Loftmengun í borginni enn og aftur yfir heilsuverndarmörkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2019 14:54 Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Vísir/vilhelm Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 5. desember, skamkvæmt mælingum í mælistöð við Grensásveg. Líkur eru á að ástandið verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningu segir að leyfilegt klukkustundargildi sé 200 míkrógröm NO2 á rúmmetra. Styrkur efnisins hefur þegar farið þrisvar sinnum yfir leyfilegt klukkustundargildi. Á hádegi í dag var gildið við Grensásveg 207,9 míkrógrömm á rúmmetra.Borgarbúar hvattir til að leggja bílnum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er þung. Almenningur er því hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu jafnframt að forðast útivist. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag og því talsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri á morgun og því líkur á að þetta ástand verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra, sem ekki má fara yfir oftar en sjö sinnum á almanaksári. Klukkustundarheilsuverndarmörkin eru 200 míkrógrömm á rúmmetra, eins og áður sagði. Þau má ekki fara yfir oftar en átján sinnum á almanaksári. Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk köfnunarefnisdíoxíðs og annarra mengandi efna á www.loftgaedi.is. Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18 Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag, 5. desember, skamkvæmt mælingum í mælistöð við Grensásveg. Líkur eru á að ástandið verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningu segir að leyfilegt klukkustundargildi sé 200 míkrógröm NO2 á rúmmetra. Styrkur efnisins hefur þegar farið þrisvar sinnum yfir leyfilegt klukkustundargildi. Á hádegi í dag var gildið við Grensásveg 207,9 míkrógrömm á rúmmetra.Borgarbúar hvattir til að leggja bílnum Köfnunarefnisdíoxíðmengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og í eftirmiðdaginn þegar umferð er þung. Almenningur er því hvattur til þess að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum ættu jafnframt að forðast útivist. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og frosti í dag og því talsverðar líkur á því að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk við Grensásveg. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri á morgun og því líkur á að þetta ástand verði viðvarandi, að því er segir í tilkynningu borgarinnar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir köfnunarefnisdíoxíð eru 75 míkrógrömm á rúmmetra, sem ekki má fara yfir oftar en sjö sinnum á almanaksári. Klukkustundarheilsuverndarmörkin eru 200 míkrógrömm á rúmmetra, eins og áður sagði. Þau má ekki fara yfir oftar en átján sinnum á almanaksári. Það sem af er ári hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs farið átta sinnum yfir sólarhringsheilsuverndarmörk og fimm sinnum yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk köfnunarefnisdíoxíðs og annarra mengandi efna á www.loftgaedi.is.
Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18 Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41 Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24 Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs gæti farið yfir heilsuverndarmörk fjórða daginn í röð Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í lengri tíma og takmarka áreynslu í nágrenni stórra umferðagatna. 27. nóvember 2019 17:18
Mega búast við „gráum dögum“ í vikunni Auknar líkur eru á svokölluðum "gráum dögum“ í vikunni þar sem loftmengun á höfuðborgarsvæðinu gæti farið yfir heilsuverndarmörk. 31. október 2019 14:41
Slæm loftgæði í Reykjavík Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í Reykjavík í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins var einnig hár í gær. 25. nóvember 2019 16:24
Hækkun á styrk köfnunarefnisdíoxíðs í Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum í borginni. 28. október 2019 17:18