Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2019 18:45 Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. „Ég vona að það sé enginn að fara hætta. Að þetta muni ekki hafa þau áhrif og að menn haldi áfram," segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Læknar fá ekki greidda yfirvinnu samkvæmt stimpilklukku. Þessari föstu yfirvinnu er því ætlað að greiða fyrir auka tíma umfram vinnuskyldu. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," segir Reynir.Formaður læknafélagsins spyr hvort yfirstjórn spítalans ætli að taka á sig svipaðar skerðingar.vísir/vilhelmSpítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var tilkynnt að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði og í lok nóvember sendi Reynir formlegt bréf til forstjóra spítalans þar sem spurt er til hvaða fleiri hópa launaskerðingin muni ná. Hann segir þetta gert þar sem kjaraskerðingar hjá yfirstjórn hafi að minnsta kosti ekki verið kynntar. Erindinu hefur ekki verið svarað. Þá hafnaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, viðtali um málið í dag. „Yfirstjórnin er að fá umtalsverðar fastar greiðslur með þessum hætti. Um fjögur hundruð milljónir króna sem fara til þeirra. Þannig það þarf nú kannski svona aðeins að skoða hvar sé verið að taka af í sparnaðinum þegar þrengir að dalnum," segir Reynir og óskar skýringa frá spítalanum. „Það er mjög ósanngjarnt að þetta séu læknar sem lenda í þessu. Og einnig hjúkrunarfræðingar sem hafa lent í þessu áður. Þð er verið að taka þetta út á fólkinu á gólfinu í dag. Það er alveg augljóst," segir Reynir. Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. „Ég vona að það sé enginn að fara hætta. Að þetta muni ekki hafa þau áhrif og að menn haldi áfram," segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands. Læknar fá ekki greidda yfirvinnu samkvæmt stimpilklukku. Þessari föstu yfirvinnu er því ætlað að greiða fyrir auka tíma umfram vinnuskyldu. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," segir Reynir.Formaður læknafélagsins spyr hvort yfirstjórn spítalans ætli að taka á sig svipaðar skerðingar.vísir/vilhelmSpítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var tilkynnt að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði og í lok nóvember sendi Reynir formlegt bréf til forstjóra spítalans þar sem spurt er til hvaða fleiri hópa launaskerðingin muni ná. Hann segir þetta gert þar sem kjaraskerðingar hjá yfirstjórn hafi að minnsta kosti ekki verið kynntar. Erindinu hefur ekki verið svarað. Þá hafnaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, viðtali um málið í dag. „Yfirstjórnin er að fá umtalsverðar fastar greiðslur með þessum hætti. Um fjögur hundruð milljónir króna sem fara til þeirra. Þannig það þarf nú kannski svona aðeins að skoða hvar sé verið að taka af í sparnaðinum þegar þrengir að dalnum," segir Reynir og óskar skýringa frá spítalanum. „Það er mjög ósanngjarnt að þetta séu læknar sem lenda í þessu. Og einnig hjúkrunarfræðingar sem hafa lent í þessu áður. Þð er verið að taka þetta út á fólkinu á gólfinu í dag. Það er alveg augljóst," segir Reynir.
Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira