Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2019 17:35 Aðhaldsaðgerðir standa nú yfir á spítalanum. Vísir/Vilhelm Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans en RÚV greindi fyrst frá. Í pistli sínum fer hann yfir þær aðhaldsaðgerðir sem hófust nú í haust en spítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var til að mynda tilkynnt í síðasta mánuði að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði. „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifar Páll. Hann segir að upphaf aðgerðanna hafi haldist í hendur við fækkun framkvæmdarstjóra innan spítalans ásamt launalækkun þeirra og forstjóra. Hann greinir einnig frá því að starfsfólki spítalans hafi verið sagt upp. „Þeim skipulagsbreytingum sem kynntar hafa verið hafa sömuleiðis fylgt sársaukafullar uppsagnir starfsfólks og tilflutningur í starfi.“ Einnig hafi stjórn spítalans gripið til þess ráðs að fella niður vaktaálagsauka hjá hjúkrunarfræðingum „enda [hafi] spítalinn ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir greiðslum umfram kjarasamninga,“ eins og Páll orðar það í pistlinum. Einnig standi yfir endurskoðun á fastri yfirvinnu á spítalanum. Rætt var við Reynir Arngrímsson, formann Læknafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag um aðhaldsaðgerðirnar. Sagðist hann vonast til þess að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standi frammi fyrir. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," sagði Reynir þá í samtali við fréttastofu. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11 Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans en RÚV greindi fyrst frá. Í pistli sínum fer hann yfir þær aðhaldsaðgerðir sem hófust nú í haust en spítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var til að mynda tilkynnt í síðasta mánuði að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði. „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifar Páll. Hann segir að upphaf aðgerðanna hafi haldist í hendur við fækkun framkvæmdarstjóra innan spítalans ásamt launalækkun þeirra og forstjóra. Hann greinir einnig frá því að starfsfólki spítalans hafi verið sagt upp. „Þeim skipulagsbreytingum sem kynntar hafa verið hafa sömuleiðis fylgt sársaukafullar uppsagnir starfsfólks og tilflutningur í starfi.“ Einnig hafi stjórn spítalans gripið til þess ráðs að fella niður vaktaálagsauka hjá hjúkrunarfræðingum „enda [hafi] spítalinn ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir greiðslum umfram kjarasamninga,“ eins og Páll orðar það í pistlinum. Einnig standi yfir endurskoðun á fastri yfirvinnu á spítalanum. Rætt var við Reynir Arngrímsson, formann Læknafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag um aðhaldsaðgerðirnar. Sagðist hann vonast til þess að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standi frammi fyrir. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," sagði Reynir þá í samtali við fréttastofu.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11 Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00
Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45
Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11
Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50