Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2019 18:30 Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gær að fíkniefnið Spice, hafi fundist í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu nýverið. „Þetta hefst í rauninni á því að skólayfirvöld hafa samband við barnavernd með einhver torkennileg efni og það er rannsakað og efnagreint hjá háskólanum og þar kemur í ljós að um er að ræða svokallað Spice,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Jóhann K.Spice yfirleitt fundist í fangelsum en ekki í almennri dreifinguFréttastofan greindi frá því í lok október að óvenju mikið af fíkniefninu hafi fundist við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Í fangelsinu hafa fangaverðir fundið efnið í miklu mæli frá árinu 2017. „Þetta hefur yfirleitt loðað við fangelsi bæði hér heima og erlendis og þróunin erlendis hefur sýnt að efnin færast meira og meira út á almennan markað,“ segir Leifur Gauti. Leifur segir að sé mikið áhyggjuefni að efnið sé í almennri dreifingu og hvað þá á meðal barna og ungmenna. hann segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fíkniefnið finnist í rafrettuvökva á Íslandi.Ekki ljóst í hve mikilli dreifingu Spice er á almennum markaði. Hæpið að þetta sé eina tilfellið „Nei, við vitum það ekki að svo stöddu,“ segir Leifur. Spice var sett í reglugerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. Lögreglan vill hvetja forráðamenn barna og unglinga til þess að vera á varðbergi. Efnið sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið meðal annars aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Leifur segir að ætla megi að efnið sé í meiri dreifingu en áður hefur verið haldið. „Það er frekar hæpið að þetta sé einstakt tilfelli. Við höfum af þessu miklar áhyggjur. Erlendis er verið að selja þetta efni sem vape, sem THC upplausn og eitthvað álíka, sem það er alls ekki, þetta er miklu miklu hættulegra og skaðlegra efni,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fíkniefnavandinn Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50 Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gær að fíkniefnið Spice, hafi fundist í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu nýverið. „Þetta hefst í rauninni á því að skólayfirvöld hafa samband við barnavernd með einhver torkennileg efni og það er rannsakað og efnagreint hjá háskólanum og þar kemur í ljós að um er að ræða svokallað Spice,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Jóhann K.Spice yfirleitt fundist í fangelsum en ekki í almennri dreifinguFréttastofan greindi frá því í lok október að óvenju mikið af fíkniefninu hafi fundist við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Í fangelsinu hafa fangaverðir fundið efnið í miklu mæli frá árinu 2017. „Þetta hefur yfirleitt loðað við fangelsi bæði hér heima og erlendis og þróunin erlendis hefur sýnt að efnin færast meira og meira út á almennan markað,“ segir Leifur Gauti. Leifur segir að sé mikið áhyggjuefni að efnið sé í almennri dreifingu og hvað þá á meðal barna og ungmenna. hann segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fíkniefnið finnist í rafrettuvökva á Íslandi.Ekki ljóst í hve mikilli dreifingu Spice er á almennum markaði. Hæpið að þetta sé eina tilfellið „Nei, við vitum það ekki að svo stöddu,“ segir Leifur. Spice var sett í reglugerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. Lögreglan vill hvetja forráðamenn barna og unglinga til þess að vera á varðbergi. Efnið sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið meðal annars aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Leifur segir að ætla megi að efnið sé í meiri dreifingu en áður hefur verið haldið. „Það er frekar hæpið að þetta sé einstakt tilfelli. Við höfum af þessu miklar áhyggjur. Erlendis er verið að selja þetta efni sem vape, sem THC upplausn og eitthvað álíka, sem það er alls ekki, þetta er miklu miklu hættulegra og skaðlegra efni,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Fíkniefnavandinn Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50 Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15
Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50
Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15