Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa til styrktar átaki UNICEF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2019 19:00 Einar Hansberg ræðir við Arnar Björnsson. mynd/stöð 2 Einar Hansberg Árnason er búinn að synda í sólarhring og hálfnaður með tveggja sólarhringa sund til styrktar átaki UNICEF á Íslandi „Stöðvum feluleikinn.“ Frétt Arnars Björnssonar um Einar og sundið hans má lesa hér fyrir neðan. Einar hóf sundið klukkan 17 á fimmtudaginn í sundlauginni að Varmá í Mosfellsbæ. Í sumar fór hann hringferð um landið til að vekja athygli á sama málefni. „Maður fær stundum geggjaðar hugmyndir og þetta er ein af þeim. Ef maður getur gefið af sér af hverju gerir maður það ekki. Ég mæli ekki með þessu fyrir alla en stundum þarf maður að skjóta til að skora. Það sem ýtti þessum bolta af stað var að ég á litla frænku sem lenti í ljótu einelti í haust og þurfti að skipta um skóla,“ sagði Einar. „Því miður er hún ekki eina barnið sem hefur lent í þessu. Þetta var það sem gaf hjartanu stuð til að fara í þetta. Maður óskar engum börnum að vera í þessari stöðu. Maður biðlar til þeirra aðila sem geta gripið inní að gera það og ekki hundsa og leyfa þessu að fara þannig að þolandinn þurfi að fara í burtu en ekki að taka á þessu.“ Þegar við heimsóttum Einar var hann búinn að synda í tæpan sólarhring. Fjölskyldan fylgist grannt með honum og Sigurlaug Helga Árnadóttir systir hans var á vaktinni á sundlaugarbakkanum. Er þetta ekki óðs manns æði að leggja þetta á sig? „Jú en hann vill láta gott af sér leiða og hafa eitthvað um það að segja hvernig eigi að bæta og breyta gagnvart börnum.“ Sigurlaug Helga segir að fjölskyldan hafi ekki áhyggjur af því að hann sé að ofgera sér. „Við þurfum samt að vera að vera á hliðarlínunni og sjá til þess að hann borði og ofgeri sér ekki. Stundum hlustar hann en stundum ekki.“ Einar segist hafa fylgst með átaki UNICEF og hann og kona hans hafi rýnt í tölur úr rannsókn um ofbeldi gagnvart börnum. „Það voru náttúrulega skelfilegar tölur sem komu þar í ljós. Þar fékk hann hugmyndina og setti sig í samband við UNICEF á Íslandi. „Það á ekkert barn að þurfa að vaka á morgnana og hafa áhyggjur af neinu öðru en í hvaða sokkum þau ætla að fara í.“ Einar hefur ekki hugmynd um hvað hann er búinn að eyða miklum tíma í þetta hugsjónastarf sitt en framundan eru jólin í faðmi fjölskyldunnar. „Vonandi skilar þetta einhverju sem maður er að gera.“ Hvað hugsar hann klukkan korter yfir tvö í nótt þegar hann er einn í lauginni? „Þá hugsa ég heim um hlýja rúmið og konuna og börnin, þá er maður lítill í sér. Ég viðurkenni það alveg.“ Hann vonast til þess að þetta skili sér, maður vill bara taka þátt í að breyta heiminum og þá verður maður að leggja aðeins á sig. Einar heldur áfram að synda í nótt og ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja við í sundlauginni að Varmá. Til að kynna sér málstaðinn er hægt að fara á unicef.is og kynna sér málið þar. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa Mosfellsbær Sportpakkinn Sund Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Einar Hansberg Árnason er búinn að synda í sólarhring og hálfnaður með tveggja sólarhringa sund til styrktar átaki UNICEF á Íslandi „Stöðvum feluleikinn.“ Frétt Arnars Björnssonar um Einar og sundið hans má lesa hér fyrir neðan. Einar hóf sundið klukkan 17 á fimmtudaginn í sundlauginni að Varmá í Mosfellsbæ. Í sumar fór hann hringferð um landið til að vekja athygli á sama málefni. „Maður fær stundum geggjaðar hugmyndir og þetta er ein af þeim. Ef maður getur gefið af sér af hverju gerir maður það ekki. Ég mæli ekki með þessu fyrir alla en stundum þarf maður að skjóta til að skora. Það sem ýtti þessum bolta af stað var að ég á litla frænku sem lenti í ljótu einelti í haust og þurfti að skipta um skóla,“ sagði Einar. „Því miður er hún ekki eina barnið sem hefur lent í þessu. Þetta var það sem gaf hjartanu stuð til að fara í þetta. Maður óskar engum börnum að vera í þessari stöðu. Maður biðlar til þeirra aðila sem geta gripið inní að gera það og ekki hundsa og leyfa þessu að fara þannig að þolandinn þurfi að fara í burtu en ekki að taka á þessu.“ Þegar við heimsóttum Einar var hann búinn að synda í tæpan sólarhring. Fjölskyldan fylgist grannt með honum og Sigurlaug Helga Árnadóttir systir hans var á vaktinni á sundlaugarbakkanum. Er þetta ekki óðs manns æði að leggja þetta á sig? „Jú en hann vill láta gott af sér leiða og hafa eitthvað um það að segja hvernig eigi að bæta og breyta gagnvart börnum.“ Sigurlaug Helga segir að fjölskyldan hafi ekki áhyggjur af því að hann sé að ofgera sér. „Við þurfum samt að vera að vera á hliðarlínunni og sjá til þess að hann borði og ofgeri sér ekki. Stundum hlustar hann en stundum ekki.“ Einar segist hafa fylgst með átaki UNICEF og hann og kona hans hafi rýnt í tölur úr rannsókn um ofbeldi gagnvart börnum. „Það voru náttúrulega skelfilegar tölur sem komu þar í ljós. Þar fékk hann hugmyndina og setti sig í samband við UNICEF á Íslandi. „Það á ekkert barn að þurfa að vaka á morgnana og hafa áhyggjur af neinu öðru en í hvaða sokkum þau ætla að fara í.“ Einar hefur ekki hugmynd um hvað hann er búinn að eyða miklum tíma í þetta hugsjónastarf sitt en framundan eru jólin í faðmi fjölskyldunnar. „Vonandi skilar þetta einhverju sem maður er að gera.“ Hvað hugsar hann klukkan korter yfir tvö í nótt þegar hann er einn í lauginni? „Þá hugsa ég heim um hlýja rúmið og konuna og börnin, þá er maður lítill í sér. Ég viðurkenni það alveg.“ Hann vonast til þess að þetta skili sér, maður vill bara taka þátt í að breyta heiminum og þá verður maður að leggja aðeins á sig. Einar heldur áfram að synda í nótt og ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja við í sundlauginni að Varmá. Til að kynna sér málstaðinn er hægt að fara á unicef.is og kynna sér málið þar. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa
Mosfellsbær Sportpakkinn Sund Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira