Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuskyldu Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 22:01 Í yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Ölgerðarinnar segja vinnutímastyttingu sem samið var um við starfsmenn fyrirtækisins fyrir nokkrum árum hafa gengið mun lengra en sú stytting sem samið var um í Lífskjarasamningunum svokölluðu. Það hafi VR staðfest við Ölgerðina í dag og sé það í ósamræmi við ummæli Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VR, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Stefán að Ölgerðin hafi reynt að koma sér undan skyldum sínum gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins sem eru félagsmenn í VR.Sjá einnig: Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá ÖlgerðinniÍ yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Hið rétta sé að fyrirtækið hafi um árabil verið með styttri vinnuskyldu í dreifingardeild fyrirtækisins, vöruhúsi og öðrum deildum. Engu skipti hvort starfsmenn sú í Eflingu eða VR. Fyrirtækið hafi skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um. Enn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. „Af um 25 bílstjórum Ölgerðarinnar eru 6 í VR sem taka réttindum og skyldum VR. Af um 140 starfsmönnum verksmiðju og vöruhúss voru um 3 sem tóku réttindum og skyldum VR en langflestir hinna í Eflingu. Ölgerðin óskaði eftir því að þeir starfsmenn sem eru í VR myndu framvegis taka kjarabreytingum eftir samningum Eflingar. Ölgerðin virðir félagafrelsi en starfsmönnum hefur verið frjálst að greiða félagsgjöld í þau stéttarfélag sem þeir kjósa,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að of harkalega orðað bréf hafi verið afhent átta starfsmönnum og hafi þeir verið beðnir afsökunar á orðalaginu á föstudag í síðustu viku.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út„Slíkt bréf er alls ekki í anda Ölgerðarinnar, sem ætíð hefur kappkostað að koma fram af virðingu við starfsfólk sitt og hefur til að mynda gefið starfsmönnum sínum frí á aðfangadag, gamlársdag og allan daginn 2. janúar um nokkurra ára skeið, sem er vel umfram alla samninga,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15 Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Forsvarsmenn Ölgerðarinnar segja vinnutímastyttingu sem samið var um við starfsmenn fyrirtækisins fyrir nokkrum árum hafa gengið mun lengra en sú stytting sem samið var um í Lífskjarasamningunum svokölluðu. Það hafi VR staðfest við Ölgerðina í dag og sé það í ósamræmi við ummæli Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VR, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Stefán að Ölgerðin hafi reynt að koma sér undan skyldum sínum gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins sem eru félagsmenn í VR.Sjá einnig: Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá ÖlgerðinniÍ yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Hið rétta sé að fyrirtækið hafi um árabil verið með styttri vinnuskyldu í dreifingardeild fyrirtækisins, vöruhúsi og öðrum deildum. Engu skipti hvort starfsmenn sú í Eflingu eða VR. Fyrirtækið hafi skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um. Enn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. „Af um 25 bílstjórum Ölgerðarinnar eru 6 í VR sem taka réttindum og skyldum VR. Af um 140 starfsmönnum verksmiðju og vöruhúss voru um 3 sem tóku réttindum og skyldum VR en langflestir hinna í Eflingu. Ölgerðin óskaði eftir því að þeir starfsmenn sem eru í VR myndu framvegis taka kjarabreytingum eftir samningum Eflingar. Ölgerðin virðir félagafrelsi en starfsmönnum hefur verið frjálst að greiða félagsgjöld í þau stéttarfélag sem þeir kjósa,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að of harkalega orðað bréf hafi verið afhent átta starfsmönnum og hafi þeir verið beðnir afsökunar á orðalaginu á föstudag í síðustu viku.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út„Slíkt bréf er alls ekki í anda Ölgerðarinnar, sem ætíð hefur kappkostað að koma fram af virðingu við starfsfólk sitt og hefur til að mynda gefið starfsmönnum sínum frí á aðfangadag, gamlársdag og allan daginn 2. janúar um nokkurra ára skeið, sem er vel umfram alla samninga,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15 Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15
Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15
Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02