Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. desember 2019 06:30 Fastlaunasamningum á Landspítalanum verður sagt upp og telur forstjóri spítalans að það muni spara hundruð milljóna. stöð 2 Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Hann útilokar ekki uppsagnir en vonar að hægt verði að fækka fólki í gegnum starfsmannaveltu. Landspítalinn þarf að skera niður um þrjá milljarða króna á næsta ári og kynnti forstjóri spítalans viðamiklar aðhaldsaðgerðir í haust. Meðal aðgerða sem nú er að einhverju leiti komin til framkvæmda eru uppsagnir á fastlaunasamningum starfsfólks. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að ýmsu verði breytt í rekstri spítalans, þar á meðal verði ódýrari lyf notuð og markvissari rannsóknum beitt.stöð 2 „Við erum að fara í þetta stétt af stétt hér á spítalanum og byrjum á þeim sem hafa hæstar upphæðir í fastlaunasamningum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Fyrst eru það læknar, það eru að einhverju leyti hjúkrunarfræðingar, stjórnendur og starfsfólk á stoðsviðum, þetta eru allt hlutir sem við munum þurfa að fara í.“ Páll segir hundraði milljóna króna verða sparaða með uppsögnum á fastlaunasamningum en hærri sparnaður verði þó í öðru. Læknafélag Íslands hefur líst yfir að það hafni skipulagsbreytingum forstjórans og jafnlaunavottun. Forstjórinn vill ekki tjá sig um einstakar stéttir. Tímabundnar ráðningar hafa í mörgum tilfellum ekki verið endurnýjaðar á Landspítalanum.stöð 2 „Mér finnst reyndar almennt að þeir sem þetta snertir sýni þessu skilning en auðvitað er enginn ánægður með það að lækka sín laun. Við erum síðan í rekstri að fara í fjölmargt, við erum til dæmis að nota ódýrari lyf sem eru samt jafn góð og í markvissari í rannsóknum,“ segir Páll. Páll segir jafnframt að fækka þurfi fólki. „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu, uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað snúa að framkvæmdastjórum og hafa átt sér stað, í einhverjum tilvikum höfum við ekki endurnýjað tímabundnar ráðningar en svo er hér mikil starfsmannavelta og við notum hana fyrst og fremst til að fækka fólki. Það er þó ekki hægt að útiloka að það þurfi að segja upp einhverju fólki,“ segir Páll.Viðbót frá Landspítalanum klukkan 10:24Vegna fréttaflutnings um að öllum fastlaunasamningum á Landspítala verði sagt upp, þá vill spítalinn árétta eftirfarandi. Landspítali hefur mótað þá stefnu að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum verði framvegis tímabundnir til að auka skilvirkni og sveigjanleika í starfseminni, ásamt því að mæta hagræðingarkröfum.Í því skyni þarf að segja upp núgildandi samningum þar sem þeir voru flestir ótímabundnir. Oftast fækkar fjölda tíma í fastri yfirvinnu við þessa breytingu, enda er markmiðið hagræðing auk samræmingar. Þessi vinna er hafin, en mun taka einhverja mánuði þar sem hún er vandasöm og tímafrek.Við þá vinnu verður leitast við að gæta samræmis milli hópa í innbyrðis samanburði. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Hann útilokar ekki uppsagnir en vonar að hægt verði að fækka fólki í gegnum starfsmannaveltu. Landspítalinn þarf að skera niður um þrjá milljarða króna á næsta ári og kynnti forstjóri spítalans viðamiklar aðhaldsaðgerðir í haust. Meðal aðgerða sem nú er að einhverju leiti komin til framkvæmda eru uppsagnir á fastlaunasamningum starfsfólks. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að ýmsu verði breytt í rekstri spítalans, þar á meðal verði ódýrari lyf notuð og markvissari rannsóknum beitt.stöð 2 „Við erum að fara í þetta stétt af stétt hér á spítalanum og byrjum á þeim sem hafa hæstar upphæðir í fastlaunasamningum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Fyrst eru það læknar, það eru að einhverju leyti hjúkrunarfræðingar, stjórnendur og starfsfólk á stoðsviðum, þetta eru allt hlutir sem við munum þurfa að fara í.“ Páll segir hundraði milljóna króna verða sparaða með uppsögnum á fastlaunasamningum en hærri sparnaður verði þó í öðru. Læknafélag Íslands hefur líst yfir að það hafni skipulagsbreytingum forstjórans og jafnlaunavottun. Forstjórinn vill ekki tjá sig um einstakar stéttir. Tímabundnar ráðningar hafa í mörgum tilfellum ekki verið endurnýjaðar á Landspítalanum.stöð 2 „Mér finnst reyndar almennt að þeir sem þetta snertir sýni þessu skilning en auðvitað er enginn ánægður með það að lækka sín laun. Við erum síðan í rekstri að fara í fjölmargt, við erum til dæmis að nota ódýrari lyf sem eru samt jafn góð og í markvissari í rannsóknum,“ segir Páll. Páll segir jafnframt að fækka þurfi fólki. „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu, uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað snúa að framkvæmdastjórum og hafa átt sér stað, í einhverjum tilvikum höfum við ekki endurnýjað tímabundnar ráðningar en svo er hér mikil starfsmannavelta og við notum hana fyrst og fremst til að fækka fólki. Það er þó ekki hægt að útiloka að það þurfi að segja upp einhverju fólki,“ segir Páll.Viðbót frá Landspítalanum klukkan 10:24Vegna fréttaflutnings um að öllum fastlaunasamningum á Landspítala verði sagt upp, þá vill spítalinn árétta eftirfarandi. Landspítali hefur mótað þá stefnu að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum verði framvegis tímabundnir til að auka skilvirkni og sveigjanleika í starfseminni, ásamt því að mæta hagræðingarkröfum.Í því skyni þarf að segja upp núgildandi samningum þar sem þeir voru flestir ótímabundnir. Oftast fækkar fjölda tíma í fastri yfirvinnu við þessa breytingu, enda er markmiðið hagræðing auk samræmingar. Þessi vinna er hafin, en mun taka einhverja mánuði þar sem hún er vandasöm og tímafrek.Við þá vinnu verður leitast við að gæta samræmis milli hópa í innbyrðis samanburði.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira