrstu á Íslandi. Í afmælisdagskránni í Kópavogi er áhersla lögð á umhverfis- og loftslagsmál, frið, réttindi og þátttöku barna í samfélaginu. Vitið þið hvað stendur í barnasáttmálanum sem þið eigið að hafa rétt á? „Tjá sig, bara fá menntun og að við eigum að fá að segja okkar skoðun,“ sögðu Hulda Sigrún og Dunja Sól í samtali við fréttastofu.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi við hátíðahöldin í dag.Vísir/Jóhann K.Bæjarstjóri Kópavogs segir mikilvægt að börn fái að taka þátt í samfélaginu Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir Barnasáttmálann mikilvægan og að áríðandi sé að börn fá að koma að ákvörðunum til dæmis í stjórnkerfinu. „Börn þurfa að njóta virðingar, réttlætis og jafnræðis. Við þurfum að virða lýðræðið gagnvart börnunum. Fá þau til þess að taka þátt á ákvörðunum með okkur, þannig að í rauninni held ég að hann hafi allt til að bera sem getur sagt að hann sé frábær,“ segir Ármann.
Börn og uppeldi Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi heildstæðari stefnu í málefnum barna Sex ár eru liðin síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi en enn hefur sáttmálinn ekki verið innleiddur. Ísland hefur fengið athugasemd frá Sameinuðu þjóðunum um að hafa enga heildstæða stefnumótun. 28. febrúar 2019 08:00 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna innleiddur í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 22. maí 2018 22:05 Afmæli Barnasáttmálans: Miklar framfarir en nýjar ógnir Enn er þörf á brýnum umbótum í þágu fátæskustu barna þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 18. nóvember 2019 16:00 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Stjórnvöld þurfi heildstæðari stefnu í málefnum barna Sex ár eru liðin síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi en enn hefur sáttmálinn ekki verið innleiddur. Ísland hefur fengið athugasemd frá Sameinuðu þjóðunum um að hafa enga heildstæða stefnumótun. 28. febrúar 2019 08:00
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna innleiddur í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 22. maí 2018 22:05
Afmæli Barnasáttmálans: Miklar framfarir en nýjar ógnir Enn er þörf á brýnum umbótum í þágu fátæskustu barna þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 18. nóvember 2019 16:00