Sam Kerr best í heimi og Sara Björk númer 52 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 13:30 Sara Björk Gunnarsdóttir. Getty/ TF-Images Sara Björk Gunnarsdóttir er 52. besta knattspyrnukona heims í dag ef marka má samantekt Guardian sem setti saman lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims. 26 ára Ástrali er sú besta í heimi en ekki þær sem hafa fengið Gullboltann undanfarin tvö ár, Megan Rapinoe og Ada Hegerberg. Sara Björk dettur niður um 21 sæti á listanum en hún var í 31. sætinu í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er ekki með fimmtíu bestu síðan að Guardian fór að taka saman lista sinn yfir bestu knattspyrnukonur heims.The 100 best female footballers in the world for 2019 https://t.co/sxwpu9b9Kdpic.twitter.com/35RhkXXVf8 — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019„Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur búið sér til flott orðspor sem traustur, áreiðanlegur og klassískur miðjumaður sem hefur í fjölda ára verið máttarstólpi í einu besta liði Evrópu. Gunnarsdóttir hefur síðan bætt því við sinn leik að hún er farinn að skora meira af mörkum. Hún fékk góða hvíld í sumar meðan margar aðrar voru á HM og mætti því fersk inn í nýtt tímabil,“ segir meðal annars í umfjölluninni um Söru. „Sara hefur þegar skorað sex mörk á tímabilinu og Wolfsburg liðið er áfram í fararbroddi í Þýskalandi og á líka góða möguleika á því að fara langt í Meistaradeildinni þar sem Sara er í forystuhlutverki.,“ segir í samantekt Guardian um Söru.Sam Kerr sees off competition to be voted best female footballer in the world. By @RichJLavertyhttps://t.co/tCeSeEj84w — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019 Guardian valdi hina áströlsku Sam Kerr sem þá bestu í heimi en hún hefur verið markahæsti leikmaðurinn í tveimur deildum á síðustu árum. Hún skoraði 18 mörk í bandarísku deildinni fyrir Chicago Red Stars og raðaði líka inn mörkum með Perth Glory í áströlsku deildinni. Hlutirnir hafa hins vegar ekki alveg gengið upp hjá henni með ástralska landsliðinu sem á mestan þátt í því að hún var ekki ofar í kjörinu á bestu knattspyrnukonu heims. Sam Kerr ætlar nú að breyta til og spila bara með einu liði á árinu 2020 en hún hefur samið við enska félagið Chelsea. Í næstu sætum eru enski bakvörðurinn Lucy Bronze sem spilar með Lyon í Frakklandi, Megan Rapinoe, sem fékk Gullboltann og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin á árinu 2019 og svo norski framherjinn Ada Hegerberg hjá Lyon sem fékk Gullboltann 2018. Fimmta er síðan franski miðjumaðurinn Amandine Henry hjá Lyon. Fjórir liðsfélagar Söru hjá Wolfsburg er á undan Söru á lista Guardian. Hin danska Pernille Harder er í áttunda sætinu, hin þýska Alex Popp er í 23. sæti, hin pólska Ewa Pajor er í 36. sæti og sænski markvörðurinn Hedvig Lindahl er í 44. sætinu. EM 2021 í Englandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er 52. besta knattspyrnukona heims í dag ef marka má samantekt Guardian sem setti saman lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims. 26 ára Ástrali er sú besta í heimi en ekki þær sem hafa fengið Gullboltann undanfarin tvö ár, Megan Rapinoe og Ada Hegerberg. Sara Björk dettur niður um 21 sæti á listanum en hún var í 31. sætinu í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er ekki með fimmtíu bestu síðan að Guardian fór að taka saman lista sinn yfir bestu knattspyrnukonur heims.The 100 best female footballers in the world for 2019 https://t.co/sxwpu9b9Kdpic.twitter.com/35RhkXXVf8 — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019„Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur búið sér til flott orðspor sem traustur, áreiðanlegur og klassískur miðjumaður sem hefur í fjölda ára verið máttarstólpi í einu besta liði Evrópu. Gunnarsdóttir hefur síðan bætt því við sinn leik að hún er farinn að skora meira af mörkum. Hún fékk góða hvíld í sumar meðan margar aðrar voru á HM og mætti því fersk inn í nýtt tímabil,“ segir meðal annars í umfjölluninni um Söru. „Sara hefur þegar skorað sex mörk á tímabilinu og Wolfsburg liðið er áfram í fararbroddi í Þýskalandi og á líka góða möguleika á því að fara langt í Meistaradeildinni þar sem Sara er í forystuhlutverki.,“ segir í samantekt Guardian um Söru.Sam Kerr sees off competition to be voted best female footballer in the world. By @RichJLavertyhttps://t.co/tCeSeEj84w — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019 Guardian valdi hina áströlsku Sam Kerr sem þá bestu í heimi en hún hefur verið markahæsti leikmaðurinn í tveimur deildum á síðustu árum. Hún skoraði 18 mörk í bandarísku deildinni fyrir Chicago Red Stars og raðaði líka inn mörkum með Perth Glory í áströlsku deildinni. Hlutirnir hafa hins vegar ekki alveg gengið upp hjá henni með ástralska landsliðinu sem á mestan þátt í því að hún var ekki ofar í kjörinu á bestu knattspyrnukonu heims. Sam Kerr ætlar nú að breyta til og spila bara með einu liði á árinu 2020 en hún hefur samið við enska félagið Chelsea. Í næstu sætum eru enski bakvörðurinn Lucy Bronze sem spilar með Lyon í Frakklandi, Megan Rapinoe, sem fékk Gullboltann og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin á árinu 2019 og svo norski framherjinn Ada Hegerberg hjá Lyon sem fékk Gullboltann 2018. Fimmta er síðan franski miðjumaðurinn Amandine Henry hjá Lyon. Fjórir liðsfélagar Söru hjá Wolfsburg er á undan Söru á lista Guardian. Hin danska Pernille Harder er í áttunda sætinu, hin þýska Alex Popp er í 23. sæti, hin pólska Ewa Pajor er í 36. sæti og sænski markvörðurinn Hedvig Lindahl er í 44. sætinu.
EM 2021 í Englandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Sjá meira