Almenningur muni ekki leyfa stjórnmálastéttinni að þagga Samherjamálið niður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. desember 2019 18:04 Á fundinum hyggjast skipuleggjendur halda fyrri kröfum sínum til streitu en mótmælendur krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. Aðsend Katrín Oddsdóttir, einn skipuleggjenda útifundar á Austurvelli á morgun, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð stjórnvalda eftir síðustu mótmæli. Ljóst sé að ríkisstjórnin hafi ekki lagt við hlustir.Boðað hefur verið til annars útifundar undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Á fundinum hyggjast skipuleggjendur halda fyrri kröfum sínum til streitu en mótmælendur krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. „Við munum ekki gefast upp fyrr en við finnum að á okkur sé hlustað. Og það verður þá bara haldið áfram á nýja árinu með enn meiri krafti. Það er ekki ásættanlegt að það sé bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að fá alvöru breytingar.“ Katrín segist aðspurð ekki óttast það að Íslendingar gleymi málinu í bráð. „Ég held í þessu tilfelli að það sé undirliggjandi mjög rík krafa í samfélaginu. Nú vaknar fólk í tengslum við þetta Samherjamál og finnur hvað þetta er mikilvægt og það er starf okkar allra að halda þessari kröfu vakandi. Við sjáum það að oft er það von stjórnmálafólksins sem vill ekki hlusta að fólk hreinlega gleymi sér í jólaösinni og hætti að hugsa um það hvað skiptir máli í samfélaginu. Ég held það muni ekki gerast núna. Ég held að fólk sé nægilega reitt og þreytt á því að svona stór mál séu höfð að engu til þess að leyfa hreinlega stjórnmálastéttinni að komast upp með það að hundsa þetta. Ég vona innilega að við dettum ekki í þetta dá okkar, við Íslendingar, í þetta sinn, og gleymum því að við þurfum sjálf að búa til það samfélag sem við viljum eiga hérna.“Mótmælin hefjast klukkan 14.AðsendEftir síðasta útifund gagnrýndu ýmsir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslur skipuleggjenda og sögðu að Samherjamálið tengdist ekki kvótakerfinu á Íslandi. „Ég held að það geti enginn með réttu ráði haldið því fram að það sé ekki kerfislægt vandamál hvernig arðinum að auðlindum Íslands sé úthlutað; að það sé ekki kerfislægt vandamál að hér vanti okkur stórkostlega peninga í okkar sameiginlegu sjóði til að reka almennilegt heilbrigðiskerfi og menntakerfi og svo framvegis en á meðan safnast einhver hrikalegur auður til örfárra aðila sem hegða sér síðan með þeim hætti sem við sáum í Samherjamálinu. Það er ekki hægt að slíta þessi tvö mál úr samhengi.“ Baráttan fyrir réttlátara kerfi hafi staðið í langan tíma „Við höfum barist fyrir því að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands þar sem það er ljóst að það er fólkið í landinu sem fær sanngjarnan arð af sinni auðlind ár og áratugum og jafnvel öldum saman. Eina ástæðan fyrir því að það hefur ekki tekist tel ég vera að það er hérna mjög sterk valdaelíta sem stendur vörð um það að einungis ákveðnir aðilar græða á þessu. Það er í grunninn algjörlega galið að okkur hafi ekki tekist að koma í veg fyrir þetta.“ Katrín segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina eftir síðasta útifund. Hún hafi ekki séð nein merki þess að ríkisstjórnin sé að hlusta á almenning. „…heldur var bara haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þau kannski halda að þessi aðferð muni duga núna. Hún hefur sennilega dugað þeim vel fyrir hrun en Íslendingar hafa vaknað til vitundar um það með hruninu og með Búsáhaldabyltingunni að við getum auðvitað staðið saman og krafist breytinga og þá munum við að lokum sigra. Ég held að þessi tilraun til þöggunar og að horfa í hina áttina muni engan árangur bera,“ segir Katrín. Reykjavík Samherjaskjölin Tengdar fréttir Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Katrín Oddsdóttir, einn skipuleggjenda útifundar á Austurvelli á morgun, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð stjórnvalda eftir síðustu mótmæli. Ljóst sé að ríkisstjórnin hafi ekki lagt við hlustir.Boðað hefur verið til annars útifundar undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Á fundinum hyggjast skipuleggjendur halda fyrri kröfum sínum til streitu en mótmælendur krefjast þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér, að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda renni í sjóði til almennings. „Við munum ekki gefast upp fyrr en við finnum að á okkur sé hlustað. Og það verður þá bara haldið áfram á nýja árinu með enn meiri krafti. Það er ekki ásættanlegt að það sé bara haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum að fá alvöru breytingar.“ Katrín segist aðspurð ekki óttast það að Íslendingar gleymi málinu í bráð. „Ég held í þessu tilfelli að það sé undirliggjandi mjög rík krafa í samfélaginu. Nú vaknar fólk í tengslum við þetta Samherjamál og finnur hvað þetta er mikilvægt og það er starf okkar allra að halda þessari kröfu vakandi. Við sjáum það að oft er það von stjórnmálafólksins sem vill ekki hlusta að fólk hreinlega gleymi sér í jólaösinni og hætti að hugsa um það hvað skiptir máli í samfélaginu. Ég held það muni ekki gerast núna. Ég held að fólk sé nægilega reitt og þreytt á því að svona stór mál séu höfð að engu til þess að leyfa hreinlega stjórnmálastéttinni að komast upp með það að hundsa þetta. Ég vona innilega að við dettum ekki í þetta dá okkar, við Íslendingar, í þetta sinn, og gleymum því að við þurfum sjálf að búa til það samfélag sem við viljum eiga hérna.“Mótmælin hefjast klukkan 14.AðsendEftir síðasta útifund gagnrýndu ýmsir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslur skipuleggjenda og sögðu að Samherjamálið tengdist ekki kvótakerfinu á Íslandi. „Ég held að það geti enginn með réttu ráði haldið því fram að það sé ekki kerfislægt vandamál hvernig arðinum að auðlindum Íslands sé úthlutað; að það sé ekki kerfislægt vandamál að hér vanti okkur stórkostlega peninga í okkar sameiginlegu sjóði til að reka almennilegt heilbrigðiskerfi og menntakerfi og svo framvegis en á meðan safnast einhver hrikalegur auður til örfárra aðila sem hegða sér síðan með þeim hætti sem við sáum í Samherjamálinu. Það er ekki hægt að slíta þessi tvö mál úr samhengi.“ Baráttan fyrir réttlátara kerfi hafi staðið í langan tíma „Við höfum barist fyrir því að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá Íslands þar sem það er ljóst að það er fólkið í landinu sem fær sanngjarnan arð af sinni auðlind ár og áratugum og jafnvel öldum saman. Eina ástæðan fyrir því að það hefur ekki tekist tel ég vera að það er hérna mjög sterk valdaelíta sem stendur vörð um það að einungis ákveðnir aðilar græða á þessu. Það er í grunninn algjörlega galið að okkur hafi ekki tekist að koma í veg fyrir þetta.“ Katrín segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina eftir síðasta útifund. Hún hafi ekki séð nein merki þess að ríkisstjórnin sé að hlusta á almenning. „…heldur var bara haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þau kannski halda að þessi aðferð muni duga núna. Hún hefur sennilega dugað þeim vel fyrir hrun en Íslendingar hafa vaknað til vitundar um það með hruninu og með Búsáhaldabyltingunni að við getum auðvitað staðið saman og krafist breytinga og þá munum við að lokum sigra. Ég held að þessi tilraun til þöggunar og að horfa í hina áttina muni engan árangur bera,“ segir Katrín.
Reykjavík Samherjaskjölin Tengdar fréttir Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18 Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Boða til mótmæla á Austurvelli vegna Samherjamálsins Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á laugardaginn klukkan 14:00 undir yfirskriftinni Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar í okkar hendur! 20. nóvember 2019 11:18
Bein útsending frá mótmælum á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan 14 í dag þar sem krafist er afsagnar sjávarútvegsráðherra og ítrekað beiðni um nýja og endurskoðaða stjórnarskrá. 23. nóvember 2019 13:08