Umfjöllun og viðtöl: ÍR 29-31 Selfoss | Meistararnir gerðu góða ferð í Breiðholtið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2019 15:15 Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður ÍR, á hér skot að marki Selfyssinga. vísir/vilhelm Selfyssingar mættu í Breiðholtið og unnu góðan tveggja marka sigur á ÍR-ingum, 29-31. Hergeir Grímsson skoraði níu mörk fyrir gestina, þar af fimm úr vítum, en Haukur Þrastarson kom þar á eftir með átta mörk. Í liði ÍR var það Kristján Orri Jóhannsson sem var atkvæðamestur í sókninni, en hann skoraði sex mörk úr sjö skotum. Þessi úrslit þýða að Selfoss er komið með 17 stig og stekkur að minnsta kosti tímabundið upp í þriðja sæti, en ÍR er enn með 16 stig í fimmta sæti Olís-deildarinnar. Leikurinn var fjörugur allan tímann og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. Liðin skiptust á að skora fyrstu 10 mínúturnar og þá var staðan 5-5. Þá kom kafli þar sem að illa gekk hjá Selfyssingum sóknarlega, og ÍR-ingar náðu örlitlu forskoti. Eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 12-9 ÍR-ingum í vil. Selfyssingar hleyptu þeim þó aldrei lengra frá sér og hægt og rólega minnkuðu þeir aftur muninn. ÍR-ingar fóru með eins marks forystu inn í hálfleikinn, 16-15. Seinni hálfleikur var alveg jafn spennandi og skemmtilegur og sá fyrri. Liðin skiptust á að skora, og aftur náði ÍR að klóra sig þremur mörkum fram úr Selfoss, en enn og aftur kom Selfoss til baka. Selfoss náði þó ekki forystunni í fyrsta skiptið síðan í stöðunni 4-5 fyrr en þeir komust í 25-26 á 48.mínútu. Þá lifnaði aldeilis við Selfyssingum sem komust í fjögurra marka forskot þegar um átta mínútur voru eftir. Þá lifnaði loksins yfir ÍR-ingum, sem skoruðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu aftur, 29-29 þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir. Það var hins vegar seinasta mark ÍR-inga á meðan Selfoss skoraði tvö og taka með sér tvö stig yfir Hellisheiðina.Af hverju vann Selfoss leikinn?Enn og aftur sýna Selfyssingar það að þeir eru í hörkuformi. Þeir virðast geta spilað hörkuleiki eins og þennan í hverri viku og skilað úrslitum. Ungu strákarnir stigu upp og skiluðu mikilvægu hlutverki í fjarveru lykilmanna sem eru meiddir. Hergeir Grímsson stjórnaði spilinu vel á miðjunni og Haukur spilaði enn einn leikinn þar sem að hann skilar stóru framlagi, bæði í markaskorun, sem og að búa til fyrir félaga sína.Hverjir stóðu upp úr?Ungu strákarnir hjá Selfoss sýndu það í dag að ef þeir halda rétt á spilunum eru þetta framtíðarleikmenn Selfoss. Þeir voru agaðir og skiluðu flottu framlagi. Hergeir Grímsson var öflugur bæði í vörn og sókn fyrir Selfyssinga og stýrði spilinu vel. Þrátt fyrir a hafa farið upp alla yngri flokkana á miðjunni hlýtur að vera erfitt að fylla í skarðið og stjórna spili Íslandsmeistarana eftir að hafa verið í horninu svona lengi, en hann leysti það vel.Hvað gekk illa? Hvorugt liðið spilaði það sem kallað er glimrandi góða vörn. Þetta eru þó tvö markahæstu liðin í deildinni og því kannski við því að búast að fá að minnsta kosti 60 mörk yrðu skoruð í þessum leik. Bjarni og Grímur hljóta þó báðir að vilja þétta varnarleikinn. Selfoss er einnig það lið sem er búið að fá á sig flest mörk í deildinni í vetur og er það áhyggjuefni fyrir Grím og hans menn. Hvað gerist næst?Í næstu umferð fer ÍR í Kórinn þar sem þeir sækja HK heim. Ef allt er eðlilegt ættu þeir því að taka tvo punkta þar gegn stigalausum HK-ingum. Selfoss fær Val í heimsókn í næstu umferð í ögn meira spennandi leik. Fyrir þessa umferð voru þessi tvö lið jöfn að stigum og því tvö mikilvæg stig í boði. Þegar þeirri umferð er lokið fara leikmenn og þjálfarar í jólafrí þar sem menn geta nýtt tímann í að hlaða batteríin. Bjarni Fritzson: Mér fannst við ekki hafa hugrekki til að sigra þennan leikBjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var mjög ósáttur eftir leikinn og fannst hans menn spila heilt yfir illa allan leikinn. „Mér finnst við spila mjög lélegan leik allan leikinn, og mér fannst við mjög ólíkir sjálfum okkur.“ sagði Bjarni að leikslokum. „Mér fannst við ekki hafa haft hugrekki til að sigra þennan leik“ sagði Bjarni og bætti við að þeir hafi verið að gera sig seka um mistök sem hafa varla sést hjá þeim í allan vetur. Bjarna fannst sóknarleikurinn illa spilaður hjá sínum mönnum og varnarlega hafi þeir verið að láta reka sig út af að óþörfu. „Allt sem við vorum að excecute-a sóknarlega var mjög illa gert, og svo erum við að láta reka okkur út af fyrir algjörlega glórulausa hluti þannig að við erum mjög mikið að spila vörn einum færri. Spurður út í varnarleikinn bendir hann aftur á að þeir hafi spilað vörn mikið einum færri sem hafi gert þeim erfitt fyrir, sérstaklega í ljósi þess hve hraður leikurinn var. „Ég var mest ósáttur veið sóknarleikinn sex á sex, ég var ekkert ótrúlega ósáttur við varnarleikinn á löngum köflum“ sagði Bjarni og bætti við að það hefði vantað meiri ákefð, grimmd og meiri vilja til að sigra í sína menn. Grímur Hergeirsson: Þetta eru strákar sem eru 16-17 ára og eru allir með framlagGrímur Hergeirsson er þjálfari Selfoss.vísir/daníel þór„Ég er bara ótrúlega glaður,“ sagði Grímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss eftir leikinn. „Ég svo sem þekki mína stráka og veit að þetta eru karakterar og góðir handboltamenn og keppnismenn og það er bara svo hrikalega gaman að sjá það í praxís á gólfinu.“ Grímur segir að það sé ekki auðvelt að taka tvö stig á útivelli á móti ÍR. „Við héldum bara áfram að trúa á systemið og uppleggið hjá okkur. Við vorum ótrúlega flottir varnarlega síðasta hlutann af leiknum og ÍR-ingarnir voru í miklum vandræðum með að skapa sér færi.“ „Við vitum það náttúrulega að fjögur mörk er ekki mikið í nútímahandbolta og ÍR-ingarnir eru með frábært lið, vel mannað og vel spilandi. Við vissum alveg að það gæti komið áhlaup frá þeim, en þetta er bara spurning um að standast það, sem að við gerðum. Aðspurður út í ungu strákana sagðist Grímur vera ótrúlega sáttur. „Það eru þarna leikmenn sem eru að spila sína allra fyrstu leiki í meistaraflokki, Daníel, Reynir og Ísak. Þetta eru strákar sem eru 16-17 ára og eru allir með framlag. Þeir koma með mikilvæg mörk og mikilvægt framlag þannig að ég er bara himinlifandi með það.“ Olís-deild karla
Selfyssingar mættu í Breiðholtið og unnu góðan tveggja marka sigur á ÍR-ingum, 29-31. Hergeir Grímsson skoraði níu mörk fyrir gestina, þar af fimm úr vítum, en Haukur Þrastarson kom þar á eftir með átta mörk. Í liði ÍR var það Kristján Orri Jóhannsson sem var atkvæðamestur í sókninni, en hann skoraði sex mörk úr sjö skotum. Þessi úrslit þýða að Selfoss er komið með 17 stig og stekkur að minnsta kosti tímabundið upp í þriðja sæti, en ÍR er enn með 16 stig í fimmta sæti Olís-deildarinnar. Leikurinn var fjörugur allan tímann og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. Liðin skiptust á að skora fyrstu 10 mínúturnar og þá var staðan 5-5. Þá kom kafli þar sem að illa gekk hjá Selfyssingum sóknarlega, og ÍR-ingar náðu örlitlu forskoti. Eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 12-9 ÍR-ingum í vil. Selfyssingar hleyptu þeim þó aldrei lengra frá sér og hægt og rólega minnkuðu þeir aftur muninn. ÍR-ingar fóru með eins marks forystu inn í hálfleikinn, 16-15. Seinni hálfleikur var alveg jafn spennandi og skemmtilegur og sá fyrri. Liðin skiptust á að skora, og aftur náði ÍR að klóra sig þremur mörkum fram úr Selfoss, en enn og aftur kom Selfoss til baka. Selfoss náði þó ekki forystunni í fyrsta skiptið síðan í stöðunni 4-5 fyrr en þeir komust í 25-26 á 48.mínútu. Þá lifnaði aldeilis við Selfyssingum sem komust í fjögurra marka forskot þegar um átta mínútur voru eftir. Þá lifnaði loksins yfir ÍR-ingum, sem skoruðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu aftur, 29-29 þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir. Það var hins vegar seinasta mark ÍR-inga á meðan Selfoss skoraði tvö og taka með sér tvö stig yfir Hellisheiðina.Af hverju vann Selfoss leikinn?Enn og aftur sýna Selfyssingar það að þeir eru í hörkuformi. Þeir virðast geta spilað hörkuleiki eins og þennan í hverri viku og skilað úrslitum. Ungu strákarnir stigu upp og skiluðu mikilvægu hlutverki í fjarveru lykilmanna sem eru meiddir. Hergeir Grímsson stjórnaði spilinu vel á miðjunni og Haukur spilaði enn einn leikinn þar sem að hann skilar stóru framlagi, bæði í markaskorun, sem og að búa til fyrir félaga sína.Hverjir stóðu upp úr?Ungu strákarnir hjá Selfoss sýndu það í dag að ef þeir halda rétt á spilunum eru þetta framtíðarleikmenn Selfoss. Þeir voru agaðir og skiluðu flottu framlagi. Hergeir Grímsson var öflugur bæði í vörn og sókn fyrir Selfyssinga og stýrði spilinu vel. Þrátt fyrir a hafa farið upp alla yngri flokkana á miðjunni hlýtur að vera erfitt að fylla í skarðið og stjórna spili Íslandsmeistarana eftir að hafa verið í horninu svona lengi, en hann leysti það vel.Hvað gekk illa? Hvorugt liðið spilaði það sem kallað er glimrandi góða vörn. Þetta eru þó tvö markahæstu liðin í deildinni og því kannski við því að búast að fá að minnsta kosti 60 mörk yrðu skoruð í þessum leik. Bjarni og Grímur hljóta þó báðir að vilja þétta varnarleikinn. Selfoss er einnig það lið sem er búið að fá á sig flest mörk í deildinni í vetur og er það áhyggjuefni fyrir Grím og hans menn. Hvað gerist næst?Í næstu umferð fer ÍR í Kórinn þar sem þeir sækja HK heim. Ef allt er eðlilegt ættu þeir því að taka tvo punkta þar gegn stigalausum HK-ingum. Selfoss fær Val í heimsókn í næstu umferð í ögn meira spennandi leik. Fyrir þessa umferð voru þessi tvö lið jöfn að stigum og því tvö mikilvæg stig í boði. Þegar þeirri umferð er lokið fara leikmenn og þjálfarar í jólafrí þar sem menn geta nýtt tímann í að hlaða batteríin. Bjarni Fritzson: Mér fannst við ekki hafa hugrekki til að sigra þennan leikBjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var mjög ósáttur eftir leikinn og fannst hans menn spila heilt yfir illa allan leikinn. „Mér finnst við spila mjög lélegan leik allan leikinn, og mér fannst við mjög ólíkir sjálfum okkur.“ sagði Bjarni að leikslokum. „Mér fannst við ekki hafa haft hugrekki til að sigra þennan leik“ sagði Bjarni og bætti við að þeir hafi verið að gera sig seka um mistök sem hafa varla sést hjá þeim í allan vetur. Bjarna fannst sóknarleikurinn illa spilaður hjá sínum mönnum og varnarlega hafi þeir verið að láta reka sig út af að óþörfu. „Allt sem við vorum að excecute-a sóknarlega var mjög illa gert, og svo erum við að láta reka okkur út af fyrir algjörlega glórulausa hluti þannig að við erum mjög mikið að spila vörn einum færri. Spurður út í varnarleikinn bendir hann aftur á að þeir hafi spilað vörn mikið einum færri sem hafi gert þeim erfitt fyrir, sérstaklega í ljósi þess hve hraður leikurinn var. „Ég var mest ósáttur veið sóknarleikinn sex á sex, ég var ekkert ótrúlega ósáttur við varnarleikinn á löngum köflum“ sagði Bjarni og bætti við að það hefði vantað meiri ákefð, grimmd og meiri vilja til að sigra í sína menn. Grímur Hergeirsson: Þetta eru strákar sem eru 16-17 ára og eru allir með framlagGrímur Hergeirsson er þjálfari Selfoss.vísir/daníel þór„Ég er bara ótrúlega glaður,“ sagði Grímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss eftir leikinn. „Ég svo sem þekki mína stráka og veit að þetta eru karakterar og góðir handboltamenn og keppnismenn og það er bara svo hrikalega gaman að sjá það í praxís á gólfinu.“ Grímur segir að það sé ekki auðvelt að taka tvö stig á útivelli á móti ÍR. „Við héldum bara áfram að trúa á systemið og uppleggið hjá okkur. Við vorum ótrúlega flottir varnarlega síðasta hlutann af leiknum og ÍR-ingarnir voru í miklum vandræðum með að skapa sér færi.“ „Við vitum það náttúrulega að fjögur mörk er ekki mikið í nútímahandbolta og ÍR-ingarnir eru með frábært lið, vel mannað og vel spilandi. Við vissum alveg að það gæti komið áhlaup frá þeim, en þetta er bara spurning um að standast það, sem að við gerðum. Aðspurður út í ungu strákana sagðist Grímur vera ótrúlega sáttur. „Það eru þarna leikmenn sem eru að spila sína allra fyrstu leiki í meistaraflokki, Daníel, Reynir og Ísak. Þetta eru strákar sem eru 16-17 ára og eru allir með framlag. Þeir koma með mikilvæg mörk og mikilvægt framlag þannig að ég er bara himinlifandi með það.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti