Segir að fleiri en fólk í hjólastólum hafi þurft frá að hverfa vegna anna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 11:15 Íbúum á sambýli var vísað frá kaffihúsinu Norðurbakkanum í Hafnarfirði síðastliðinn laugardag. Vísir/Vilhelm Málfríður G. Gröndal, eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði, harmar að miklar annir á kaffihúsinu um síðustu helgi hafi orðið til þess að íbúar á sambýli sem nota hjólastól hafi ekki komist að á kaffihúsinu. Miklar annir hafi verið á kaffihúsinu þennan dag og margir þurft frá að hverfa. Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ásthildur Helga Jónsdóttir eru starfsmenn á sambýli. Eyrún greindi frá því á Facebook á laugardaginn að þær Ásthildur hefðu planað ferð á kaffihús með tveimur einstaklingum í hjólastól.Eyrún Björg Guðjónsdóttir greindi frá heimsókninni á Norðurbakkann á Facebook.„Við pöntuðum bíl og hlökkuðum mikið til. Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sæti og ætluðum að fara að koma okkur fyrir og hafa það huggulegt. Þá kom starfsmaður að okkur og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað þar sem ekki væri pláss fyrir okkur hér,“ sagði Eyrún í færslunni sem vakti mikla athygli og rataði í frétt DV. Þau hafi fengið þau svör að fólk hefði streymt inn allan daginn og væri betra að þau kæmu aftur síðar. „Á þessum tiltekna stað voru nokkur borð laus og í þokkabót voru tveir inngangar og því vel hægt að fara aðra leið út ef við værum fyrir einhverjum. Sýnið fólki skilning og umhyggju. Við erum ekki öll jafn lánsöm að vera fær um að fara hvert sem við viljum hvenær sem er,“ sagði Eyrún. Ásthildur mætti svo í Bítið á Bylgjunni í vikunni og ræddi málið nánar. Hún sagði það einnig sína upplifun að ekki hefði verið mikið að gera á staðnum þegar þær mættu. „Ég er að spyrja mig að því hvenær er þetta síðar því við komum á mjög góðum tíma að mínu mati – það var ekki svo mikið að gera,“ sagði Ásthildur. Þau hefðu verið heppin að finna annað kaffihús í grenndinni þar sem vel hafi verið tekið á móti þeim þótt staðurinn hafi verið þéttsetinn.Málfríður G. Blöndal, eigandi Norðurbakkans, kannaðist við málið þegar fréttstofa hafði samband við hana. Hún sagðist þegra hafa brugðist við málinu á sunnudaginn á Facebook. Þar sagðist hún vilja segja nokkur orð fyrir hönd Norðurbakkans: „Leiðinlegt að heyra þetta en hér hafa átt sér stað einhver mistök. Það eru allir velkomnir á Norðurbakkann og hafa alltaf verið svo lengi sem húsrúm leyfir. Í gær var gríðarlega mikil traffík allan daginn og staðurinn þétt setinn en Norðurbakkinn er ekki stór þótt aðgengið sé gott. Ég vil bjóða þeim aðilum sem lentu í þessu í gær að koma aftur og þyggja veitingar í boði hússins og biðjast sannarlega afsökunar á ónæðinu sem þetta kann að hafa valdið,“ sagði Málfríður í færslunni. Hún ítrekar við Vísi að mikið hafi verið að gera á Norðurbakkanum allan laugardaginn. „Og þurftu fleiri frá að hverfa sökum anna þennan dag. Ég harma að málið skuli hafa farið í þennan farveg,“ segir Málfríður. Félagsmál Hafnarfjörður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Málfríður G. Gröndal, eigandi kaffihússins Norðurbakkans í Hafnarfirði, harmar að miklar annir á kaffihúsinu um síðustu helgi hafi orðið til þess að íbúar á sambýli sem nota hjólastól hafi ekki komist að á kaffihúsinu. Miklar annir hafi verið á kaffihúsinu þennan dag og margir þurft frá að hverfa. Eyrún Björg Guðjónsdóttir og Ásthildur Helga Jónsdóttir eru starfsmenn á sambýli. Eyrún greindi frá því á Facebook á laugardaginn að þær Ásthildur hefðu planað ferð á kaffihús með tveimur einstaklingum í hjólastól.Eyrún Björg Guðjónsdóttir greindi frá heimsókninni á Norðurbakkann á Facebook.„Við pöntuðum bíl og hlökkuðum mikið til. Þegar við mættum á staðinn fundum við okkur sæti og ætluðum að fara að koma okkur fyrir og hafa það huggulegt. Þá kom starfsmaður að okkur og vísaði okkur pent að fara eitthvert annað þar sem ekki væri pláss fyrir okkur hér,“ sagði Eyrún í færslunni sem vakti mikla athygli og rataði í frétt DV. Þau hafi fengið þau svör að fólk hefði streymt inn allan daginn og væri betra að þau kæmu aftur síðar. „Á þessum tiltekna stað voru nokkur borð laus og í þokkabót voru tveir inngangar og því vel hægt að fara aðra leið út ef við værum fyrir einhverjum. Sýnið fólki skilning og umhyggju. Við erum ekki öll jafn lánsöm að vera fær um að fara hvert sem við viljum hvenær sem er,“ sagði Eyrún. Ásthildur mætti svo í Bítið á Bylgjunni í vikunni og ræddi málið nánar. Hún sagði það einnig sína upplifun að ekki hefði verið mikið að gera á staðnum þegar þær mættu. „Ég er að spyrja mig að því hvenær er þetta síðar því við komum á mjög góðum tíma að mínu mati – það var ekki svo mikið að gera,“ sagði Ásthildur. Þau hefðu verið heppin að finna annað kaffihús í grenndinni þar sem vel hafi verið tekið á móti þeim þótt staðurinn hafi verið þéttsetinn.Málfríður G. Blöndal, eigandi Norðurbakkans, kannaðist við málið þegar fréttstofa hafði samband við hana. Hún sagðist þegra hafa brugðist við málinu á sunnudaginn á Facebook. Þar sagðist hún vilja segja nokkur orð fyrir hönd Norðurbakkans: „Leiðinlegt að heyra þetta en hér hafa átt sér stað einhver mistök. Það eru allir velkomnir á Norðurbakkann og hafa alltaf verið svo lengi sem húsrúm leyfir. Í gær var gríðarlega mikil traffík allan daginn og staðurinn þétt setinn en Norðurbakkinn er ekki stór þótt aðgengið sé gott. Ég vil bjóða þeim aðilum sem lentu í þessu í gær að koma aftur og þyggja veitingar í boði hússins og biðjast sannarlega afsökunar á ónæðinu sem þetta kann að hafa valdið,“ sagði Málfríður í færslunni. Hún ítrekar við Vísi að mikið hafi verið að gera á Norðurbakkanum allan laugardaginn. „Og þurftu fleiri frá að hverfa sökum anna þennan dag. Ég harma að málið skuli hafa farið í þennan farveg,“ segir Málfríður.
Félagsmál Hafnarfjörður Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira