Alþingi mátti ekki veita skólastjóra aðgang að upptökum af krökkum í kannabisneyslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2019 14:36 Kennararnir sögðust hafa staðið þrjá krakka að verki á lóð Alþingis við Templarasund við skrifstofur Umboðsmanns Alþingis. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrifstofu Alþingis hafi ekki verið heimilt að veita skólastjóra í grunnskóla nokkrum aðgang að myndefni úr eftirlitsmyndavél árið 2018. Skólastjórinn óskaði eftir aðgangi að efninu eftir að kennarar við skólann sögðust hafa gripið þrjá nemendur í skólanum við vímuefnaneyslu á lóð Alþingis. Haft var samband við foreldra nemendanna þriggja en foreldrar eins þeirra höfnuðu að þeirra barn hefði tekið þátt í neyslunni.Fyrir vikið óskaði skólastjórinn eftir aðgangi að myndefni úr eftirlitsmyndavél úr garðinum og fékk. Vildi hann geta sýnt fram á þátttöku hvers og eins barns. Á myndefninu sást að börnin þrjú neyttu öll vímuefna.Skólastjórinn fékk að koma í heimsókn Persónuvernd barst ábending vegna málsins og leitaði í framhaldinu svara á skrifstofu Alþingis. Þar kom fram að skólastjóranum hefði verið neitað um aðgang upptaka úr kerfinu nema að undangenginni beiðni frá lögreglu. Skólastjórinn mætti hins vegar koma í heimsókn, sem hann og gerði, og sjá efni úr einni vél.Lögregla gerir reglulega upptækar kannabisplöntur í ræktun hér á landi.Fréttablaðið/StefánEngin afrit hafi verið gerð og upptökur ekki lengur til. Einnig segir að skrifstofa Alþingis hafi yfirfarið atvik málsins og farið yfir meðferð og eyðingu efnis úr öryggismyndavélum. Niðurstaða skrifstofunnar sé að um hafi verið að ræða undantekningu frá fastri framkvæmd. Í bréfinu segir jafnframt að þó að ljóst sé að leitast hafi verið við að verða við málefnalegum óskum skólastjórans hafi ekki verið gætt ákvæða persónuverndarlaga. Skrifstofan hafi endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun svo að atvik af þeim toga sem um ræðir í þessu máli gerist ekki aftur. Persónuvernd spurði í framhaldinu hvort skrifstofan hefði upplýst forsjáraðila nemendanna, samhliða skoðun myndefnis, um að skrifstofan hefði haft undir höndum myndefni sem sýndi neyslu kannabisefna. Í svari frá skrifstofunni kom fram að starfsmenn hafi ekki lagt mat á eða tekið afstöðu til þess sem fram kom á upptökunni eða verið í þeirri aðstöðu að geta fullyrt að um væri að ræða myndefni sem sýndi börnin neyta kannabisefna. Þá hefði skrifstofan ekki haft upplýsingar um hvað nemendurnir hétu eða forsjáraðila þeirra.Aðeins með leyfi fólks, persónuverndar eða lögreglu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að Alþingi hafi gerst brotlegt við persónuverndarlög þar sem segir að það efni sem til verður við rafræna vöktun verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt sé þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Fram kemur í niðurstöðunni að í ljósi þess að Alþingi hafi þegar endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga, sem aflað sé með rafrænni vöktun, til að koma í veg fyrir að atvik af þessum toga endurtaki sig sé ekki tilefni til að gefa fyrirmæli um úrbætur. Þá kemur fram að meðferð málsins hafi tafist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Fíkniefnavandinn Persónuvernd Skóla - og menntamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að skrifstofu Alþingis hafi ekki verið heimilt að veita skólastjóra í grunnskóla nokkrum aðgang að myndefni úr eftirlitsmyndavél árið 2018. Skólastjórinn óskaði eftir aðgangi að efninu eftir að kennarar við skólann sögðust hafa gripið þrjá nemendur í skólanum við vímuefnaneyslu á lóð Alþingis. Haft var samband við foreldra nemendanna þriggja en foreldrar eins þeirra höfnuðu að þeirra barn hefði tekið þátt í neyslunni.Fyrir vikið óskaði skólastjórinn eftir aðgangi að myndefni úr eftirlitsmyndavél úr garðinum og fékk. Vildi hann geta sýnt fram á þátttöku hvers og eins barns. Á myndefninu sást að börnin þrjú neyttu öll vímuefna.Skólastjórinn fékk að koma í heimsókn Persónuvernd barst ábending vegna málsins og leitaði í framhaldinu svara á skrifstofu Alþingis. Þar kom fram að skólastjóranum hefði verið neitað um aðgang upptaka úr kerfinu nema að undangenginni beiðni frá lögreglu. Skólastjórinn mætti hins vegar koma í heimsókn, sem hann og gerði, og sjá efni úr einni vél.Lögregla gerir reglulega upptækar kannabisplöntur í ræktun hér á landi.Fréttablaðið/StefánEngin afrit hafi verið gerð og upptökur ekki lengur til. Einnig segir að skrifstofa Alþingis hafi yfirfarið atvik málsins og farið yfir meðferð og eyðingu efnis úr öryggismyndavélum. Niðurstaða skrifstofunnar sé að um hafi verið að ræða undantekningu frá fastri framkvæmd. Í bréfinu segir jafnframt að þó að ljóst sé að leitast hafi verið við að verða við málefnalegum óskum skólastjórans hafi ekki verið gætt ákvæða persónuverndarlaga. Skrifstofan hafi endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun svo að atvik af þeim toga sem um ræðir í þessu máli gerist ekki aftur. Persónuvernd spurði í framhaldinu hvort skrifstofan hefði upplýst forsjáraðila nemendanna, samhliða skoðun myndefnis, um að skrifstofan hefði haft undir höndum myndefni sem sýndi neyslu kannabisefna. Í svari frá skrifstofunni kom fram að starfsmenn hafi ekki lagt mat á eða tekið afstöðu til þess sem fram kom á upptökunni eða verið í þeirri aðstöðu að geta fullyrt að um væri að ræða myndefni sem sýndi börnin neyta kannabisefna. Þá hefði skrifstofan ekki haft upplýsingar um hvað nemendurnir hétu eða forsjáraðila þeirra.Aðeins með leyfi fólks, persónuverndar eða lögreglu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að Alþingi hafi gerst brotlegt við persónuverndarlög þar sem segir að það efni sem til verður við rafræna vöktun verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt sé þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Fram kemur í niðurstöðunni að í ljósi þess að Alþingi hafi þegar endurskoðað verklag sitt við meðferð persónuupplýsinga, sem aflað sé með rafrænni vöktun, til að koma í veg fyrir að atvik af þessum toga endurtaki sig sé ekki tilefni til að gefa fyrirmæli um úrbætur. Þá kemur fram að meðferð málsins hafi tafist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd.
Fíkniefnavandinn Persónuvernd Skóla - og menntamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira