Segir misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega Stefán Ó. Jónsson og Atli Ísleifsson skrifa 8. desember 2019 14:15 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins. vísir/vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. Breytingar á kjarasamningum kennara gætu aðstoðað í þeim efnum, að mati formanns Samtaka sjálfstæðra skóla. Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnun, en niðurstöður hennar voru kynntar í liðinni viku. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við frá aldamótum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, tóku þátt í umræðum á Sprengisandi fyrr í dag. Hlusta má á umræðurnar í heild sinni að neðan. Alvarlegar niðurstöður Sara Dögg telur niðurstöður könnunarinnar alvarlegar og vill horfa til breytinga á kjarasamningum kennara, sem hún segir stýra starfi kennara of mikið. „Mér eiginlega bara brá. Það eru rosalega íþyngjandi ákvæði í þessum kjarasamningi um hvað kennari má og hvað hann má ekki. Undarleg, fyrir árið 2019, ákvæði í kjarasamningi hvað kennari á að gera milli kennslustunda, við hverja hann á að tala – það er skilgreint í kjarasamningum. Mér finnst þetta orðið stórskrýtið.“ Sara Dögg Svanhildardóttir. Ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöðurnar Þó svo að formaður Kennarasambandsins sé ekki sammála Söru Dögg í þessum efnum segir hann ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöður Pisa-könnunarinnar. „Við skulum bara orða þetta eins og það er. Það er allt of stór hluti íslensku þjóðarinnar og alltof stór hluti barna, er illa læs,“ segir Ragnar Þór Pétursson sem segir að leggja þurfi sérstaka áherslu á dýpra læsi. „Þegar kemur að læsi á flókin hugtök á þennan fágætari orðaforða og tæknilegri og flóknari orðaforða, þar liggur vandamálið.“ Efla kennara og foreldra Ragnar Þór segir vandan þó fjölþættan. „Það þarf að bera virðingu fyrir flækjustiginu og efla þá sem þurfa að taka á þessum vanda, sem á endanum eru kennararnir og foreldrarnir í sameiningu með stuðningi allra hinna.“ Jafnframt sé mikilvægt að sporna við aukinni misskiptingu í menntakerfinu. „Þessi félagslega skipting sem við erum farin að sjá sem er að verða óhugnanlega mikil milli ríkra og fátækra, milli landshluta og höfuðborgarsvæðis. Þetta er grundvallarspurning um um hvers konar samfélag við viljum vera og við þurfum að taka á því,“ segir Ragnar Þór. Skóla - og menntamál Sprengisandur PISA-könnun Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. Breytingar á kjarasamningum kennara gætu aðstoðað í þeim efnum, að mati formanns Samtaka sjálfstæðra skóla. Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnun, en niðurstöður hennar voru kynntar í liðinni viku. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við frá aldamótum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, tóku þátt í umræðum á Sprengisandi fyrr í dag. Hlusta má á umræðurnar í heild sinni að neðan. Alvarlegar niðurstöður Sara Dögg telur niðurstöður könnunarinnar alvarlegar og vill horfa til breytinga á kjarasamningum kennara, sem hún segir stýra starfi kennara of mikið. „Mér eiginlega bara brá. Það eru rosalega íþyngjandi ákvæði í þessum kjarasamningi um hvað kennari má og hvað hann má ekki. Undarleg, fyrir árið 2019, ákvæði í kjarasamningi hvað kennari á að gera milli kennslustunda, við hverja hann á að tala – það er skilgreint í kjarasamningum. Mér finnst þetta orðið stórskrýtið.“ Sara Dögg Svanhildardóttir. Ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöðurnar Þó svo að formaður Kennarasambandsins sé ekki sammála Söru Dögg í þessum efnum segir hann ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöður Pisa-könnunarinnar. „Við skulum bara orða þetta eins og það er. Það er allt of stór hluti íslensku þjóðarinnar og alltof stór hluti barna, er illa læs,“ segir Ragnar Þór Pétursson sem segir að leggja þurfi sérstaka áherslu á dýpra læsi. „Þegar kemur að læsi á flókin hugtök á þennan fágætari orðaforða og tæknilegri og flóknari orðaforða, þar liggur vandamálið.“ Efla kennara og foreldra Ragnar Þór segir vandan þó fjölþættan. „Það þarf að bera virðingu fyrir flækjustiginu og efla þá sem þurfa að taka á þessum vanda, sem á endanum eru kennararnir og foreldrarnir í sameiningu með stuðningi allra hinna.“ Jafnframt sé mikilvægt að sporna við aukinni misskiptingu í menntakerfinu. „Þessi félagslega skipting sem við erum farin að sjá sem er að verða óhugnanlega mikil milli ríkra og fátækra, milli landshluta og höfuðborgarsvæðis. Þetta er grundvallarspurning um um hvers konar samfélag við viljum vera og við þurfum að taka á því,“ segir Ragnar Þór.
Skóla - og menntamál Sprengisandur PISA-könnun Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31
Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54