Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 17:22 Icelandair hefur aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Vísir/vilhelm Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Flugi Icelandair til Kaupmannahafnar klukkan 14 hefur einnig verið aflýst sem og flugi félagsins til London Heathrow klukkan 16:15. Þá hefur öllum komum Icelandair á Keflavíkurflugvelli milli klukkan 14:05 og 16:00 verið aflýst sem og komum frá Kaupmannahöfn og London Heathrow um kvöldið. Önnur flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ákvarðanir um að fella niður flug vegna veðurs sé alfarið í höndum flugrekenda en Isavia hafi það hlutverk að veita flugrekendum bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni um aðstæður og veður á vellinum. Eins og fréttastofa hefur fjallað um í dag er miklu aftakaveðri spáð á landinu á morgun þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu frá morgni og fram á miðvikudag. Fréttatilkynning frá Icelandair raskana á flugi þriðjudaginn 10. desember Vegna yfirvofandi óveðurs á morgun hefur verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hjá Icelandair en gert er ráð fyrir að raskanir á flugi muni hafa áhrif á yfir 4000 farþega. Búið er að upplýsa alla farþega um röskunina og unnið er að endurbókun. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með “umsjón með bókun” á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.Sjá hér fyrir neðan fréttatilkynningu frá Icelandair vegna morgundagsins:Flug til og frá Evrópu Gert er ráð fyrir að allt flug til Evrópu verði á áætlun í fyrramálið. Hins vegar hefur öllu flugi frá Evrópu til Íslands á morgun verið seinkað og búið er að setja upp ný flug fyrir viðkomandi farþega. Gert er ráð fyrir að brottför þeirra frá Evrópu verði við fyrsta tækifæri á miðvikudagsmorgun. Tengifarþegar sem eru á leið frá Evrópu til Norður Ameríku verða endurbókað með öðrum flugfélögum.Öllum brottförum frá Keflavík seinnipartinn aflýst Þá hefur öllu flugi til Evrópu og Bandaríkjanna frá Keflavík seinnipartinn á morgun verið aflýst. Icelandair hefur þegar haft samband við farþega vegna endurbókunar en 170 farþegar þáðu boð um að flýta brottför til dagsins í dag. Þrátt fyrir það verða um erlendir 520 farþegar sem eiga flug til Evrópu og Bandaríkjanna seinnipartinn á morgun áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eiga bókað frá Bandaríkjunum til Evrópu á morgun með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er vonast til að flug verði að mestu leyti á áætlun frá Keflavík á miðvikudagsmorgun en þó ert gert ráð fyrir einhverjum seinkunum, t.d. til Manchester og Osló.Fréttin var uppfærð kl. 17:54 með tilkynningu Icelandair. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Flugi Icelandair til Kaupmannahafnar klukkan 14 hefur einnig verið aflýst sem og flugi félagsins til London Heathrow klukkan 16:15. Þá hefur öllum komum Icelandair á Keflavíkurflugvelli milli klukkan 14:05 og 16:00 verið aflýst sem og komum frá Kaupmannahöfn og London Heathrow um kvöldið. Önnur flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ákvarðanir um að fella niður flug vegna veðurs sé alfarið í höndum flugrekenda en Isavia hafi það hlutverk að veita flugrekendum bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni um aðstæður og veður á vellinum. Eins og fréttastofa hefur fjallað um í dag er miklu aftakaveðri spáð á landinu á morgun þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu frá morgni og fram á miðvikudag. Fréttatilkynning frá Icelandair raskana á flugi þriðjudaginn 10. desember Vegna yfirvofandi óveðurs á morgun hefur verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hjá Icelandair en gert er ráð fyrir að raskanir á flugi muni hafa áhrif á yfir 4000 farþega. Búið er að upplýsa alla farþega um röskunina og unnið er að endurbókun. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með “umsjón með bókun” á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.Sjá hér fyrir neðan fréttatilkynningu frá Icelandair vegna morgundagsins:Flug til og frá Evrópu Gert er ráð fyrir að allt flug til Evrópu verði á áætlun í fyrramálið. Hins vegar hefur öllu flugi frá Evrópu til Íslands á morgun verið seinkað og búið er að setja upp ný flug fyrir viðkomandi farþega. Gert er ráð fyrir að brottför þeirra frá Evrópu verði við fyrsta tækifæri á miðvikudagsmorgun. Tengifarþegar sem eru á leið frá Evrópu til Norður Ameríku verða endurbókað með öðrum flugfélögum.Öllum brottförum frá Keflavík seinnipartinn aflýst Þá hefur öllu flugi til Evrópu og Bandaríkjanna frá Keflavík seinnipartinn á morgun verið aflýst. Icelandair hefur þegar haft samband við farþega vegna endurbókunar en 170 farþegar þáðu boð um að flýta brottför til dagsins í dag. Þrátt fyrir það verða um erlendir 520 farþegar sem eiga flug til Evrópu og Bandaríkjanna seinnipartinn á morgun áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eiga bókað frá Bandaríkjunum til Evrópu á morgun með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er vonast til að flug verði að mestu leyti á áætlun frá Keflavík á miðvikudagsmorgun en þó ert gert ráð fyrir einhverjum seinkunum, t.d. til Manchester og Osló.Fréttin var uppfærð kl. 17:54 með tilkynningu Icelandair.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent