Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 20:00 Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. „Við vorum að rannsaka umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Skoðuðum komur kvenna sem sannarlega voru að koma vegna heimilisofbeldis og sögðu sjálfar frá því,“ segir Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil rannsókn er gerð á Íslandi. Á tímabilinu sögðust 1500 konur hafa leitað á spítalann vegna heimilisofbeldis, eða um 150 konur að meðaltali á ári. Margar þeirra koma ítrekað. „Þetta er ein annan hvern dag, svona um það bil. Sem sannarlega segja að heimilisofbeldi sé ástæðan, oft er erfitt að segja frá því þegar þú kemur á spítalann, að segja „maðurinn minn gerði þetta.““ Um fjörutíu prósent kvenna voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi. Þá höfðu um tíu prósent verið teknar hálstaki. Um þrjú prósent kvenna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Það eru 45 konur. Drífa segir svokallaða yfirborðsáverka algengasta. „Það er gömul mýta að tala um að þetta sé innan sundbolasvæðis, það er ekki rétt. Þetta eru skrámur, marblettir, rispur, tognanir, ofreynsla á hrygg og síðan eru þetta líka beinbrot, við sjáum alveg slatta af því,“ segir Drífa. Auk þess að leggja mat á umfangið var markmiðið að kanna kostnað spítalans vegna ofbeldisins. Fengin voru gögn frá hagdeild spítalans þar sem einungis er lagt mat á hvað grunnmeðferð vegna áverkanna kostaði. „Þetta eru um hundrað milljónir sem þetta kostaði á þessu tíu ára tímabili en ég ítreka að þetta er bara beinn kostnaður, ekki sálfræðikostnaður, eða lyf til að sofa eftir svona atvik, eða kostnaður til kominn vegna þess að konur eru frá vinnu.“ Ætla má að kostnaðurinn sé mun hærri. „Það er til finnsk rannsókn sem segir að um tíu til fimmtíu prósent af heimilisofbeldismálum sem fattast að séu heimilisofbeldismál á spítalanum. Þannig ef við margföldum þetta og förum að gera áætlun, má segja að ef þetta er helmingurinn eru þetta um 200 milljónir en ef þetta er tíu prósent að þá er þetta kannski heill milljarður,“ segir Drífa að lokum. Landspítalinn Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. „Við vorum að rannsaka umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Skoðuðum komur kvenna sem sannarlega voru að koma vegna heimilisofbeldis og sögðu sjálfar frá því,“ segir Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild HÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil rannsókn er gerð á Íslandi. Á tímabilinu sögðust 1500 konur hafa leitað á spítalann vegna heimilisofbeldis, eða um 150 konur að meðaltali á ári. Margar þeirra koma ítrekað. „Þetta er ein annan hvern dag, svona um það bil. Sem sannarlega segja að heimilisofbeldi sé ástæðan, oft er erfitt að segja frá því þegar þú kemur á spítalann, að segja „maðurinn minn gerði þetta.““ Um fjörutíu prósent kvenna voru með áverka á höfði, í andliti og á hálsi. Þá höfðu um tíu prósent verið teknar hálstaki. Um þrjú prósent kvenna þurfti að leggja inn vegna aðgerðar. Það eru 45 konur. Drífa segir svokallaða yfirborðsáverka algengasta. „Það er gömul mýta að tala um að þetta sé innan sundbolasvæðis, það er ekki rétt. Þetta eru skrámur, marblettir, rispur, tognanir, ofreynsla á hrygg og síðan eru þetta líka beinbrot, við sjáum alveg slatta af því,“ segir Drífa. Auk þess að leggja mat á umfangið var markmiðið að kanna kostnað spítalans vegna ofbeldisins. Fengin voru gögn frá hagdeild spítalans þar sem einungis er lagt mat á hvað grunnmeðferð vegna áverkanna kostaði. „Þetta eru um hundrað milljónir sem þetta kostaði á þessu tíu ára tímabili en ég ítreka að þetta er bara beinn kostnaður, ekki sálfræðikostnaður, eða lyf til að sofa eftir svona atvik, eða kostnaður til kominn vegna þess að konur eru frá vinnu.“ Ætla má að kostnaðurinn sé mun hærri. „Það er til finnsk rannsókn sem segir að um tíu til fimmtíu prósent af heimilisofbeldismálum sem fattast að séu heimilisofbeldismál á spítalanum. Þannig ef við margföldum þetta og förum að gera áætlun, má segja að ef þetta er helmingurinn eru þetta um 200 milljónir en ef þetta er tíu prósent að þá er þetta kannski heill milljarður,“ segir Drífa að lokum.
Landspítalinn Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira