Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. desember 2019 20:30 Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var tali Vísir/Jóhann K. Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla fíkniefnisins Spice meðal grunnskólabarna er mikið áhyggjuefni og útbreiðslan mun meiri en áður hefur verið talið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og eru tilfellin orðin þó nokkuð mörg. Útbreiðslan nær til grunnskólabarna á öllu höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Neysla efnisins hefur hingað til verið þekkt meðal fanga í fangelsum en fréttastofan greindi frá því lok nóvember að fíkniefni Spice hafi fundist í rafrettum hjá tveimur grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta mörg grunnskólabörn sem eru að neyta þessa efnis?„Þó nokkur,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta bæði kyn grunnskólabarna sem eru í þessari neyslu?„Já,“ segir Leifur.Spice er talið afar hættulegt og segir að lögregla bregðast þurfi skjótt við til þess að hamla útbreiðslu. Fræða þurfi skólastjórnendur, barnavernd og forelda um efnið en auk þess upplýsa bráðadeildir og barnadeildir spítalana þar sem hætta er á að börn í krampa, vegna neyslu á Spice, komi á sjúkrastofnanir. „Þú veist ekkert hvaða efni þú ert að taka. Þetta er ekkert náttúrulegt á einn eða annan hátt. Þetta er selt sem THC vökvi eða álíka sem það er alls ekki. Þetta er miklu eitraðra efni og miklu hættulegri og erfiðari fylgikvillar,“ segir Leifur.Vitað er til þess að grunnskólabörn sem hafi neytt efnisins hafi kvartað undan vanlíðan. Erfitt getur reynst að greina efnið. Það sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar vökvaskammturinn um fimm þúsund krónur. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en Leifur segir að lögregla fylgi eftir ábendingum um hverjir séu að selja efnið. „Við fáum alltaf einhverjar upplýsingar. Hvetjum fólk til þess að hafa samband í fíkniefnasímann og láta okkur vita ef það eru einhverjar upplýsingar og við skoðum það. Við erum að skoða ýmislegt,“ segir Leifur Gauti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á fíkniefnasímann þar sem hægt er að veita upplýsingar. Síminn er 800-5005 Fíkn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla fíkniefnisins Spice meðal grunnskólabarna er mikið áhyggjuefni og útbreiðslan mun meiri en áður hefur verið talið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og eru tilfellin orðin þó nokkuð mörg. Útbreiðslan nær til grunnskólabarna á öllu höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Neysla efnisins hefur hingað til verið þekkt meðal fanga í fangelsum en fréttastofan greindi frá því lok nóvember að fíkniefni Spice hafi fundist í rafrettum hjá tveimur grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta mörg grunnskólabörn sem eru að neyta þessa efnis?„Þó nokkur,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta bæði kyn grunnskólabarna sem eru í þessari neyslu?„Já,“ segir Leifur.Spice er talið afar hættulegt og segir að lögregla bregðast þurfi skjótt við til þess að hamla útbreiðslu. Fræða þurfi skólastjórnendur, barnavernd og forelda um efnið en auk þess upplýsa bráðadeildir og barnadeildir spítalana þar sem hætta er á að börn í krampa, vegna neyslu á Spice, komi á sjúkrastofnanir. „Þú veist ekkert hvaða efni þú ert að taka. Þetta er ekkert náttúrulegt á einn eða annan hátt. Þetta er selt sem THC vökvi eða álíka sem það er alls ekki. Þetta er miklu eitraðra efni og miklu hættulegri og erfiðari fylgikvillar,“ segir Leifur.Vitað er til þess að grunnskólabörn sem hafi neytt efnisins hafi kvartað undan vanlíðan. Erfitt getur reynst að greina efnið. Það sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar vökvaskammturinn um fimm þúsund krónur. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en Leifur segir að lögregla fylgi eftir ábendingum um hverjir séu að selja efnið. „Við fáum alltaf einhverjar upplýsingar. Hvetjum fólk til þess að hafa samband í fíkniefnasímann og láta okkur vita ef það eru einhverjar upplýsingar og við skoðum það. Við erum að skoða ýmislegt,“ segir Leifur Gauti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á fíkniefnasímann þar sem hægt er að veita upplýsingar. Síminn er 800-5005
Fíkn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15