Handbolti

Stórsigur norsku stelpnanna kom þeim á toppinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stine Bredal Oftedal fór fyrir sínu liði í dag.
Stine Bredal Oftedal fór fyrir sínu liði í dag. EPA-EFE/HIROSHI YAMAMURA

Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennahandboltalandsliðinu, stigu í dag stórt skref í átt að undanúrslitum á enn einu heimsmeistaramótinu.

Noregur er komið upp í efsta sætið í sínum milliriðli eftir sannfærandi ellefu marka sigur á Suður Kóreu, 36-25, á HM kvenna handbolta í Japan.

Norsku stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leikina sína í milliriðlinum og önnur úrslit í dag sáu til þess að norska liðið gat komist á toppinn sem þær nýttu sér.

Noregur hefur sex stig fyrir lokaumferðina í milliriðlinum og nægir þar jafntefli á móti Þýskalandi til að tryggja sér sæti undanúrslitum keppninnar.

Stine Bredal Oftedal var markahæst í norska landsliðinu með sjö mörk og var valinn best á vellinum í leikslok en hún gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum.

Sigur norska liðsins var aldrei í hættu eftir að þær breyttu stöðunni úr 1-3 í 10-5 í fyrri hálfleik og munurinn var orðinn tíu mörk í hálfleik, 20-10.

Kóresku stelpurnar náðu muninum niður í fimm mörk í seinni hálfleik, 25-20, en nær komust þeir ekki.



Úrslitin í milliriðli eitt í dag:

Þýskaland - Serbía 28-29

Danmörk - Holland 27-24

Suður Kórea - Noregur 25-36

Staðan í milliriðli eitt fyrir lokaumferðina:

Noregur 6

Þýskaland 5

Holland 4

Serbía 4

Danmörk 3

Suður-Kórea 2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×